22.8.2010 | 18:42
Á sama tíma að ári
Endanlegur fjöldi gesta á Menningarnótt í gærkvöldi liggur ekki fyrir en lögreglan hafði búist við um 100 þúsund manns.
Víst að við hjónin vorum þar með tvo unglinga með í för, barnabarn og góðan fjölskylduvin, en við höfum haft fyrir sið í mörg ár að storma með tjaldvagninn til Reykjavíkur þessa helgi og búið okkur ból í Laugardalnum.
Á Ingólfstorgi sáum við borgarstjórann Jón Gnarr þar sem hann hlustaði á finnskan kór og spjallaði við gesti og gangandi, brosmildur og hress í bragði. Nokkrum klukkustundum seinna sagði leigubílstjóri okkur að hann hefði verið á Hverfisgötu með erlenda ferðamenn þegar hjólreiðamann bar þar að garði. "Þetta er nú borgarstjórinn okkar" sagði hann, en þeir erlendu trúðu honum ekki, en vissu þó að einhver grínari hefði verið settur í stól borgarstjóra!
Gríðarlega var gaman að þvælast um borgina á laugardeginum og njóta þess sem í boði var, en það var nánast endalaust framboð af skemmtilegum uppákomum.
Hámarkið var svo hin prýðilegasta flugeldasýning í boði Vodafone, en hver greiddi fyrir hana er í raun aukaatriði, því aðalatriðið er að styrkja björgunarsveitarmenn borgarinnar til góðra verka.
Við þökkum Reykvíkingum kærlega fyrir alla skemmtunina!
Á sama tíma að ári.
Flugeldar lýstu upp sundin blá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér góð orð vegna björgunarsveitanna.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.8.2010 kl. 20:26
Ekkert að þakka, Hrólfur minn, þetta liggur svo í augum uppi!
Björn Birgisson, 22.8.2010 kl. 20:32
Þakka þér góð orð í garð Reykjavíkur...og vodafone...
hilmar jónsson, 22.8.2010 kl. 21:30
Ekkert að þakka, Hilmar minn!
Björn Birgisson, 22.8.2010 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.