23.8.2010 | 10:49
Allt Gnarr að kenna?
Þeir sem túlka skuldastöðu Orkuveitu Reykjavíkur á versta veg segja að fyrirtækið sé gjörsamlega gjaldþrota og gefa stjórnendum þess undanfarin ár algjöra falleinkunn fyrir glæfralegar fjárfestingar og sóun fjármuna í alls kyns flottræfilshátt.
Þegar viðskiptavinir Orkuveitunnar fá fyrstu rukkun eftir hækkun gjáldskrárinnar um kannski 15-25% er von að einhverjir verði hugsi.
Hvaða öfl í borginni hafa ráðið mestu um rekstur Orkuveitu Reykjavíkur undanfarin ár?
Þurfa viðskiptavinirnir að þakka einhverjum sérstaklega fyrir þessa hækkun sem er rétt handan við hornið?
Eiga þeir kannski bara að kenna Jóni Gnarr um hana?
Krefjast eigendafundar í OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vegna þess hve langtímaminni þjóðarinnar er slakt þá verður Gnarrinn orðinn að sökudólgi þegar þessar hækkanir dynja á okkur.
Rétt eins og kreppan er Steingrími, Jóhönnu og Gylfa að kenna.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 22:53
Jón Óskarsson, þetta er líklega hárrétt ályktun hjá þér, að öðru leyti en því að langtímaminni þjóðarinnar er nokkuð gott, en skammtímaminnið er ekkert. Þar koma gullfiskar við sögu.
Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.