Heitur stóll

Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands er orðinn aðhlátursefni margra, slíkur er klaufagangurinn og gleymskan, nú eða blekkingarnar, þegar kemur að umfjöllun um kynferðiskærumál, þar sem Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup, átti hlut að máli.

Stóll biskups hlýtur að vera orðinn það heitur að óþægilegt sé að sitja í honum.

Kirkjan er í miklum kröggum og virðist illa ráða við ýmis mál. Nefni þessi kynferðisafbrotamál og svo hjónabönd samkynhneigða fólksins sem dæmi.

Og nú berast fréttir af því að æ fleiri séu að yfirgefa þjóðkirkjuna.


mbl.is Leiðrétting frá biskup Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kirkjunni virðist fyrirmunað að detta niður á nothæfar lausnir í erfiðum málum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 14:55

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Má ekki bara leggja þetta biskupsembætti niður?

Haraldur Bjarnason, 23.8.2010 kl. 15:25

3 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, skoðanir innan kirkjunnar eru mjög skiptar í mörgum málum, ekkert síður en í pólitíkinni.

Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 15:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Haraldur, og breyta þjóðkirkjunni í höfuðlausan her?

Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 15:32

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Leyfum karlanganum að njóta vafans. Það getur ekki verið gott hlutskipti að gjalda fyrir greddu annars manns sem þar að auki er löngu dauður.

Baldur Hermannsson, 23.8.2010 kl. 19:30

6 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, Karlangi Sigurbjörnsson má mín vegna njóta vafans, en honum virðist algjörlega fyrirmunað að koma nokkru frá sér án þess að klúðra í annarri hverri setningu. Nú eða hreinlega ljúga.

Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 19:50

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það hygg ég að sé ofmælt. Sá hann áðan í Kastljósi og hann var afar trúverðugur.....eins og hæstaréttardómarar komast að orði. Hann er í gríðarlega erfiðri stöðu án þess að hafa gert nokkuð af sér annað en að vera til. Stundum þarf að fórna saklausum mönnum til að fá vinnufrið......og líklega væri kirkjunni fyrir bestu að fórna honum og kannski fleiri silkihúfum, stofna sjálfstæða sannleiksnefnd og kalla nýja menn til embætta sem gætu þá komið að sæmilega hreinu borði. Lausn svona vandamála fæst ekki endilega með réttlæti, heldur skynsemi.

Baldur Hermannsson, 23.8.2010 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband