23.8.2010 | 21:06
Geir Waage í gustinum
Hann er nokkuð kaldur gusturinn sem nú leikur um kirkjuna og segja má að gusturinn í kringum Geir Waage sé ískaldur.
Eftirfarandi athugasemd fann ég annarri síðu:
"Það er hæpin lögfræði Geirs Waage að undantekning presta frá vitnaskyldu í dómsmálum sem mælt er fyrir um í nýjum lögum um meðferð opinberra mála breyti einhverju um tilkynningaskyldu samkvæmt barnaverndarlögum. Þessi atriði hafa ekkert með hvort annað að gera." BS.
Er þetta rétt túlkun eða er þetta röng túlkun?
Ég vil skora á löglærða menn sem þetta lesa að upplýsa okkur betur. Er Geir Waage bara að bulla og þvaðra eða túlkar hann lagabókstafinn rétt? Endilega hnippið í löglærða menn sem þið þekkið og spyrjið þá um þetta og deilið með okkur hér á síðu.
Hér er spurt um algjört grundvallaratriði.
Flest eigum við börn og barnabörn og það er ég viss um að ef prestur kemst á snoðir um eitthvað misjafnt gagnvart þeim - viljum við öll að hann sitji ekki á þeim upplýsingum og framlengi þannig glæpinn og feli sig á bak við einhverja heimskulega þagnarskyldu.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svakalega eru menn allt í einu orðnir religius og áhugasamir um kirkjuna.
Bara allir að fara á taugum, eins og t.d. Björn Birgisson.
Hefur þetta kannski eitthvað með hræsni að gera?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 21:42
Það er ekkert óeðlilegt að menn fylgist með sínum fjárfestingum Haukur, þótt nauðugar séu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 21:55
Haukur, þakka þér þitt innlit. Ég er ekki "religius" og hef kirkjuna ekki sem áhugamál. Hins vegar er velferð barna í þessu landi eitt af mínum áhugamálum. Annað áhugamál á ég mér. Ef kirkjunnar þjónar ætla að þegja um glæpi gagnvart börnum, sem þeir komast á snoðir um, þá mun ég berjast fyrir því að þjóðkirkjan verði bönnuð með lögum.
Ég er ekki á barmi taugaáfalls og ef þú lest einhverja hræsni út úr mínum skrifum, þá verður svo að vera. Ég veit hins vegar ekki hver sú hræsni er.
Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 21:56
Axel Jóhann, ég átti símaspjall við einn virtasta lögfræðing landsins í kvöld og hann sagði túlkun Geirs Waage bæði fjarri raunveruleikanum og lögunum í þessu landi! Hann taldi þó Geir Waage heiðarlegan í sínum öfgum og ekki reyna að fela skoðanir sínar, en bætti við að líklega hefði Geir átt að vera uppi fyrir um 500 árum sem sveitaklerkur og þá til að verja stórbændur sem riðu öllu sem hreyfðist og komu svo börnunum, sem þannig komu undir, á vinnumenn eða aðra ómaga, með góðri aðstoð presta.
Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 22:21
Blessaður Björn. Ég ætla vera stuttorður, en mér finnst þetta þema sorglegt og komið út í vitleysu.
Menn ráðast á kirkjuna og hennar þjóna með ótrúlegum ofsa. Ég er sannfærður um það að Karl Sigurbjörnsson biskup, er frábær maður og heiðarlegur. En heldur þú virkilega Björn, að okkar prestar myndu ekki gera allt sem í þeirra valdi stæði til að vernda börnnin okkar? Geir Waage hefur sínar skoðanir á hlutunum, en hann mundi aldrei níðast á saklausum börnum.
Þjóðin er svo stressuð að þema sem þetta verðar að skrípaleik.Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 22:24
"Geir Waage hefur sínar skoðanir á hlutunum, en hann mundi aldrei níðast á saklausum börnum."
Haukur, þessu er ég algjörlega sammála, en ég get aldrei samþykkt eða sætt mig við nokkurs konar þöggun kirkjunnar í brotamálum, allra síst brotamálum gagnvart börnum. Þú segir:
"Menn ráðast á kirkjuna og hennar þjóna með ótrúlegum ofsa."
Ekki get ég rengt þína tilfinningu hvað það varðar, einhvers staðar segir að sérhver tilfinning sé sönn og eigi alltaf rétt á sér.
Kirkjan er að mestu leyti ágæt og gerir margt gott fyrir samfélagið, en þegar kemur að þeim málum sem mest hafa verið í umræðunni, er hún klaufabárður og veit ekkert hvert skal stefna.
Það er algjörlega óþolandi.
Björn Birgisson, 23.8.2010 kl. 22:40
Ég er sammála þeim sem fullyrða eftirfarandi: Þagnarskyldan getur ekki og má aldrei verða til þess að stefna líf og limum þeirra í hættu, sem ekki getað varið sig. Þannig er auðvitað ásatt um börn. Barnaverndarlögin ganga að mínu mati (og líklega flestra annarra) framar siðareglum fagstétta um þagnarskyldu (þó þau séu studd dómafordæmum sem ég viðurkenni að hafa ekki kynnt mér í kvöld). Það má aldrei gerast að hylmt sé yfir brotum gegn börnum. Meira að segja heilagar þagnarskyldureglur fagstétta eins og presta skulu víkja þegar þannig háttar til. Ég ætla ekki að fletta upp lögskýringargögnum hér á Ásvallagötunni eða fara djúpt í málið þannig en tel næsta víst að svona sé þetta. Ég væri afar hissa ef þeir dómar sem Geir vísar í hafi fallið um þagnarskyldu varði kynferðisbrot gagnvart börnum eftir setningu barnaverndarlaga árið 2002. Þannig að í það minnsta má efast um fordæmisgildi þeirra dóma sem hann nefnir.
-----
Sumir (t.d. Geir Waage) telja að fremur beri að hlýða Guði en mönnum. Ég spyr á móti hver sé þeirra Guð sem ekki vill vernda börnin sín framar mönnum sem þurfa að létta á samvisku sinni? Það er a.m.k. ekki Jesú Kristur sem sagði bauð börnunum í sinn faðm. Jesús sagði hvergi mér vitanlega "hylma skaltu yfir kynferðisbroti náunga þíns".
-----
Hitt er annað að mér finnst að þagnarskyldan eigi að eiga við að öðru leyti. Er hún þá einskis verð? Er hún "allt eða ekkert" eins og Geir segir? Ég tel ekki svo vera. Meira að segja útrásarvíkingur sem vill létta á hjarta sínu á að geta treyst því að klerkurinn hlaupi ekki beint í DV eða til sérstaks saksóknara. Sama á við um Jónu Jóns sem hnuplaði ilmvatni í kaupfélaginu árið 1971 og sér eftir því í dag.
-----
Hitt er svo annað hvort þetta allt saman sé praktískt yfirleitt? Er líklegra að það að gerandi í barnaníðingsmáli sem léttir á hjarta sínu gagnvart presti sínum leiði til þess að hann leiti sér hjálpar við sinni brenglun og/eða presturinn leiti leiða til að fá hann til að gefa sig fram við lögreglu ef þagnarskyldan væri algjör? M.ö.o. að brotið hætti gagnvart barninu? Mundi brotið jafnvel halda áfram annars og hver skaðast þá. Mér finnst að það megi hlusta á þessi sjónarmið líka og þá er ég aðeins að hugsa um hag barnsins.
Guðmundur St Ragnarsson, 24.8.2010 kl. 00:30
Guðmundur St. Ragnarsson, hafðu bestu þakkir fyrir þetta innlegg. Við skulum alltaf elska börnin okkar. Þau eru gimsteinar framtíðarinnar. Sama hvað öðru líður. Takk.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 01:05
Það er ágæt grein í Morgunblaðinu í dag eftir virtan lögmann þar sem hann fjallar um þessi mál og ég er honum sammála. Ég tel hæpið að ákvæði í barnaverndarlögum gangi framar þeim ákvæðum sem er að finna í lögum um meðferð sakamála. Lög um meðferð sakamála eru auk heldur yngri lög og engin fyrirvari er gerður varðandi ákvæði laganna um trúnaðarskyldu þeirra aðila sem þar eru sérstaklega nefndir eða undantekning frá hinni almennu reglur sem mótuð er í lögunum hvað þetta varðar.
Jón Magnússon, 24.8.2010 kl. 09:03
Takk fyrir þetta, Jón Magnússon.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 10:00
Ekkert þekki ég til skrifta katólikka, en þar kemur auðvitað margt fram þegar fólk léttir á sálartetrinu. Þessu var gaukað að mér: Ef aðili sem er að skrifta byrjar að segja prestinum frá einhverju glæpsamlegu, þá á presturinn að vara viðkomandi við, því honum beri alltaf að tilkynna um glæpsamlegt athæfi til réttra yfirvalda.
Björn Birgisson, 24.8.2010 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.