Safnað í reynslubankann

"Ólína sagði í ræðu, sem hún hélt er hún tók við embættinu, að hún muni leggja höfuðáherslu á að þrýsta á ríkisstjórnir Íslands, Færeyja og Grænlands að styrkja samstarf landanna varðandi sjávarútvegsmál."

Ég held að Ólína Þorvarðardóttir sé dugnaðarforkur og að þetta embætti sé í góðum höndum hjá henni og óska henni allra heilla í þeim störfum sem fylgja.

Ólína er að safna í reynslubankann og mér kæmi ekkert á óvart að þegar Jóhanna Sigurðardóttir dregur sig í hlé, muni Ólína Þorvarðardóttir verða nefnd sem líklegur formaður Samfylkingarinnar.

 


mbl.is Ólína kjörin formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, það var einu sinni skólameistari á Ísafirði sem hét Ólína Þorvarðardóttir. Þegar hún átti tvö ár eftir af ráðningasamningi sínum var gerður við hana starfslokasamningur sem gárungarnir reiknuðu út að hafi kostað ríkissjóð yfir 20 milljónir. Sagt er að sá eini sem gat unnið með skólameistaranum í lokin hafi verið Ólína Þorvarðardóttir.

Meðal Samfylkingarfólks telst svona skussi eflaust úrvalseintak. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.8.2010 kl. 20:39

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, ég sé að þú þekkir þessa sögu og getur sagt hana bæði reiðbrennandi og reiprennandi! Man ekki þriðju útgáfu sögunnar. Hvernig var hún aftur?

Björn Birgisson, 26.8.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Björn, ég þekki allnokkuð til þessarar sögu. Framan af hafði hún helst stuðning flokksystkina sinna, þegar leið á missti hún einnig stuðning þeirra. Lýsingarnar voru þannig að bæði Menntamálaráðuneytið og Kennarasambandið þurfti að blanda sér í málið og Ólína var sett af. Óvænt komst hún inn á þing og hefur þar vakið athygli sem mesti hrokagikkur Alþingis. Það eiga fáir von á að hún verði endurkjörin á þing. Ef þú vilt fá konu á þing, væri nær velja konu eins og Kristrúnu Heimisdóttur, nema ætlunin sé að þurrka Samfylkinguna alveg út.

Ég hafði í menntaskóla afar góðan íslenskukennara sem hjálpaði mér mikið að vinna á lesblindu minni. Þetta er eins og fötlun, þú ruglar stöfum og sérð það ekki, orð detta niður og þú sérð ekkert athugavert. Þú skrifar orð vitlaust og sérð það ekki. Þessi kennari minn er eitt af okkar bestu skáldum og hann sagði að það væri mikilvægara að hafa innihald og einhverjar villur, en villulaus skrif án innihalds. Hann bað mig fyrir að jafnvel þó að ég næði góðu taki á villulausum skrifum, þá ætti ég annað slagið að setja inn villur. ,,Þú verður alltaf að skilja eitthvað eftir fyrir þá sem ekkert skilja. Bjánarnir munu finna villuna og verða glaðir. Þeir greindu vilja innihaldið".  

Sigurður Þorsteinsson, 27.8.2010 kl. 00:08

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, af hverju ferð þú ekki eftir góðum orðum kennarans þíns:

"Þessi kennari minn er eitt af okkar bestu skáldum og hann sagði að það væri mikilvægara að hafa innihald og einhverjar villur, en villulaus skrif án innihalds."

Í skrifum þínum, Sigurður, um pólitíska andstæðinga þína ert þú álíka innihaldslaus og dómharður og ný brottrekin af blogginu, hægri dúllan hann Loftur Altice Þorsteinsson.

Mundu orð lærimeistara þíns:  "Þeir greindu vilja innihaldið".

Hafðu þó hugfast að á þessari síðu er greind innleggjara athugasemda ekki mæld.

Síðuhaldari á kappnóg með sitt mat á eigin greind og ekki er von á niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi í apríl árið 2021, þegar sjö tugirnir eru að baki.

Auðvitað er ég bjáninn sem fann villuna!

Hafðu það gott í framhaldinu, minn kæri!

"Þeir greindu vilja innihaldið", það er vel og fallega mælt. Tileinkaðu þér það.    

Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 00:32

5 identicon

ég held að ólína sé tóm í einhverju,  algjör ******** og ef þú ert á því að sú manneskja sé dugnaðarforkur þá ert þú væntanlega ekki dómbær á eitt né neitt.  Ólína er eflaust það versta sem hefur hent alþingi og þá er hrunið talið með.

prakkari (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 17:51

6 Smámynd: Björn Birgisson

Það mætti halda að prakkari væri annað hvort sérfræðingur í Ólínu eða gegnsýrður hatari Samfylkingarinnar.

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 17:58

7 identicon

og talandi um gegnsýrður,  þá er það þitt hatur á hægri stefnu.  ættir smá að líta í eiginn barm ef þú getur snúið þessum rugl haus aðeins um stundarkorn,  allavega reyndu að blogga um eitthvað af viti,  þú virðist ekki vera gera það og hefur sjaldan gert það,  dæmi Gylfi viðskiptaráðherra,,,hann er ómögulegt keis, ólína þín en ekki mín hún er klikk,,,kommastefnan þín er eins og ég veit ekki hvað,,,hey ekki blogga takk its nasty

prakkari (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 20:23

8 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, það er ákaflega leitt að þú skulir vera kominn með bloggið mitt á heilann. Af hverju ferðu ekki bara út á lífið á þessu fallega laugardagskvöldi, í stað þess að hanga yfir þessu ómögulega bloggi.

Annað: Mundu alltaf að gagnrýnin sem þú setur fram er algjörlega marklaust bull á meðan þú skýlir þér á bak við nafnleynd. Nafnleynd hér á blogginu er ekkert annað en heigulsháttur og fjölmargir bloggarar leyfa ekki nafnlausar athugasemdir, en það hef ég reyndar alltaf leyft.

Stofnaðu bara þína síðu hér og austu þar af þínum djúpa viskubrunni í stað þess að hegða þér eins og kjáni með endalausu ómarkvissu skítkasti og fordómum.

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 20:34

9 identicon

nafnleynd er kannski slæm er heimska er verri.  afhverju hættir þú ekki heimsku og ferð út á lífið á þessu fallega laugardags...þetta er bara útúrsnúningur í þér og hverju er það líkt annað en samspillingunni? :D  hef samt á tilfinningunni að þú vitir að þú ert bara að bulla

prakkari (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 20:49

10 Smámynd: Björn Birgisson

prakkari, minn kæri, ég held að ég nenni ekki að tala meira við þig í kvöld, en endilega eigðu góðar stundir um helgina, sem og framvegis!

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 20:54

11 identicon

sömuleiðis, enda áttu ekki rök,  ert bara með lélegar líkingar og afsakar þig með að nenna ekki,  how typical fyrir samspill :)

prakkari (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 21:34

12 identicon

nákvæmlega vegna þess að þú mannræfill hefur ekkert til mála að leggja annað enn að sleikja boruna á kommanum honum Steingrími, þú ert í raun meiri ræfill en þeir sem commenta hjá þér nafnlaust.  þú ert samt svaka góður að rakka aðra niður,,,,er það ekki pretty boy ;)

prakkari (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 21:47

13 Smámynd: Björn Birgisson

Sorry vinur, þér er betur borgið utan þessa bloggs en innan þess.

Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband