27.8.2010 | 01:00
Níðingar ógilda athafnir kirkjunnar
Hjónaband blessað og staðfest af níðingi er ekkert hjónaband.
Þá athöfn þarf að endurtaka með betra fólki.
Skírn saklauss barns framkvæmd af níðingi er engin skírn.
Þá athöfn þarf að endurtaka með betra fólki.
Ferming ungmenna framkvæmd af níðingi er engin ferming.
Þá athöfn þarf að endurtaka með betra fólki.
Jarðarfarir blessaðar af níðingum eru engar jarðarfarir. Þær eru bara svik við lifendur og látna.
Þær athafnir þarf að endurtaka með betra fólki.
Ef Guð er til mega margir eiga von á tölvupósti frá honum, með tilskipanir um endurupptökur kirkjulegra athafna vegna "formgalla".
Kirkjan á að vera vammlaus og falleg.
Nú er hún bara ljót í augum almennings.
Ljótari en Satan sjálfur.
Sannleiksnefndin breytir því. Er það ekki næsta víst?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ-i er þetta ekki allt jafn ómerkt og innihaldslaust hver sem baular orðin sem enginn trúir á fyrr en hann heldur að hann sé að drepast og reynir að bjarga fyrir horn?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 01:41
Hvað veit ég?
Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 01:44
Þegar biskupinn Karl Sigurbjörnsson sagði að við ættum þrátt fyrir allt, að muna allar þær góðu stundir sem við áttum með Ólafi, svelgdist mér á. Er maðurinn ekki í lagi?
Dingli, 27.8.2010 kl. 06:51
Ég er ósammála þessum 5 fyrstu, feitletruðu fullyrðingum þínum, Björn.
Þú sverð þig hér í hóp með donatistum í fornkirkjunni, þeir höfðu þessa afstöðu, að presturinn mætti ekki vera í synd, þá væru athafnir hans (einkum altarissakramentið) ógildar. Gegn þeim viðhorfum stóð heil. Ágústínus og kirkjan; til að fara á réttan hátt með sakramentin þarf einungis af prestins hálfu þann rétta ásetning að framkvæma það, sem kirkjan gerir: að veita þau sakramenti. Lúther fylgdi dæmi Ágústínusar í þessu.
Þetta er ekki skrifað hér í þrætu skyni. Einungis a piece of history.
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 09:19
Einungis a piece of history. Hluti af yfirhylmingasögu kirkjunnar kannski? Kirkjan er óttalegt fornaldarskrímsli sem hefur fornaldarrit að leiðarljósi. Jón Valur, ég efast ekkert um að þú farir rétt með hér að ofan, en mér einfaldlega líkar ekki boðskapurinn. Fyrir mér er þetta svona: Skurðlækni með morðglampa í augum á ekki að hleypa að sjúklingum á skurðarborðinu. Prestlærðum barnaníðingum á ekki að hleypa nærri börnum, hvorki innan né utan kirkjunnar. Embættisverk slíkra manna verða alltaf ómarktæk í mínum augum, enda byggjast þau á hræsni, falsi og lygum.
Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 09:55
Nei, Björn, þetta hefur ekkert með barnaníð að gera umfram aðrar syndir. Ef syndsemi prests ógildir sakramentin, hver veit þá, hvenær hann meðtekur gilt sakramenti? Kirkjan hugsaði allt þetta mál, viltu ekki bara fletta upp í rökræðu heil. Ágústínusar áður en þú svarar mér næst?
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 09:59
Ég hef nákvæmlega ekkert að gera með rökræðu Ágústínusar. Ert þú þess fullviss að hún hafi endilega leitt til hinnar einu "réttu" niðurstöðu?
Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 10:18
Sæll Bjön
Þessi Ágústí mun hafa fært óhrekjandi rökfræðilegrök fyrir hagkvæmni þess, að sakramenti syndugra presta væru áfram í fullu gildi, þó þeir væru nappaðir. Það gæti orðið kirkjunni dýrt, að ógilda athafnir áratugi aftur í tímann ef uppgvötaðist að gamli þorps presturinn; er ekki allur þar sem hann er séður.
En eins og þú segir koma þessar pælingar Jóns og Ínusar málinu ekki við.
Dingli, 27.8.2010 kl. 12:01
Þeir eru flottir prestarnir, sáttir og sælir með syndina sjálfa á milli sín
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.8.2010 kl. 12:08
Dingli minn, dinglaðu þér bara á þínum kjörna stað; ekki þarf hann Ágústínus á þér að halda í þönkum sínum.
En óneitanlega er myndin atarna skondin, sýnist mér! Tókstu hana sjálfur, Axel?
PS. Já, Björn, ég er viss. Það getur ekki hafa verið vilji Krists, að foreldrar væru ekki vissir um skírn barna sinna og safnaðarfólk ekki visst um að það hafi meðtekið kveldmáltíðarsakramentið.
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 18:56
Jón Valur, gott að þú ert viss. Í trúarlegum efnum er ég efasemdar maður um allt. Annað: Ertu ekki til í að opna fyrir aðgang minn að þinni síðu, svona rétt eins og aðgangur þinn hér er og hefur alltaf verið galopinn og þú hefur nýtt þér á stundum? Þú gætir alltaf lokað aftur næst þegar ég verð "óþægur", ekki þó í anda biskupa! Að Lofti vini þínum "gengnum" á Moggabloggi ert þú sá eini sem hefur lokað á öðlinginn - mig! Mér líkar það illa, en lifi þó án þess aðgangs.
Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 19:42
Já, en varst að ekki þú sjálfur sem valdir þann kost að láta loka á þig, væni?
Ertu kominn með mikla heimþrá að fá að leika lausum hala á síðu minnI?
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 19:47
"Já, en varst það ekki þú sjálfur sem valdir þann kost að láta loka á þig, væni?"
Svo var ekki, ákvörðunin var alfarið þín, væni, Jón Valur.
Heimþrá er ekki orðið hér. Enginn getur haft slíka þrá til heimahaga sem eru honum ókunnir, en hafðu það sem best í þeim heimahögum, sem þér eru kærastir.
Síðan þín er fyrir mér bara ein af mörgum. Enga þeirra þrái ég sérstaklega.
Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 21:34
Ég gaf þér tvo kosti, Björn. Þú valdir útilokun af síðunni, ekki satt?
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 21:43
Jón Valur, þú gafst mér kosti sem á mannamáli kallast afarkostir. Ég hló að þeim. Þú lokaðir, ekki ég. Gleymdu þessu bara. Á ég kannski að loka á þig, rétt bara svo við stöndum jafnir í lokunarmálum?
Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 21:49
Þarf ég að fara að leita uppi síðuna þar sem við urðum saupsáttir, Björn? Þar blasir það við, sem ég talaði um hér.
Jón Valur Jensson, 27.8.2010 kl. 22:10
Saupsáttir? Endilega leitaðu! Þetta er mér ekkert mál, gleymdu þessu bara! Þú ert líklega lokunarkóngur þessa Moggabloggs og endilega njóttu titilsins. En þú svaraðir ekki spurningu minni. Á ég til jafnræðis að loka á þig?
Björn Birgisson, 27.8.2010 kl. 22:46
Jón Valur, þú hefur ekki svarað, kannski upptekinn við annað, sem ég dreg í efa. Því endurtek ég spurninguna. Á ég til jafnræðis að loka á þig?
Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 01:47
Það er alveg undir sjálfum þér komið, Björn minn.
Ég sé að þetta er þitt mesta áhugamál undir nóttina.
Kannski farinn að dreyma um þetta sæta drauma núna .... zzzzzzz....
Jón Valur Jensson, 28.8.2010 kl. 02:38
PS. Jú, ég var að hlusta á Fleetwood Mac.
Heldurðu að ég sé alltaf að glápa á þessa síðu þína?
Jón Valur Jensson, 28.8.2010 kl. 02:40
Já, ég held að þú gerir mikið af því, Jón Valur.
Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 05:19
Blessaður þetta er allt ómarktækt með öllu hvort sem er... Þetta er bara cult sem hefur innvinklað sjálft sig í allar okkar athafnir með sínar galdraþulur og kjaftæði... Það er nefnilega plottið hjá trúarfélögum, að verða partur af fjölskyldu... svo sauðirnir verji söfnuðinn með öllu sínu.
Bara fara og segja sig úr ruglinu, it's the only way.
Alls ekki skrá sig í annað rugl... þetta er allt sama crappið.
DoctorE (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 11:17
Fáir eru liprari en Jón Valur í þeirri list að gera eigin bresti að annarra sök.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.8.2010 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.