28.8.2010 | 17:15
Brandari vikunnar
Albesti brandari þessarar viku var tvímælalaust hörð barátta, sérstaklega eins bloggara hér á Moggabloggi, fyrir öllu afnámi ritskoðunar hér og fyrir málfrelsinu almennt.
Sú barátta upphófst með látum þegar Loftur Altice Þorsteinsson, varaformaður samtakanna Þjóðarheiðurs, var látinn taka pokann sinn, við ágætar undirtektir flestra.
Þessi nýji og ötuli baráttumaður gegn ritskoðun og fyrir málfrelsi er líklega sá, af um 20 þúsund notendum bloggsins, sem ritskoðar mest sjálfur og heftir þar með málfrelsi gesta sinna meira en nokkur annar! Hefur aukin heldur vafalaust sett lokunarmet í bloggheimum!
Þetta er álíka fyndið og ef Karl biskup færi að berjast fyrir málefnum muslima með oddi og egg!
Getur hræsnin náð hærri hæðum?
Verst að ég man ekki hvað þessi sjálfskipaði baráttumaður heitir!
En hræsni hans er stórkostlega fyndin, svo mikið er víst!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Björn!
Víst óþarfi líka já að nefna baráttumanninn knáa. En þetta er nú margendurtekið efni, man held ég að allavega tvisvar áður hefur nákvæmlega þessi svonefnda "ritskoðunarumræða" farið fram í kjölfar þess að einhver bloggari hafi verið tekin út af umsjónarmönnum blog.is frá því ég byrjaði sjálfur að kúldrast þar á sumrinu 2007!
Og nú sem fyrr einkennist umræðan af innihaldslítilli hneykslan, vanþekkingu á lögum og reglum og já bara tómri vitleysu eiginlega!
Ég nenni nú ekki að rekja það frekar, en eitt sem ég sjálfur sem gamall og nokkuð reyndur fjölmiðlalalli hef ítrekað reynt að koma að og forsvarsmenn bloggsins líka af veikum mætti, en með heldur litlum árangri, er að grundvallarmisskilningurinn í þessu er að ALLS EKKI er um neina ritskoðun að ræða í svona tilvikum, heldur ritstjórnun þess sem á vettvangin og býður þér upp eða inn á hann það er í raun alveg sáraeinfalt að skilja þetta, en í yfirþyrmandi algleymi einhvers tjáningarfrelsiskjaftæðis, virðast jafnvel hinir lærðustu menn týna vitglórunni!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2010 kl. 17:50
Takk fyrir þetta, Magnús Geir.
Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 18:05
Ójá, Björn, áður en langt um líður verður búið að sótthreinsa allt bloggaraliðið. Verst er að sem stendur vitum við ekkert hvað má segja, hvenær, við hvern, um hvern og hvernig.
Gróa gamla hafði þetta á hreinu; "hafðu þetta ekki eftir mér blessuð mín".
Kolbrún Hilmars, 28.8.2010 kl. 18:05
Kolbrún, ég hélt alltaf að Loftur væri í liðinu sem ekki þyrfti að sótthreinsa hér á Moggabloggi.
Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 18:08
Loftur er maður að meiru og miklu mun gáfaðri og klárari en flestir ykkar sem um hann fjalla af vandlætingu og hroka.
Þó svo að honum hafi aðeins orðið á að far yfir strikið hér í þessu eina máli og yfir því getið þið andstæðingar hans nú kæst all lengi.
Megið þið njóta hræsnislegrar "Þórðargleði" ykkar lengi og vel.
Einarður og sterkur málstaður hans í öllum öðrum málum stendur áfram vel fyrir sínu, en ykkar verður síst skárri fyrir bragðið !
Gunnlaugur I., 28.8.2010 kl. 18:22
"Þó svo að honum hafi aðeins orðið á að far yfir strikið hér í þessu eina máli ......."
Gunnlaugur, þú veist að þetta er ekki rétt. Hann fór oft yfir strikið.
Ég hef aldrei efast um greind Lofts, en hann hefði betur beitt henni sjálfur. Hann vísaði í raun sjálfum sér af blogginu. Hann vissi nákvæmlega um reglur bloggsins, en kærði sig kollóttan. Taldi líklega að vegna skoðana sinna í pólitík yrði honum aldrei sparkað héðan af heimavellinum.
Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 18:41
Björn - Ég fer nú að halda að þú sért eins og Samfylkingarnir - að ganga með sjálfstæðismenn á heilanum.
Benedikta E, 28.8.2010 kl. 19:45
Benedikta, fjallar þessi færsla um Sjálfstæðismenn? Takk fyrir að upplýsa mig um það! Segðu mér hvað þú ert með á heilanum. Gæti það verið ríkisstjórnin?
Björn Birgisson, 28.8.2010 kl. 19:49
Ef hæna þarf 200 grömm af korni til að verpa 200 gramma eggi...
hvað þarf hún þá til að verpa 400 gramma eggi?
-Stærra rassgat
sérðu kaldhæðnina Björn minn ?
Guðmundur Júlíusson, 28.8.2010 kl. 23:34
Guðmundur minn Júlíusson, þú veist manna best að kaldhæðnin og alvöruleysið hafa aldrei rekið á mínar fjörur. Hins vegar veit ég að ég hef nýverið lagt fram all nokkurt fjármagn til kofasmíði og innkaupa á nokkrum landnámshænum sem vistaðar eru hjá vini mínum í nágrenninu!
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 00:05
Eru landnámshænurnar enn í fullu fjöri?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 00:28
Svona í alvöru, ertu til í að selja mér egg í vikusölu, vil helst fá þá í bréfpoka og þá tíu í einu, og þá helst brún. Ég borga með evrum ef þér er sama ?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 00:35
Axel Jóhann, heldur betur sprækar! Gullfallegar og litskrúðugar! Skuggalega eggjandi!
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 00:36
Guðmundur minn, ég er bara aumur hluthafi í þessu apparati. En beiðni þína legg að sjálfsögðu fyrir hluthafafund og mæli þar með þér. Ekki veitir þér nú af að "eggja" þig upp! Evrur munu ekki standa í vegi fyrir þessum viðskiptum, en hvað er að gömlu ríkisdölunum frá stjórnartíð Dananna?
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 00:41
Ekkert, enda eru þessir gömlu ríkisdalir dönsku ríkisherranna ekki gjaldgengir svo ég viti til, nema þá helst í draumi sérhvers manns er af vegi hefur villst!!! En það á að sjálfsögðu ekki um þig kæri vin, eða hvað?
Guðmundur Júlíusson, 29.8.2010 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.