Aðskilnaður ríkis og kirkju

"Stærstu stjórnmálaflokkarnir á Íslandi hafa enga opinbera stefnu um samband ríkis og kirkju. Vinstri grænir eru eini fokkurinn á Alþingi sem opinberlega vill aðskilnað, en það er hægara sagt en gert því samband ríkis og kirkju er bundið sterkum böndum sem varin eru af stjórnarskránni." segir vísir.is

Stjórnmálaflokkarnir þurfa enga stefnu að hafa í þessu máli. Aðskilnaður ríkis og kirkju er öldungis tilvalið mál fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem hver og einn gerir upp við sig, þvert á allar flokkslínur, hvort skilja beri að eða ekki.

Það er ekkert eilífðarlögmál að kirkjan og ríkið séu einhverjir Síamstvíburar.

Ef þetta mál kemur einhvern tímann til kasta þingsins eiga þingmenn eingöngu að hlýða eigin samvisku og alls ekki einhverjum flokkslínum.

En það er með þetta mál eins og fleiri, við vitum hvað við höfum, en vitum minna um hvað tæki við eftir aðskilnað.

Ég styð það að allir fletir slíks aðskilnaðar verði kannaðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ad hafa thetta trúarrugl í skólum er beinlínis skadlegt heilsu barna.  Ríkid á ekki ad vera í thví hlutverki ad stydja blekkingar.

kjánalegt (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Við fæðumst inn í trúflokk móður. Það er dýrt að vera í þjóðkirkjunni. Allar athafnir hennar eru að mínu viti ekki nauðsynlegar. Við getum nefnt okkur sjálf, ekki er því þörf á fermingu, gifting er óþörf og í lokin getum við kastað okkur fyrir björg.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.8.2010 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband