29.8.2010 | 18:00
Hverfandi lundastofn
"Ef áfram heldur sem horfir mun lundastofninn í Vestmannaeyjum hverfa á næstu árum, segir Erpur Snær Hansen líffræðingur. Ástæðan er algert hrun í sandsílatofninum."
Hver er skýringin á þessu hruni í sandsílastofninum? Gæti hún verið fólgin í innrás þeirrar tegundar sem við megum helst ekki veiða að mati erlendra fiskimanna og þeirra stjórnvalda?
Gæti verið að makríllinn sé hingað kominn til að vera og sé nú þegar búinn að höggva alvarleg skörð í fæðukeðjuna umhverfis landið?
Veiðum hann í sem mestu magni, hvað sem vælinu að utan líður.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Væri ekki rétt að kanna hvort lundastofninn leynist ekki á milli óðalssteina eða undir dúk við ákveðið hús í Eyjum?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2010 kl. 18:14
Úps!
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 18:25
Nema sandsílastofninn sé falinn undir Kvíabryggju.
Dingli, 29.8.2010 kl. 19:17
Úps! Úps!
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 19:25
Í alvöru er hér mikið alvörumál á ferðinni. Sílið er ekki aðeins mikilvægt lundanum heldur einnig öðrum svartfuglum og ekki síst kríunni.
Þegar þorskurinn stækkar fer hann að éta fiskmeti og er loðna og síli þar langmikilvægust.
Þessa setningu er að finna á vef Hafró. Það er því ekkert grín ef stofn sandsílis er hruninn. Lífríki fuglabjargana er í hættu, krían hefur víða soltið undanfarin ár og ekki komið upp úngum og mikilvæga fæðu þorsksins skortir.
Fann ekki í fljótu bragði upplýsingar um rannsóknir á hvað veldur þessari fækkun sílis, en þær hljóta að hafa farið fram. Makríll er ekki á skrá Hafró yfir nytjafiska og engar upplýsingar um hvað hann étur, en hámi hann í sig sandsílið verður að veiða eins mikið og mögulegt er af kvikindinu.
Dingli, 29.8.2010 kl. 21:55
Dingli, kærar þakkir fyrir þetta innlegg.
Björn Birgisson, 29.8.2010 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.