Hvað veldur allri þessari fyrirlitningu á öðru fólki?

„Ég tel að stjórnarskráin eigi að vera gömul," sagði Sigurður Líndal íhaldsmaður og lögmaður af gamla skólanum.

Nú standa fyrir dyrum kosningar að Stjórnlagaþingi. Íhaldið er á móti því. Ekki hvað síst eru hægri bloggarar flestir hverjir á móti því. Stjórnlagaþingi er ætlað að styrkja lýðræðið í landinu. Hvernig er hægt að vera á móti því?

Nú tíðkast að skipa nefndir um allt mögulegt og líka ómögulegt. Mig langar að stinga hér upp á enn einni nefndinni, sem stofna skal í rannsóknarskyni.

Nefndin sú skal skipuð sem hér segir: Siðfræðingur, heimspekingur, sálfræðingur, prestur eða guðfræðingur, félagsfræðingur, stjórnmálafræðingur og afbrotafræðingur.

Tekið skal fram að tillögur um breytta nefndarskipan eru ágætlega vel þegnar.

Hlutverk nefndarinnar skal vera að kanna og skýra hugarheim hægri bloggaranna hér á Moggabloggi. Nefndin hafi eftirfarandi atriði til hliðsjónar:

1. Hvaðan kemur þessu fólki allt þetta hatur á vinstri sinnuðum samborgurum sínum sem ítrekað birtist í skrifum þess?

2. Hvaðan kemur þessu fólki að loka endalaust augunum fyrir misgjörðum flokksins síns og kenna öðrum um ófarirnar sem eru nú all nokkrar.

3. Hvaðan kemur þessu fólki að geta aldrei sagt neitt jákvætt um ríkisstjórnina, sama hvað hún gerir?

4. Hvaðan kemur þessu fólki að hneykslast á brottrekstri "síbrotamanns", úr þeirra röðum, vegna brota hans á reglum mbl.is, sem öllum bloggurum ber að virða og flestir gera?

5. Hvaðan kemur þessu fólki öll mannfyrirlitningin sem það ástundar gagnvart öllum utan eigin öfga raða?

6. Hvaðan kemur þessu fólki að kenna Besta flokknum um ófarir og yfirvofandi gjaldþrot Orkuveitu Reykjavíkur?

Þetta eru nú bara nokkur atriði sem nefndin þarf að hafa í huga, en þegar hún hefur tekið til starfa koma vafalítið fleiri fletir upp.

Lagt er til að Guðlaugur Þór Þórðarson, væntanlegur fyrrverandi þingmaður, verði starfsmaður nefndarinnar og fjármagni hana með hóflegum styrkjum úr sem flestum áttum.

Nefndinni óska ég allra heilla í störfum sínum og sendi jafnframt hægri bloggurunum mínar bestu kveðjur með eftirfarandi boðskap, sem allir þekkja:

Batnandi mönnum er best að lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Síðan hvenær er Sigurður Líndal Sjálfstæðismaður ? ? ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hef ekki græna glóru um það. Ég sagði hann íhaldsmann, sem hann vissulega er, hvar í flokki sem hann staðsetur sig. Er íhaldsmaður endilega Sjálfstæðismaður? Sá sem segir: „Ég tel að stjórnarskráin eigi að vera gömul" er íhaldsmaður að mínu viti. Hver getur fullyrt að ung stjórnarskrá sé verri en gömul stjórnarskrá? Ertu ekki að skjóta á skakkan lunda núna minn ágæti Predikari?

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 00:39

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Nei kannski ekki, en það er einhvern veginn hefð fyrir því að þegar einhver er kallaður íhaldsmaður þá er verið að vísa í að hann sé Sjálfstæðismaður. Þetta kemur einnig fyrir í þekktum sönglögum eins og t.d. „Maðurinn hennar Jónínu hans Jóns” þar sem talað er um íhaldið.

Það hefur reynst þjóðum vel að hræra ekki mikið í stjórnarskránni sinni, sú bandaríska er frá átjándu öld og er í góðu gildi með fáeinum viðbótum. Gott að hafa festu í þessu, en ekki gleyma að við höfum verið að endurbæta stjórnarskrána allt lýðveldistímabilið. Stór hluti hennar er endurbættur frá því sem hún var gefin út í fyrsta sinni og færð okkur af kónginum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2010 kl. 00:59

4 Smámynd: Björn Birgisson

Íhaldsmaður = Sjálfstæðismaður, er ekki mín hugsun. Það er bara af hinu góða að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Sérstaklega til að útiloka þá sjálftökuhópa sem hafa eignað sér, með aðstoð spilltra stjórnmálamanna, flest það sem verðgildi er í hjá þessari þjóð og hanga á þeim illa fengna ránsfeng eins og rakkar á roði.

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 01:11

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það eru til lög um sjálftökumenn og má alveg hnykkja á og bæta við í þeim efnum. Við þurfum ekkert að breyta stjórnarskránni til þess að gera það. Setja ný lög er lang einfaldast - getur tekið nokkra daga upp í nokkra mánuði eftir eðli og umfangi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.8.2010 kl. 01:16

6 Smámynd: Björn Birgisson

Stjórnarskráin er undirliggjandi fyrir öll lög í þessu landi. Hún er einfaldlega ekki nógu skýr, hvorki fyrir sjálftökumenn, né aðra. Því þarf að breyta. Þjóðin sem slík þarf að vernda allt sitt. Þjóðin á Ísland. Það gerir hún best með fullkomnari stjórnarskrá. Hver getur mælt því í mót? Hver man ekki þegar Valgerður á Lómatjörn vildi gefa bændum allt vatn, sem annað hvort rynni um landareign þeirra, eða félli beint af himnum?

Það sem þjóðin á, getur enginn gefið öðrum, þrátt fyrir marg ítrekaðan brotavilja í þeim efnum.

Það tryggjum við í endurbættri Stjórnarskrá.

Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 01:30

7 identicon

Eru ekki allir komnir með upp í kok af gömlu rugli... Gamalt vín getur verið ágætt en gamlar stúpid reglur og dogma verður bara rugl og bull, hversu gamalt sem það er.

Sjáið bara predíkarann..

doctore (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602569

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband