30.8.2010 | 12:01
Þung spor
"Erlent lán sem nú stendur í 1,8 milljörðum króna gjaldféll á Reykjanesbæ í upphafi þessa mánaðar og bærinn hefur ekki greitt lánið."
Þetta er skelfileg staða hjá Reykjanesbæ og ég sé að hér á blogginu keppast menn um að finna sökudólga. Þeir eru vafalítið nokkrir. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar, ríkisstjórnin, Alþingi og bankahrunið svo eitthvað sé nefnt. Af sjónarhóli venjulegs leikmanns er þetta Helguvíkurmál ekkert annað en eintóm hringavitleysa og er ákaflega skýrt dæmi um slæma stjórnsýslu allra sem að því hafa komið.
Svo held ég að fjárhagsvandi nágranna minna sé sprottinn af mörgu fleiru en þessu Helguvíkur hringli.
Ríkið bjargaði einkareknu bönkunum fyrir horn og nú mun ríkið þurfa að bjarga hinni einlitu bæjarstjórn í Reykjanesbæ á sama hátt. Varla gera bankarnir það.
Þau verða þung sporin upp tröppur Stjórnarráðsins fyrir Árna Sigfússon þegar hann biður Vinstri stjórnina um fjárhagsaðstoð.
Á hann nokkurn annan kost?
Rukkaður um 1,8 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fellur hratt á þá kenningu Sjallana að engir kunni með fé að fara nema þeir. Þegar bæjarfélög framkvæma og reka sig árum saman með lánsfé getur ekki annað en illa farið. En auðvitað verður okkur sagt að þetta sé ríkisstjórninni að kenna þótt skuldir Reykjanesbæjar hafi allar orðið til fyrir daga hennar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 13:50
"Það fellur hratt á þá kenningu Sjallana að engir kunni með fé að fara nema þeir."
Hafa þeir nokkuð verið að viðra þá kenningu nýlega, blessaðir?
Björn Birgisson, 30.8.2010 kl. 14:33
Átti ríkisstjórnin ekki að skera Íhaldið í Reykjanesbæ niður úr snörunni með Helguvík, svo þeir gætu enn um hríð útlistað fjármálasnilld sína. Það eru ekki nema nokkrar vikur síðan kjósendur endurnýjuðu umboð Íhaldsins í Reykjanesbæ út á þá sömu fjármála- og stjórnunarsnilld.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.8.2010 kl. 16:22
Sælir eins og ég hef oft bent á þá erum við gjaldþrota þjóð! Ráðamenn og stjórnendur eiga bara eftir að viðurkenna það, að taka lán til að borga lán og síðan taka lán til að borga það lán og koll af kolli endar með stóru gjaldþroti!
Sigurður Haraldsson, 30.8.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.