31.8.2010 | 11:32
Stríðsleikur í lofti
"Flugsveit frá bandaríska flughernum sinnir loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá 6. 24. september."
Á ekki að hríslast um mann einhver notaleg öryggiskennd við lestur svona fréttar? Loftrýmið (undarlegt orð) vel varið fyrir ímynduðum óvinum og landið öruggt sem aldrei fyrr.
Auðvitað er þetta bara hlægileg vitleysa og algjör sóun á fjármagni, sem til dæmis mætti nota til aðstoðar fólkinu á flóðasvæðunum í Pakistan eða til annarra þarfra verka.
Bandarískar herþotur á friðsælum stöðum eins og Akureyri og Egilsstöðum.
Hljómar afar illa.
Þetta er ljóta vitleysan og það sem verra er, í boði íslenskra stjórnvalda, hvað sem það þýðir nákvæmlega.
Bandaríkjaher sinnir loftrýmisgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér þætti gaman að heyra í þér hljóðið þegar önnur landsambönd ráðast á vesturríkin vegna þess hversu illa lofthelgin hefur verið varin vegna manna eins og þér.
Siggi (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 12:01
Úps!
Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 12:09
Siggi, vá er ástandið virkilega svona alvarlegt? Hvaða ríki hefur allra ríkja mest stundað árásarhernað á önnur undanfarna tvo, þrjá, áratugi, veistu það?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.8.2010 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.