31.8.2010 | 20:29
Ólafur biskup og Fálkaorðurnar fjórar
Ég skrifaði fyrir nokkrum dögum pistil um Herra Ólaf Skúlason og Fálkaorðurnar hans fjórar og hét lesendum því að ég mundi reyna að grafast fyrir um hver, eða hverjir, mæltu með því að biskupinn sálugi fengi allar þessar orður lýðveldisins Íslands. Hér koma glefsur úr þeirri færslu.
Herra Ólafur Skúlason, fyrrum biskup, en meintur kynferðisafbrotamaður, hefur með ýmsu móti undirstrikað þann dóm sem þjóðin fellir nú yfir honum. Eitt í þá veru er ásælni í endalausar viðurkenningar. Hann vissi vel að Fálkaorða Íslendinga var fimmskipt og metnaður hans til að hljóta allar fimm orðurnar, þrátt fyrir myrkrið sem hann lifði í og myrkrið sem hann olli öðrum, sýnir í raun ekki síður siðspilltan huga hans, en það sem hann gerði öðru fólki, að meðtalinni dóttur sinni.
Sumir eru þeirrar náttúru að þurfa að komast yfir allt.
Á síðunni www.forseti.is má lesa þetta um hlutverk Orðunefndar:
"Öllum er frjálst að tilnefna einstaklinga sem þeir telja verðuga orðuþega. Sérstök nefnd, orðunefnd, fjallar um tilnefningar til orðunnar og gerir tillögur til forseta um hverja skuli sæma henni. Nánari upplýsingar um starfsemi orðunefndar veitir orðuritari og hann veitir einnig viðtöku tillögum um orðuveitingar. Orðuritari er nú ávallt starfandi forsetaritari.
Tillögur með tilnefningum verða að berast með formlegum hætti, skriflegar og undirritaðar. Þar skal rekja æviatriði þess sem tilnefndur er og greina frá því starfi eða framlagi til samfélagsins sem talið er að sé þess eðlis að heiðra beri viðkomandi fyrir það með fálkaorðunni. Fleiri en einn geta undirritað tilnefningarbréf en aðalreglan er að undirskrift eins nægir. Orðunefnd berast á hverju ári um 80-100 tilnefningar. Við andlát þess er fálkaorðuna hefur hlotið ber erfingjum hans að skila orðuritara orðunni aftur."
Í beinu framhaldi af þessum texta spyr ég Orðunefndina, hér á opinberum vettvangi.
Spurningin er einföld. Hún er þessi:
Orðunefnd
Sóleyjargata 1
101 Reykjavík
Hver eða hverjir, og á hvaða tíma, mæltu með því að Herra Ólafur Skúlason, fyrrum biskup, hlyti fjórar af fimm mögulegum Fálkaorðum lýðveldisins Íslands?
Þessu ætti að vera auðvelt að svara og ég bíð svarsins spenntur.
Örnólfur Thorsson, orðuritari, hefur nú fengið þessa spurningu í hendur í gegn um tölvupóst.
Hafa ekki allir fulla trú á að hann svari spurningu minni?
PS. Taktu þátt í nýrri könnun hér til vinstri!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kópípeistað "Orðustigin eru nú fimm:
Fyrsta stig orðunnar er riddarakrossinn og flestir orðuþegar eru sæmdir honum. Annað stigið er stórriddarakross, síðan stórriddarakross með stjörnu og loks stórkross. Æðsta stig orðunnar er keðja ásamt stórkrossstjörnu en hana bera einungis þjóðhöfðingjar. Gefist tilefni til getur orðunefnd hækkað einstakling um orðustig."
Mér finnst Fálkaorðan hafa sett niður,við þessar orðuveitingar til embættismanna og hátttsettra ríkisstarfsmanna sem unnu bara sína vinnu eins og flestir gera.Innan um eru orðuveitingar til fólks sem hefur skarað framúr.Þó það nú væri.
Hörður Halldórsson, 31.8.2010 kl. 20:54
Á ensku er sagt um menn sem hafa fulla sjón á báðum augum að þeir hafi "20/20 vision" og helgast víst af því að þeir standa í 20 feta fjarlægð frá prófunarspjaldi augnlæknisins og sjá eðlilega.
Orðheppinn maður komst svo að orði að menn hefðu fulla sjón á báðum augum þegar þeir skoðuðu fortíðina (Hindsight is always 20/20) og gætu dæmt menn og málefni af mikilli hörku.
Flosi Kristjánsson, 31.8.2010 kl. 20:55
Flosi, þetta innlegg þitt er nánast óskiljanlegt og þú hleypur ekkert frá því. Ert þú í biskupaliðinu eða telur þú þig vera alvöru mann? Enginn getur verið í báðum liðum.
Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 21:02
Hörður Halldórsson, fyllilega sammála þér.
Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 21:05
Er ekki hægt að bræða þessar fálka-orður klerksins saman í einn klump og leggja svo þetta drasl í einhvern söfnunar-sjóð fyrir misnotaða einstaklinga í þjóðfélagi biskupa og annarra misnotaðra?
Hvað er kirkjan allt í einu að væla núna?
þegar tilgangur þess að endurvekja kirkjuna er að vernda starfs-stöður presta?
Hvar var hugsjón kirkjunnar presta þegar verið var að misnota fólk?
það hefur ekki ennþá neinn karlmaður þorað að stíga fram vegna misnotkunar presta? Ég hvet þá til að segja frá líka og ekki er nokkur skömm að því!
Hommar og lespíur hafa alltaf verið til!
Og trúar-embættis-misnotkunar-menn hafa svo sannarlega alltaf verið til líka!
Hommar og lespíur fengu ekki að vera til, vegna þess að það passaði ekki inn í trúar og kirkju-fræði!
Enn ein svik embættanna, prestanna og biskupanna í þessum fræðum? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.8.2010 kl. 22:12
Takk fyrir þetta, Anna Sigríður, langar að tjá mig um þetta ágæta innlegg. Sleppi því að sinni. Látum það bara liggja í loftinu fyrir lesendur. Takk!
Björn Birgisson, 31.8.2010 kl. 22:34
Guð er peningur.. hann hefur alltaf verið peningur og mun alltaf vera peningur... Enginn peningur = Enginn guð
Í hvert skipti sem þið borgið í trúarbrögð þá eruð þið að færa viðkomandi presti/trúboða Álkuorðu.... á ykkar kostnað náttlega
Trúið þið mér ekki
http://www.dv.is/frettir/2010/8/31/verid-afram-i-kirkjunni-vegna-peninganna/
DoctorE (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.