3.9.2010 | 16:03
Stjórnmálamenn í hnotskurn
Það er ekki úr vegi, nú þegar pólitíkin er að vakna eftir sumardvalann, að líta á nokkur gullkorn sem sögð hafa verið um stjórnmálamenn heimsins.
Stjórnmálamaður er sá sem heldur trúnaði fólks við sig með því að beina reiði þess að öðrum. - Ók. höf.
Stjórnmál eru alltof alvarleg mál til þess að stjórnmálamönnum einum sé trúandi fyrir þeim. - De Gaulle
Í stjórnmálum verður sannleikurinn að bíða uns einhver þarf á honum að halda. - Björnstjerne Björnsson
Kjóstu þann sem fæstu lofar, hann svíkur minnst. - R.W. Emerson
Íhaldsmaður er maður sem stendur föstum fótum í lausu lofti. - Franklin D. Roosevelt
Það er mannlegt að skjátlast. En að skjátlast og kenna öðrum um það. Það eru stjórnmál. - Ók. höf.
Vísindamennirnir leggja hart að sér til að gera hið ómögulega mögulegt. Stjórnmálamennirnir leggja hart að sér til að gera hið mögulega ómögulegt. - Bertrand Russell
Stjórnmálamaður er eins og kvikasilfur. Reynir þú að góma hann kemstu að raun um að það er ekkert undir gómunum. - A.O. Malley
Þegar stjórnmálamaður segir "við erum á sama báti" skaltu vara þig. Það þýðir að hann ætlar að taka að sér skipsstjórnina og þú verður að róa. - Johannes Hohlenberg
Raunverulegt viðfangsefni stjórnmálamanna er að gera kjósendur ánægða, án þess að uppfylla óskir þeirra. - Ók. höf.
Minnihlutinn kann að hafa rétt fyrir sér, en meirihlutinn hefur ævinlega rangt fyrir sér. - Henrik Ibsen
Íhaldssamur maður er maður sem situr og hugsar, situr aðallega. - Woodrow Wilson
Ég býð andstæðingum mínum samning. Ef þeir hætta að segja ósannindi um okkur skulum við hætta að segja sannleikann um þá. - Adlai Stevenson
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.