Kynskiptaaðgerð ráðherra

„Í tæpt ár hafa verið jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni og var það í fyrsta sinn í sögu landsins."

Sú skipan mála var auðvitað ánægjuleg, en skiptir svo sem engu höfuðmáli. Aðal atriðið er að velja hæfasta fólkið hverju sinni til að stjórna landinu.

Til þessa hafa ráðherrarnir verið sex hjá hvorum flokki og því tiltölulega auðvelt að huga að jafnræði kynjanna. Nú eru þeir fimm hjá hvorum flokki og því lífsins ómögulegt að gæta jafnræðis, nema því aðeins að semja um það á milli flokkanna.

Skipan ráðherra er í höndum formanna flokkanna og annar flokkurinn getur ómögulega farið að skipta sér af vali hins.

Hvað hefði Femínistafélagið sagt ef hlutfallið væri 6:4 konum í hag?

Ef þessi jafnræðisregla er mikilvægust af öllu nú má alltaf senda Guðbjart eða Ögmund í kynskiptaaðgerð eins og Vala sæta fór í!

Hvort hljómar betur?

Ögmundína Jónasdóttir eða Guðbjört Hannesdóttir?


mbl.is Femínistar harma kynjamisrétti í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvort ætli Vala hefði verið, eða sé hæfari sem ráðherraefni fyrir eða eftir brottnám......hum.....æ þú veist Björn?

Femínistafélagið hefði ekki séð ástæðu til að álykta um það sérstaklega ef hallaði á karla í ríkisstjórninni, enda væri það jákvæður halli, þetta átt þú að vita Björn.

Allir vita að konur eru skynsamari en menn, því líst mér miklu betur á hana Ögmundínu, hún yrði að sjálfsögðu miklu skynsamari en Ögmundur. Það er engin ástæða til að auka neitt skynsemi Guðbjarts, hann er ágætur eins og hann er.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég vil bæta því við að við ættum að gera konu að fjármálaráðherra, þá yrði jákvæður halli á ríkissjóði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2010 kl. 18:02

3 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, takk fyrir þessi ágætu og skondnu innlegg!

Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband