4.9.2010 | 20:42
Auðvitað borgar Valhöll brúsann
"Aðildarfélög Samfylkingarinnar funduðu í dag undir yfirskriftinni Naflaskoðunin í Samfylkingunni, en frummælandi var Jón Baldvin Hannibalsson. Jón fór vítt yfir sviðið og ræddi meðal annars um Icesave málið, sem hann segir alfarið á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og stakk upp á að reikningurinn yrði sendur í Valhöll. Hann beindi þó einnig sjónum sínum að viðbrögðum þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.
"Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hefur reynt að fara samningaleið í þessu máli í framhaldi af því sem fyrri ríkisstjórn var búin að skuldbinda sig til, en tekist alveg með endemum óhönduglega" segir Jón Baldvin á visi.is.
Þegar vanbúin Svavarsnefndin var send yfir hafið varð ég æfur og margtuggði á blogginu mínu að þetta útspil væri eitthvert það mest vanhugsaða og heimskulegasta pólitíska útspil á öllum lýðveldistímanum.
Að ríkisstjórnin skyldi voga sér að ætla að semja um þetta mál, án nokkurrar aðkomu þeirra sem áttu alla sök á því hvernig til tókst! Skilja bara sökudólgana alla eftir glottandi heima!
Þetta útspil ríkisstjórnarinnar var svo vanhugsað frá upphafi að undrun vekur.
Auðvitað átti að leita eftir breiðri samstöðu hér heima áður en haldið var í þennan hættulega leiðangur.
Eftir mikið japl, jaml og fuður tókst að útvíkka samninganefndina, sem betur fór, en hún mun aldrei semja um hvorki eitt né neitt.
Dómstólum verður gert að útdeila réttlætinu í þessu arma skítamáli.
En sammála er ég Jóni Baldvini um að réttast væri að senda þennan reikning í Valhöll!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverjju Björn? getur þú komið með rökstuðning fyrir því hvers vegna? og þá meina ég annann en það síendurtekna bull um að Sjálfstæðismenn séu ábyrgir fyrir hruninu þar sem að þeir voru við stjórnvöld á þeim tímapunkti sem hrunið varð?
Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 21:53
Sjálfstæðismenn vildu gefa allt frjálst og selja bankana. Gerðu það með afleiðingum sem liggja fyrir. Seldu allt frá þjóðinni, til að mynda símann sem aldrei skyldi verið hafa.
Auðvitað er það bara barnaskapur að kenna þeim einum um allt sem aflaga hefur farið. En þeirra þáttur er stærri en annarra íslenskra flokka, hvort sem þér líkar það betur eða verr, minn kæri Guðmundur. Sættu þig við það og taktu þátt í afsökunarbeiðni þíns flokks til þjóðarinnar - komi hún þá nokkurn tímann fram!
Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 22:07
Rétt er það hjá þér Björn að þeir voru duglegir við einkavæðinguna, en það er alls ekki rétt að þeir hafi átt stærstan þáttinn í því, það voru Framsóknarmenn undir forystu þeirra Finns og Halldórs og þeirra mafíu sem voru aðalkarlarnir í þessum svikum við þjóðina!!!
Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 22:24
Framsóknarmenn? Hafðu þetta eins og þú vilt og settu bara í brúnan bréfpoka, 10 stykki í einu! Þú þarft ekki marga poka til þess!
Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 22:38
Ég ráðlegg þér að kíkja á alþingisvefinn og grafa það upp, hverjir á þingi samþykktu sölu bankanna.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.9.2010 kl. 22:41
Jón steinar, þakka þér þín ráð, en á þeim þarf ég ekki að halda.
Björn Birgisson, 4.9.2010 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.