Reglur og málfrelsið á Moggablogginu

Þegar reglur eru settar þarf oft að rata hina vandrötuðu leið meðalhófsins. Einhverja línu verður að draga og síðan geta menn velt vöngum um hvar hún skuli liggja. Okkur sem hér skrifum, sem gestir í boði Morgunblaðsins, er meðal annars gert að fylgja eftirfarandi reglum:

"Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Notandi samþykkir sérstaklega að miðla ekki háði, rógi, smánun, ógnun eða ráðast á mann eða hóp manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, í samræmi við ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940."

Þetta eru skýrar reglur, en afar strangar. Línan er þannig dregin að mjög erfitt er að fjalla um viðkvæm mál án þess að vera kominn á skjön við eitthvað af ofantöldu. Því er hætt við að allt bit fari úr skrifum margra og eftir sitji einhver froða, í stað hárbeittra skrifa. Viss er ég um að langflestir Moggabloggarar hafi margoft misstigið sig í þeim línudansi sem reglurnar bjóða upp á. Sumir fengið bágt fyrir, aðrir sloppið, kannski allt eftir eðli "brotanna".

Þessar reglur hefta málfrelsið um of að mínu mati og ég er vissulega ekki einn um þá skoðun. Stjórnendur hér mættu gjarnan hugleiða breytingar. Þeirra er valdið hér inni og það verður ekkert dregið í efa.

Hvernig á bloggari að fjalla um þær skelfilegu fréttir sem reglulega berast af Talibönum, án þess að brjóta þessar reglur?

Hvernig á bloggari að fjalla um þær fornaldaraftökur, sem enn tíðkast í nokkrum löndum, með grýtingu kvenna til bana, að undangengnum 99 vandarhöggum, án þess að brjóta reglurnar?

Svo nefnd séu aðeins tvö dæmi af fjölmörgum.

Það er ekkert unnið við að Moggabloggarar hljómi eins og steingeldir fréttamiðlar, sem aldrei mega taka skýra afstöðu til eins eða neins.

Bloggarar eru ekki blaðamenn.

Þeir skrifa flestir frá hjartanu og eru flestir með hjartað á réttum stað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa trúarbrögð eitthvað með illsku mannsins að gera. Eru ekki einhvers konar talibanar til í flestum löndum og gera hverjir óhæfuverki í nafni trúar sinnar. Minni til dæmis á Ísralesher í því sambandi og rauðu Khmerana og fleiri.

Á að banna kirkjur þó einn biskup sé graðari en góðu hófi gegnir.

(Ekki skilja sem svo að ég sé hlynntur moskum út um allt. Ég er það alls ekki. Það verður hver að hafa sinn sið í sínum heimalöndum. Innrás muslima minnir um margt á krossferðirnar til forna en múlsimar fara bara fínna í það að koma sér áfram og ætla sér aldir til verksins.)

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, takk fyrir þetta.

"Innrás muslima minnir um margt á krossferðirnar til forna en múlsimar fara bara fínna í það að koma sér áfram og ætla sér aldir til verksins."

Þú ert ekki einn um þessa skoðun.

Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 17:55

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Fékkstu á þig tímabundna lokun frá æðsta valdi Hádegismóa, Björn ?

hilmar jónsson, 5.9.2010 kl. 21:41

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ég braut hluta af reglum sem hér gilda og fékk á mig tímabundna lokun í fyrsta sinn frá umsjónarmanni mbl.is. Við vorum snöggir að kippa því í liðinn, enda vill hvorugur af hinum sjá!

Skrifum mínum henti ég í það klósett sem þeim bar að vera í.

Ég gerðist líklega um of dómharður (miðað við reglurnar) í orðum í garð muslima, þegar ég las um væntanleg örlög konunnar, sem átti að kaghýða og síðan grýta til bana í tilteknu fyrirmyndarríki í heimi muslimanna.

Einnig lá mér ekki gott orð til vina okkar, og mannvinanna sem allir þekkja, Talibananna í Afganistan.

Hér eftir mun ég reyna eftir fremsta megni að skrifa fallega um dráp þessa fólks á fólki sem á ekki skilið að fá að lifa!

Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 21:59

5 Smámynd: hilmar  jónsson

það er óneitanlega sértök forgagngsröðun hjá þeim moggamönnum þegar lokun bloggs kemur til álita, og þeim liggur greinilega ansi misjafn hugur til bloggara, svona eftir því hvar þeir staðsetja í skoðunum gagnvart hrunhirðinni.

Sumum leyfist að hvetja til ofbeldisverka á Íslenskum stjórnmálamönnum, en það er auðvitað smámunir við hlið þess að gagnrýna trúarofstæki..

hilmar jónsson, 5.9.2010 kl. 22:20

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ég get ekki tekið undir allt sem þú sagðir. Ég hef látið margt flakka hér sem er andstætt Mogganum og hans heittelskaða Sjálfstæðisflokki og aldrei fengið bágt fyrir.

Hins vegar varð ég í gærkvöldi orðljótur í garð muslima og alls þess elskulega fólks, að meðtöldum drápum réttdræpra, sem þeir standa fyrir, í nafni trúar sinnar. Þá fékk ég lítillega á baukinn. Átti það svo sannarlega skilið.

Það sem þú vitnar til í síðustu setningunni þinni, þekkja allir hér. Eftir ótrúlegt langlundargeð mbl.is er kauðinn sá utangarðs, sem ég fagna ekkert sérstaklega. Sem sekur, en uppreistur maður, mundi ég fagna honum hingað inn, að slepptu því ljótasta sem honum dettur í hug að skrifa.

Þetta var smá uppákoma í morgun. Hver eða hverjir skyldu hafa klagað? Muslimar á Íslandi? Ósennilega. Þjóðkirkjumenn? Ósennilega. Kaþólikkar á Íslandi?

Hvað veit maður um innræti helgra manna og söfnuða?

Björn Birgisson, 6.9.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband