Heim í hérað aftur

Jæja, nú verður boðið upp í dans á nýjan leik á morgun eftir stutt sumarfrí dómstólanna. Gengislánin verða viðfangsefni hinna kuflklæddu dómara, sem flestir eru skipaðir af Sjálfstæðisflokknum, eða dómsmálaráðherrum þess flokks.

"Mál sem varðar bílalán sem gengistryggt var með ólögmætum hætti, svokallað myntkörfulán, og Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í að lánsféð skyldi bera óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands í stað samningsvaxta verður flutt fyrir Hæstarétti klukkan níu í fyrramálið." segir mbl.is

Hæstiréttur klárar þetta mál ekki í þessari umferð. Hann vísar málinu aftur heim í hérað með þeim rökum að það sé ekki dómstóla landsins að ákvarða vexti í frjálsum viðskiptum banka, annarra lánastofnana og viðskiptavina þeirra.

Þeir sem bíða niðurstöðu Hæstaréttar skulu búa sig undir langa bið.


mbl.is Myntkarfan fyrir dóm á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenskir dómarar eru eiginlega óhæfir að dæma í þessu máli eftir öll ummæli ráðamanna og seðlabankans þar sem beinlínis er búið að gefa í skin hvernig á að dæma.

Mjög ólýræðislegt að menn með svona völd hafi yfir höfuð tjáð sig um hvernig þeir vilji að dómurinn falli

Geir (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

......... og hvernig dæmir Hæstiréttur, Geir?

Björn Birgisson, 5.9.2010 kl. 22:54

3 identicon

Ég held að hann vísi málinu frá eins og þú seigir en ef svo ólíklega vill til að dómur falli þá verður hann eins og það er búið að gefa í skin að hann eigi að vera, lægstu vexti seðlabankans verði settir á lánin. Sem er allt í lagi ef Hæstiréttur hefði fengið frið í að komast sjálfir að þeirri niðurstöðu.

Geir (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 23:03

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

... þetta hlýtur að snúast um það hver eigi að taka áhættuna á breytilegu gengi, bankinn eða lántakandur. Annars er þessi dómur og allt sem hefur með íslenska gengistryggingu að gera, vexti og annað síðustu 30 ár, tóm svik sem eru byggð á grynnhyggni og einfaldleika íslendinga. Ég geri bara ráð fyrir því að staðreyndir tali og að við séum þess vegna heimskasta þjóð á jörðinni.

Aðal "verðmætasköpun" hins vestræna heims byggir á því í dag að græða peninga á peningum! Á Íslandi er þetta hinn stóri efnahagslegi "sannleikur". Svona hagfræðinga trúarbrögð.Byggð á Guði sem er örugglega nógu langt í burtu til að engin getur skilið hann.

Þegar "seðlar eru prentaðir" eins og vaxtastefnan á Íslandi hefur raunverulega alltaf verið, verða öll efnahagskerfi eins og pýramidaspil og flestir kunna það spil. Og samt er það bannað. Þegar spilið er spilað í flókari útfærslu, hættir fólk að nenna að skilja spilið og þá er það leyft?? hHagfræðingar "útskýra" síðan þvæluna þangað til engin skilur lengur hvað hver segir, hvað hver meinti og allir hafa gleymt niðurstöðunni, ef hún var þú nokkur.

Þegar Kalli okurlánari, brýtur lögin og upp kemst að hann hafi þénað hundrað þúsund, er það sekt eða fangelsi. Ef einhver gerir nákvæmlega það sama og þénar milljarða, og allir hafa vitað af því allan tímann,  sem áttu að sjá um að svona gæti ekki skéð, þá er bara sagt: "Sorry é gleymdisu"....og málið er dautt. Og allir ánægðir. "hæstréttur sagðida" og vitið á eyjunni nær ekki hærra.

þetta er ekkert ósvipað og þegar kona er grýtt fyrir hugsanlegt framhjáhald hjá aröbum. "Hryllilegt" að vita þetta segja menn alveg hneykslaðir. Sömu menn eru "grýttir" af bönkunum og það er næstum eðlilegt. Efnahagsbiblía Íslendinga er eins og kóran araba sem verður þess valdandi að heilbrigð skynsemi í landinu endar á þjóðmynjasafninu innan um hinar beinagrindurnar. Enda ekki nothæft í nýja sýsteminu. 

Allt er eiginlega leyfilegt ef maður gerir það bara nógu flókið, svo lögfræðingar geti fengið að sýna kjaftæðis "acrobatikina" sína. Þetta er svo sorglega heimskt að það er með ólíkindum...allt efnahagskerfi íslendingar er eins og asía með ódýran vinnukraft....

Bankarnir keppast um flottustu "seðlaprentvélinna" enn af því að það sem er prentað lítur ekki út eins og seðlar halda allir að allir séu að græða. Þessi heimska er svo vel úr garði gerð að það þarf háskólaþjálfun til þess að geta framkvæmt þetta.

útrásarvíkingarnir breyttust í innrásarvíkinga...eða voru innrásarvíkingar að störfum allan tíman og notuðu ergelsið út í útrásarvíkinganna til að afvegaleiða þursanna (lántakendur) í landinu meðan þeir voru að ræna bankanna og fjármálasýstemið?? Já, einhvernvegin svona var þetta. Svo kemur fólk sem er þjálfað sem fótaþurkur (gamla nafnið yfir kurteisi) og vill endilega hafa þetta sýstem áfram.

Hæstiréttur dæmir síðan hvort eigi að borga ránið með korti eða cash. Að fólk eigi að arðræna er fyrir löngu búið að sætta sig við, kenna íslenskum kjánum á öllum aldri að það er bara jákvætt, alveg eðlilegt og sjálfsagt mál. Sá kafli í þjálfuninni er kláraður fyrir löngu. 

Ég sagði þetta einum í heita pottinum í vesturbæjarlauginni, sem var að kvarta yfir því að hann væri að verða gjaldþrota vegna lána sinna. Og hvað sagði hann síðan þegar ég hafði útskýrt þetta allt fyrir honum? Hann sagði:  "Ég held það spái rigningu á morgon!"... Svona fólk á bara að fá hækkaða skatta, hækkaða vexti og lækkuð launin sín þangað til það vaknar....

Óskar Arnórsson, 5.9.2010 kl. 23:28

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Málið fer ekki aftur heim í hérað. Samningsvextir munu verða látnir standa eins og stefndi fór fram á í héraði enda getur neytandi krafist slíks sbr. 36.gr.c. í samningalögum. Þetta er liður sem settur var inn til að uppfylla ákvæði ESB-tilskipunar um neytendavernd. Samkvæmt honum má ekki breyta samningi með tilliti til síðari tíma atvika verði það neytanda í óhag. Allir aðrir vextir en samningsvextir, þ.m.t. óverðtryggðir, myndu verða neytanda í óhag á þessum tímapunkti.

Erlingur Alfreð Jónsson, 6.9.2010 kl. 01:00

6 identicon

Ég get ekki verið sammála því að hæstiréttur sendi þennan dóm aftur heim í hérað, það er mikil pressa á að þetta mál verði klárað og það verður klárað þarna............svo lengi sem niðurstaðan verður sú sem ég held hún verði! 

Ég sé enga sanngirni í því að ef ég stofna fyrirtæki að ég geti selt vöru sem er ólögleg en samt þegar tekið er á því þá sleppi ég svo lengi sem ég gefi þeim góðan afslátt en ekki endurgreiðslu vörunnar og tek vöruna til baka!

Ég er að sammála Geir í 1. færslu hans hér, íslenskir dómarar eru óhæfir að mér finnst í þessu máli og ég held að þetta mál endi hjá Mannréttindadómstól Evrópu.  Ég fyrir mitt leyti fjárfesti með erlendu láni og hef tapað milljónum á því.  Hefði ég tekið lán í ISK á 18% vöxtum til að reyna að græða á vaxtamun á sama tíma???  Aldrei......enda ekki hægt!  Ef þessi VARA, sem er ekki lögleg, hefði ekki verið í boði þá þýðir það að ég hefði EKKI tapað milljónum og væri í töluvert skárri málum! 

Ég get aldrei sætt mig við það að ég sé blindaður af því að eiga gróðravon á því að kaupa vöru sem er svo ólögleg og á meðan bankarnir veðja á móti krónunni til þess að reyna að græða meira. 

Sú umræða sem hefur farið fram að ef þetta dæmist þannig að upphaflegt gengi eigi að ráða og vextir sem voru samdir um í upphafi ráði höfðustól séu ósanngjarnir og lendi á þjóðinni finnst mér ósanngjörn umræða!  Ég dæmi þetta sem hryðjuverk hjá bönkunum, þjóðin var rænd og það þarf að taka á því.  Hirða allar eignir þessa lýðs sem átti þarna hlut að máli og fangelsa þetta lið! 

Ég tala alls ekki af hlutleysi í þessu þar sem ég hef "hag" ef hag mætti kalla......væri sennilega réttara að segja að ég horfi bara í sanngirni þessa máls þar sem ég var rændur og það er vitað hver rændi mig....hver bætir þá tjónið?  TM?  ;o)

Gunnar Már (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 11:43

7 identicon

"Viðbrögð undirbúin við dómi"   segir á textavarpinu og það á síðu við hæfi, nr 112...neyðarnúmerinu okkar.   Þar segir ennfrekar:   "Í efnahags- og viðskiptaráðuneyti er nú unnið að vibrögðum við dómi Hæstaréttar í gengislánamálinu.  Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra segir alveg ljóst að það þurfi að grípa til lagasetningar í kjölfar dómsins. Eins og fram hefur komið þá er talið að dómur Hæstaréttar, þegar hann liggur fyrir, geti haft fordæmisgildi fyrir alla gengistryggða lánasamninga."

Er kannski e-r sérstök ástæða að Árni Páll hefur verið settur sem efnahags- og viðskiptaráðherra?  Er þegar búið að ákveða að fórna honum og hann á að taka leiðinlegu ákvarðanirnar??  Hvaða lagasetningar er þörf á þegar búið er að ákvarða um ólögmæti lána sem Samtök fjármálafyrirtækja vissu að væru ólögleg eftir setningu vaxtalaga nr. 38/2001.  Samtökin báðu sérstaklega um að tekið yrði út ákvæði um gengistryggingu sem var ekki gert en samt var lánað hægri vinstri!!  Sekt fjármálafyrirtækjanna er ótvíræð.

Hendi hér inn grein frá Marinó G Njálssyni sem er stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna og mikill baráttumaður greinilega fyrir sanngirni til handa heimilunum.  Flottur náungi! 

http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/1068934/ 

Gunnar Már (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband