7.9.2010 | 15:28
Rakinn dónaskapur
"Með því að þiggja boðið er ég að leggja blessun yfir hjónaband samkynhneigðra sem gengur gegn stefnu Miðflokksins" sagði hinn kristilegi Jenis av Rana.
Hvað skyldu þeir vera margir þjóðfélagshóparnir sem kauðinn sá getur ekki snætt með? Gæti hann snætt með muslimum? Gæti hann snætt með föngum? Gæti hann snætt með vændiskonum?
Ótrúlegt að heyra svona á árinu 2010. Það er ég alveg handviss um að þessi ótrúlegi afturhaldsseggur hefur margoft setið til borðs, til dæmis á veitingastöðum, með samkynhneigt fólk í grennd við sig, vitandi af því eða ekki, en algjörlega án þess að verða meint af matnum! Þvílíkur hræsnari.
Ég sé að einhverjir skrifarar eru að hæla þessum manni fyrir þann kjark að standa svona fast á skoðun sinni. Þetta er enginn kjarkur heldur fullkominn heigulsháttur og dónaskapur við hina íslensku þjóð og Jóhönnu og Jónínu þó sérstaklega.
Hvernig dettur þessum manni í hug að nærvera hans leggi blessun yfir nokkurn skapaðan hlut?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er einhver munur á þessum þingmanni og
þingmanni klerkanna í Íran?
JSH (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 16:52
Já, það er alger grundvallarmunur á þeim, JSH. Í Íran drepa þeir samkynhneigða, jafnvel samkvæmt "lögum", en í Færeyjum amast þessi Kristilegi miðflokkur ekki við þeim.
Jón Valur Jensson, 7.9.2010 kl. 17:31
Var að koma úr búðinni og hvað sé ég? Ég er bara kominn með upplýsingafulltrúa og ritara! Ég geri heldur ráð fyrir að spurningunni hafi verið beint til mín!
Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 17:36
JSH, sameiginlegt eiga þeir að vera öfgamenn.
Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.