7.9.2010 | 19:51
Stóriðjan svamlar í hafinu
"Farið var yfir undirbúning stórframkvæmda í vegagerð á fundi forsvarsmanna lífeyrissjóða, samgönguráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Vegagerðarinnar í dag. Um er að ræða framkvæmdir fyrir 38 milljarða á næstu 5 árum."
Hér er gott mál á ferðinni. Tvennt er nú mikilvægara en annað. Að skapa fleiri störf og að afla meiri gjaldeyris.
Næsta stóriðja sem við eigum að ráðast í er svo borðliggjandi að undrun vekur hve lítið er rætt um hana. Hún kallar ekki á erlend lán á ruslflokksvöxtum og kjörum. Hún kallar ekki á flókið umhverfismat og tímafrekar deilur um það. Hún kallar nánast á eitt pennastrik í tilteknu ráðuneyti.
Næsta stóriðja okkar er þegar fyrir hendi ef við viljum og þorum.
Hún er fiskurinn í sjónum allt í kring um landið.
Mér er algjörlega óskiljanlegt að kvótinn í bolfiski skuli ekki hafa verið aukinn um 50-60 þúsund tonn á nýhöfnu kvótaári.
Milljarðar og aftur milljarðar svamla um innan 200 mílnanna okkar og ráðamenn bora bara í nefið að hætti Hafró!
Aukum kvótann duglega, ekki seinna en á morgun!
Framkvæmt fyrir 38 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Koma stoppstefnuflokknum úr ríkisstjórn sem virðist hafa það að meginmarkmiði sínu að bregða fæti fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu - við getum ekki skattað okkur úr þessu - við verðum að vaxa - það mun ekki geras meðan vg er í ríkisstjórn
Óðinn Þórisson, 7.9.2010 kl. 20:29
Óðinn, viltu að ég verði sammála innleggi þínu?
Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 20:34
Frjálsar handfæraveiðar var kosningaloforð samfylkingarinnar, lífeyrissjóðirnir ættu
frekar að lána fólkinu fé til bátakaupa.
Aðalsteinn Agnarsson, 7.9.2010 kl. 20:41
Aðalsteinn, bankarnir eru líka yfirfullir af peningum.
Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 21:01
Gott hjá þér Björn, þú reynir að opna augun á ríkisstjórninni.
Aðalsteinn Agnarsson, 7.9.2010 kl. 21:30
Aðalsteinn minn, orð mín hér hafa sömu vigt og loftið í 17. júni blöðrum barnanna okkar og barnabarna. En mér finnst gaman að tjá mig, þótt stundum skelli mótbárur á stafninn í logninu.
Björn Birgisson, 7.9.2010 kl. 22:13
Það getur ekki skipt miklu máli hvort þú sért sammála mér eða ekki - væntanlega ert þú það ekki -
Óðinn Þórisson, 8.9.2010 kl. 07:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.