Kjósendur sviknir

"Þráinn Bertelsson alþingismaður er genginn í Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og þingflokk hennar."

Þessi frétt kemur ekkert sérstaklega á óvart. Það hlýtur að vera hundfúlt að vera einn og einmana í þingflokki. Miklu skemmtilegra að tilheyra einhverju liði. Hélt kannski að Þráinn myndi halla sér að Framsókn.

Hins vegar munu þessi vistaskipti vekja upp um gamlar umræður um réttmæti svona flokkaflakks. Kjósendur Borgarahreyfingarinnar voru ekki að styðja VG í síðustu kosningum, en nú hefur þingstyrkur VG og ríkisstjórnarinnar aukist og kannski var það það síðasta sem þessir kjósendur vildu!

Undir þeim kringumstæðum að geta ekki unnið með flokknum sínum lengur, er að mínu mati eðlilegast að hinn óánægði stigi til hliðar og hleypi varamanni að.

Kjósendur Borgarahreyfingarinnar sitja eftir með sárt ennið, en VG glottir út í annað.


mbl.is Þráinn gengur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Er það ekki Borgarahreyfingarinnar að setja hann þá út, og kalla varamann inn...

Og þá væntanlega Þráins að gefa kost á sér innan VG í næstu kosningum ef hann á stuðning frá kjósendum enn að...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.9.2010 kl. 11:43

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ingibjörg, Þráinn er að fylgja settum reglum. Borgarahreyfingin getur ekkert gert í málinu, undarlegt sem það nú er.

Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 11:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er galli í kerfinu, þó við kjósum flokka en það eru einstaklingarnir sem hljóta kosninguna en ekki flokkurinn sem slíkur. Nú verða Vg 7 flokkar í stað 6 áður. Borgarahreyfingin á engan þingmann, þeir hafa allir farið fyrir borð, Þráinn í Vg og restin í Hreyfinguna.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 12:18

4 Smámynd: Björn Birgisson

Vissulega er þetta stór galli í kerfinu.

Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 12:58

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ef Þráinn verður lasinn, nú eða Hreyfingarþingmennirnir þrír, þá kemur upp skondin staða. Eru ekki varamenn þeirra enn í Borgarahreyfingunni, sem tæknilega séð á nú engan þingmann?

Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 16:49

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þá verða Vg og Hreyfingin að kalla til varamenn úr Borgarahreyfingunni, það er ljóst.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.9.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband