8.9.2010 | 12:34
Skammarlegur Sigurður Kári
"Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, velti því fyrir sér á Alþingi í dag hvort Þráinn Bertelsson, sem nú er genginn í þingflokk Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, muni tilheyra órólegu deildinni í flokknum eða þeim armi sem sé orðinn uppiskroppa með loforð til að svíkja."
Þessi ummæli eru hreint og klárt skólabókardæmi um það þvaður og blaður sem stöðugt dregur virðingu Alþingis neðar og neðar í svaðið.
Maður sem svona talar á nákvæmlega ekkert erindi á Alþingi.
Til að bíta höfuðið af eigin skömm sendir Sigurður Þráni svo samúðarkveðjur vegna vistaskiptanna.
Ærlegir málefnalegir menn hefðu þvert á móti óskað honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Það vantar mikið á að þessi þingmaður sé boðlegur.
Verður Þráinn í órólegu deildinni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Allir starfandi þingmenn á Hrundag eiga að pakka niður
Krafan er ósköp eðlileg og sanngjörn - 100% endurnýjun.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 13:55
Ég hef trú á því að Þráinn henti þar best sem flónin eru flest. Það er svo athugunar efni hvort það er ærlegt að stela sér atkvæðum með því að láta kjósa sig undir ákveðnum formerkjum og fara svo með þau inn í annan flokk. Sá sem svo gerir æti að vera atkvæða laus þar til hann hefur verið kosin af viðkomandi flokki.
Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2010 kl. 14:02
Hrólfur, þetta er meingallað kerfi. Auðvitað átti Þráinn að víkja, fyrst hann gat ekki unnið með flokksfélögum sínum.
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 14:12
Hvaða fólk inni á alþingi er að hugsa um þjóðarhag ?
Aðalsteinn Agnarsson, 8.9.2010 kl. 15:35
Sem flestir vonandi. Er það ekki?
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 15:44
Þráinn Bertelsson líkt og aðrir alþingismenn fer með umboð þeirra sem greiddu honum atkvæði. Því miður hefur það pólitíska siðleysi þróast að alþingismenn taki sér vald til að hafna umbjóðendum sínum og hljóta þá að líta svo á að vald þeirra sé komið frá æðri máttarvöldum, t.d. Guði?
Sá sem treystir sér ekki til að vinna í umboði fólksins á auðvitað að skila umboði sínu og þá tekur sá við umboðinu sem næstur er í röð.
Einfalt: Svo ótrúlega einfalt.
Árni Gunnarsson, 8.9.2010 kl. 18:01
Árni, ég kom aðeins inn á þetta í færslunni hér á undan, Kjósendur sviknir heitir hún. Þetta kerfi er ótrúlega meingallað eins og þú bendir réttilega á.
Björn Birgisson, 8.9.2010 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.