11.9.2010 | 20:54
11. september er dagur muslima og Framsóknar
Í dag er 11. september um allan heim og víða minnast menn með hryllingi árásar muslimanna á Tvíbura turnana í New York. Hins vegar má gera ráð fyrir því að víða um hinn múslimska heim sé nánast litið á þennan dag sem ígildi þjóðhátíðardags.
Á Íslandi öllu er 11. september í allan dag. Fram er komin þingsályktunartillaga um að stefna fjórum fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdóm vegna vanrækslu og spillingar. Í þeim hópi er enginn framsóknarmaður og framsóknarmenn vilja ganga lengst í að ákæra fulltrúa annarra flokka. Þeir vilja sjá blóð óvinanna fljóta um strætin að hætti krossfaranna, sem að eigin sögn voru svo blíðir og góðir, en bestir þó í að slátra saklausu fólki.
Dettur einhverjum í hug orðið hræsni?
Ég slæ því föstu hér að eftirleiðis verði 11. september ígildi þjóðhátíðardags hjá einum spilltasta stjórnmálaflokki lýðveldisins að margra mati.
11. september er dagurinn sem Framsóknarflokkurinn slapp við borðliggjandi ákærur vegna spillingarmála og tókst meira að segja að sparka duglega í gamla samverkamenn í spillingunni í leiðinni. Geri aðrir betur! Þetta er bara snilld!
Snilldin sú byggist raunar á fyrningarreglum sem gilda um ráðherraábyrgð.
X B - X 11. september - X B
Halló, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir, hvar eruð þið?
Ef þið eruð að lesa þetta, þá endilega gefið ykkur fram við formann Landsdómsins.
Ekki traustvekjandi tillaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrningarfrestur á ráðherraábyrgð er 3 ár, því verður ekki lengra aftur farið. Hverjir ákváðu slíkan fyrningartíma? Getur verið að það hafi verið þeir sömu og gerðu bönkunum kleift að elta smáskuldara og gjaldþrota menn ævina á enda og jafnvel út fyrir gröf og dauða?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.9.2010 kl. 21:09
Björn !
Vilt þú ekki hafa sjálfan Hádegismóra með í þessari upptalningu ?
Alla veganna ætti hann "blessaður" að ver á bak við lás og slá - eins og Kvótadóri .
Hörður B Hjartarson, 12.9.2010 kl. 02:32
Fyrirgefðu ! Ég sé núna að þú ert einvörðungu að tala um "blessaðan" framapotarflokkinn .
Hörður B Hjartarson, 12.9.2010 kl. 02:35
Takk fyrir innlitin piltar!
Björn Birgisson, 12.9.2010 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.