13.9.2010 | 15:56
Fjallalömb og fórnarlömb
"Sú nýbreytni verður hér í sláturtíðinni að íslensku sauðfé verður slátrað að sið múslima."
Alveg er sérstaklega hrifnæmt og fallegt að slátrarinn skuli alltaf fara með stutta bæn þegar hann aflífar lambið og sendir það inn í eilífðina. Blessi þig lambið mitt og verði einhverjum að góðu af þér og þínum blessuðu afurðum. Svo blikar á hnífsblaðið.
Ekki held ég að öfgafullir múslimar, til dæmis Talibanar, biðji fyrir fórnarlömbum sínum, jafnheitt og slátrarinn fyrir fjallalömbunum, þegar mest er að gera í morðunum hjá þeim, en þær annir standa víst að mestu allt árið.
Greinilega betra að vera fjallalamb en fórnarlamb.
Fé slátrað að hætti múslima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fara kristnir ekki með bæn áður en þeir steikja glæpamenn í Stólnum eða gera þá höfðinu styttri í fallexi eða hálshnykkja í snöru?
Því skildi ekki sómakært og syndlaust lamb njóta sömu réttinda?
Ég hef rist þúsundir ef ekki miljónir einstaklinga á háls á minni ævi. Ekki þykir það merkilegt, sennilega fyrir þá sök að ég er hvorki Múslími eða bænasjúkur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.9.2010 kl. 16:23
Axel Jóhann, takk fyrir þetta!
Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 16:52
Guð minn góður þetta er MATUR af hverju í andsk!"%"& á að fara að byðja fyrir lömbunum á islamskan hátt í Kristnu landi!!!! Þessi trú er nú þegar farin að hafa ALLT of mikil áhrif á íslenskt líf.
Krakkar meiga ekki lengur borða svínakjöt (skinku) í skólanum veggna kæru frá þessu trúfélagi.
Við erum Kristið ríki ekki Ala ríki og ég vil halda því þannig takk fyrir.
Ég mun reyna að komast hjá því að kaupa þetta kjöt eins og ég best get og ef það fer út í það að þetta verður að sið hérna þá mun ég hætta að borða lambakjöt.
Gyða (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:39
Gyða, lambakjöt á diskinn minn, mannstu? Þú stenst ekki freistinguna, mín kæra! Ég blessa hér með hvern bita! Bon Apetit!
Björn Birgisson, 14.9.2010 kl. 00:51
Heil og sæl
Engar áhyggjur Gyða. Ég helga hvert einasta lamb sem ég sendi frá mér Frey !! Það hlítur að hringsnúa múslimabæninni upp í bölvun þannig kjötið verði að ösku í munni þeirra.
?!?!?! Það skemmir nú sjálfsagt markaðinn...... ó'krapp !!!
Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.