Hvað gerir ríkisstjórnin nú?

"Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar las upp dómsorðið fyrir þéttskipuðum dómsal í Hæstarétti."

Nú hefur það sem allir vissu fyrir verið staðfest. Gyðja réttvísinnar er staurblind. Þessi dómur mun hleypa illu blóði í marga. Mjög illu blóði.

Nú verður ríkisstjórnin að sýna skuldurum þessa lands úr hverju hún er gerð og hvað hún getur gert fyrir þá með lagasetningu. Skjaldborgin um heimilin hefur til þessa varla verið annað en ómerkileg tjaldborg og sýslumenn þessa lands eru þeir starfsmenn þjóðarinnar sem einna mest hafa að gera um þessar mundir. Hjá þeim eru miklar annir við að svipta venjulegt fólk heimilum sínum á nauðungaruppboðum.

Hvað getur hin norræna velferðarstjórn gert fyrir þær þúsundir landsmanna sem eru í alvarlegum kröggum?

Öllu heldur:

Hvað ætlar hin norræna velferðarstjórn að gera, í ljósi þessa dóms, fyrir þær þúsundir landsmanna sem eru í alvarlegum kröggum?


mbl.is Staðfesti dóm héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er grátlegt!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.9.2010 kl. 17:21

2 identicon

Hvað vilja menn.  Við verðum að lifa við þann raunveruleika sem við búum í.  Nú sér kannski þjóðin að Ísland er í alvarlegum vandræðum.  Miklu alvarlegri en menn hafa haldið hingað til.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Björn Birgisson

Það sem af er þessu ári hafa 227 húseignir verið seldar nauðungarsölu á Suðurnesjum. 100 eignir verða boðnar upp í byrjun október og örugglega fjölmargar í nóvember og desember. Þetta er skuggalegt! Fara kannski 500 eignir undir hamarinn á Suðurnesjum á þessu ári? Það er á við sæmilegasta þorp úti á landi!

Björn Birgisson, 16.9.2010 kl. 17:31

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, og nú bætist við vænn bílafloti. Það væri fróðlegt að vita hverjir kaupa???

Kolbrún Hilmars, 16.9.2010 kl. 17:47

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við þessa niðustöðu verða allir að una. Nú er þetta vonda mál komið í þann farveg sem hægt er að takast á við með þá vissu að baki að forsendur munu ekki breytast.

Eftir sýnist mér að standi sú bitra staðreynd að lánastofnanirnar beri hærri hlut en þeir sem þær véluðu inn í dauðaklefann með því að sannfæra viðskiptavininn um að þar væri á boðstólum pizza af yfistærð með peepperoni og svo ókeypis kók. (Ég er á góðri leið með að læra tungumál kynslóðarinnar. )

Þetta samfélag er allt orðið svo rotið og ómerkilegt að það fer að verða spurning að flýja inn í sæluríki Mugabes.

Árni Gunnarsson, 16.9.2010 kl. 17:54

6 Smámynd: Björn Birgisson

Þegar hrunið var orðin bláköld staðreynd skrifaði ég á bloggið mitt að unga fólkið okkar í dag, sem staðið hefur í að koma sér upp þaki yfir höfuðið, verði hugsanlega fyrsta kynslóðin í nútíma Íslandi, sem skilur ekkert eftir sig fyrir börnin sín -  annað en skuldir. Það er grátlegt.

Björn Birgisson, 16.9.2010 kl. 17:58

7 Smámynd: Björn Birgisson

Já, Kolbrún, hverjir kaupa bílana? Eitt liggur alveg fyrir, það eru alltof margir bílar í þessu landi. Ef við gætum selt nokkur þúsund stykki úr landi yrði kannski betra að fá bílastæði í höfuðborginni! Svo verður þetta bara eins og á Kúbu - allir á gljáfægðum gömlum gæðingum!

Björn Birgisson, 16.9.2010 kl. 18:16

8 identicon

Mér finnst menn láta eins og þetta hafi ekki gerst áður. 

Eru menn búnir að geyma 1983 þegar verðbólga var allrífleg svo ekki sé meira sagt.  Þá voru að vísu ekki gengislán með í spilunum en nógu slæmt var það. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband