Eru með Steingrím á heilanum

„Við viljum leysa þetta mál" segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Þegar þetta er skrifað eru komin 31 blogg við þessa frétt og sum þeirra svo ömurlega vitlaus að ekki er hægt annað en að hlæja að þeim.

Engu er líkara en að kreppan öll sé Steingrími að kenna. Bankaflippið allt sé Steingrími að kenna og síðast en ekki síst, þá sé Icesave drullumallið allt Steingrími að kenna. Hann er sagður landráðamaður á leiðinni fyrir Landsdóm og margt fleira fallegt kemur fram.

Hægri bloggararnir fara hér hamförum gegn fjármálaráðherra, sem örugglega hefur ekkert annað sagt í þessu viðtali en hann hefur margsagt áður. Þeir eru algjörlega með Steingrím á heilanum. Vandvirkni blaðamanna í því að hafa rétt eftir fólki er nú ekki alltaf til fyrirmyndar.

Geir Haarde og Árni Matt fengu þetta mál fyrstir í fangið og lögðu ákveðnar línur. Nú eru þeir horfnir á braut og því annarra að klára málið, með víðtækri samstöðu Alþingis.

Skemmtanagildi skrifa þeirra sem nú níða Steingrím niður í svaðið er auðvitað ekkert.

Samt getur maður ekki annað en hlegið!

PS. Taktu þátt í könnun hér til vinstri!


mbl.is Steingrímur: Íslendingar munu borga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Segðu..

hilmar jónsson, 18.9.2010 kl. 15:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk fyrir "hólið", Björn

Mín megin frá séð er upphæðin það sem skiptir mestu máli - ekki orðaleppar  ráðherra "fyrir" eða ráðherra "eftir".  

Svo hitt að Landsbankinn gamli (sem er hinn raunverulegi sökudólgur) gæti að lokum staðið uppi nógu burðugur til þess að klára málið. 

Það er bara til þess að skemmta skrattanum að blanda íslenskum almenningi inní þetta skuldbindingamál fyrr en útséð er um getu og/eða vangetu bankans. 

Hvað vakir fyrir fjármálaráðherranum með því að viðhalda þeirri skemmtun vefst enn fyrir mér...

Kolbrún Hilmars, 18.9.2010 kl. 15:55

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þér Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2010 kl. 15:58

4 identicon

Maður skilur ekki þessa forheimskun sem átt hefur sér stað hér á moggablogginu. Það er ekki heil brú í ruglinu hjá þessu liði.

Doddi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:18

5 identicon

Ekki annað hægt en að hlægja að orðunum "víðtækri samstöðu Alþingis :) En jæja, verst er að maður skuli þurfa skammast sín fyrir stóryrði Steingríms, það er ljótt af manninum að gefa Hollendingum falskar vonir um að við sem þjóð greiðum þetta Iceslavedót. Aftur á móti ef það kæmi skýrt fram hjá honum í þessum yfirlýsingum sínum að hann persónulega, og kannski nokkrir aðrir, muni greiða þetta þá þyrfti maður ekki að hafa neinar áhyggjur. En á meðan svo er ekki þá mun hann koma ansi kjánalega út þegar Íslendingar hafna næsta samningi sem hann LANDAR eins og hann orðar það. Greyið karlinn.

assa (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:18

6 identicon

assa: líklega er Steingrímur með upplýsingar frá þrotabúi Landsbanka sem enn hafa ekki komið fram. Ég gæti trúað að heimtur í búið séu komnar upp í forgangskröfur, þannig að við þurfum aðeins að greiða vexti. Það þarf að ná sem hagstæðustum samningum um þessa vexti, helst 0%.

Doddi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:38

7 Smámynd: Björn Birgisson

"Aftur á móti ef það kæmi skýrt fram hjá honum í þessum yfirlýsingum sínum að hann persónulega, og kannski nokkrir aðrir, muni greiða þetta þá þyrfti maður ekki að hafa neinar áhyggjur."

Það er nú það.

Málið er þá þannig vaxið að ef eitthvað floppar sem Alþingi hefur samþykkt, þá fá Alþingismennirnir reikninginn, það er sá meirihluti sem samþykkti málið. Hinir borga ekkert og skattgreiðendur auðvitað ekki krónu!

Þessi þjóðfélagsmeðvitund er alveg ný fyrir mér.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 16:40

8 identicon

Steingrímur bjargar því sem bjargað verður, sama hvað hatursmenn hans og hælbítar segja. Börn þeirra verða a.m.k. þakklát.

Hoppandi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:48

9 identicon

Er Kolbrún Hilmars dóttir Hilmars Jónssonar ?

Krímer (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 17:06

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sniðugt alveg dásamlega sniðugt, en einkum þó gagnlegt þeim sem hafa ekki en þá lært að forðast kjánaskap.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 17:29

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er nokkuð viss um að við bloggarar höfum eðli samkvæmt ekki efni á gildishlöðnum ályktunum um alþjóðarétt eða þekkjum hefðir um uppgjör í  sem sem þessu. En ég tek mér leyfi til að hafa þá skoðun sem mér sýnist á þessu umdeilda máli.

Ráðherrar fyrri ríkisstjórnar stóðu vaktina í aðdraganda bankahrunsins og lýstu brotlendingunni með dramatiskum tilburðum. Þetta má ekki verða deiluefni né efni til ályktana því vitsmunir eru að veði hjá hverjum sem það reynir. 

Ráðherrar fyrri ríkisstjórnar tóku uppgjör á þessari skuld Landsbankans sem tengd er við Icesaveí sínar hendur við Hollendinga og síðan Breta. Þeir undirrituðu fyrir hönd íslenskra stjórnvalda gildishlaðna yfirlýsingu um fulla ábyrgð á uppgjörinu. Þeir staðfestu þennan gerning séinna og lögðu hann fyrir Alþingi til staðfestingar. Bjarni Benediktsson fylgdi málinu eftir á Alþingi og ræðan er til á myndbandi og ræðan hefur verið birt hér á bloggsíðum bæði í rituðum texta sem og myndbandið.

Steingrímur J. Sigfússon var í stjórnarandstöðu á þessum dögum og þótti lending ríkisstjórnarinnar ekki bera vott um samningsþrótt stjórnarliða enda efnin ekki gæfuleg.

Á þeim missirum sem síðan hafa liðið hefur þetta mál verið pólitiskt deiluefni og nú hefur verið skipt um mark eftir hálfleik. Bjarni flytur nú eldmessu Steingríms næstum orðrétta en Steingrímur nýtir sér rök Bjarna fyrir öllum þeim fjölmörgu samningum við kröfuhafa sem  síðan hafa verð gerðir.

Ég hef talið mér óhætt að trúa þeim yfirlýsingum frá íslenskum sem útlendum lögspekingum sem leiða rök að því að íslensk stjórnvöld hvorki eigi að greiða þessa skuld einkavædda bankans né heldur að þeim leyfist það og styðja þetta sannfærandi lagarökum.

Ef þetta mál er í farvegi sem kalla má landráð þá eru margir landráðamennir en það orð er dýrara  en svo að mönnum leyfist að hafa það í skimpingum.

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 17:40

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur minn, þú fyrirgefur mér vonandi, en ég skil ekki innleggið þitt, slíkur kjáni get ég verið, án þess að leggja mig nokkurn skapaðan hlut fram í kjánaskapnum!

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 18:08

13 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Eru ekki allir kátir??????????? Steini er að redda þessu fyrir kúgarana.Ha Ha Ha HA

Eyjólfur G Svavarsson, 18.9.2010 kl. 18:11

14 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, þakka þér þitt vandaða innlegg. Mig langar að senda þér þennan texta til umhugsunar:

Ef þú ættir að taka saman lista yfir tíu skynsömustu manneskjur sem þú þekkir, hverjar yrðu þá hinar níu?

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 18:14

15 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, ertu nokkuð kominn í bjórinn?

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 18:16

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

Afar merkileg spurning Björn minn góður og kemur mér í svolítinn vanda. Eftir þennan afar stutta umhugsunartíma sýnist mér talan níu varla svaraverð ef horft er til okkar takmarkaða samfélags. Sumir teldu nú okkur bara vel setta með þennan þennan eina.

Reyndar heyri ég nokkuð oft í manni sem hringir inn á Útv. Sögu. Þetta er nafni minn að sjálfsögðu og segist í kynningu heita Árni holli hollvinur. Þetta er óvenjulegur einstaklingur um marga slíka afburði að þeir í það minnsta snerta mig djúpt. Þetta er mikilfenglegur andi í fjötrum sjúkdóms sem ýtir honum frá þátttöku í samfélagi okkar miðlungsgarmanna sem höfum ekki pláss fyrir afburði og nýtum öll tiltæk vopn gegn áleitnu ónæði frá öllu sem við höndlum ekki.

Það hefur komið fram í spjalli nafna míns við umræðustjórnanda að hann á son sem heitir því þekkta nafni Sigurjón Þ. Árnason.

Tek fram að gamansemi minni sleppir þegar talið berst frá mér til nafna míns.

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 18:43

17 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, mér sýnist þú hafa snúið þig með glæsibrag út úr þeim vanda sem ég setti þig í. Kærar þakkir.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 19:31

18 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Björn ! Ég les það á milli lína þinna , að við verðum að borga Icesave , kannske vegna loforðs Konna á sínum tíma , en er svo , ber okkur að greiða þessa skuld , er hún okkar ?

    Sé svarið nei - þá sé ég ekkert annað en fáránleika í því hjá Skallagrími að fleygja svona framm . Getum við ekki verið á sama máli hvað það varðar ?

Hörður B Hjartarson, 18.9.2010 kl. 20:01

19 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, það er eins og ekkert hafi verið sagt um þetta mál fyrr en í þessu viðtali Steingríms við hollenska blaðið. Ekkert nýtt kom þar fram. Stjórnvöld eru að reyna að semja okkur út úr þessu skítamáli og þau gera það ekki að gamni sínu.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 20:15

20 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Björn ! Þetta svarar ekki spurningu minni , hvort við eigum að borga Icesave , enda tel ég mig vita , að hvorki ég né þú geti fullyrt um slíkt af fullu viti .

  Það er skoðun mín að Konni hefði betur haldið vörunum saman um árið sárið , í stað þess að segja að við myndum greiða Iceslave , en FL flokkurinn ber enga ábyrgð á þessu frekar en sjálfu hruninu , þeir bera enga ábyrgð á sjálfum sér hvað þá bullinu sem frá þeim streymir .

Hörður B Hjartarson, 18.9.2010 kl. 20:33

21 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður minn, þá látum við bara spurninguna liggja í loftinu.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband