Er nauðsynlegt að taka mark á orðum Ólafar Nordal?

"Mér finnst einkennilegt að fjármálaráðherra skuli hafa ákveðið að tala eins og hann gerði við hollenska fjölmiðla á þessum tímapunkti," segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Varaformaðurinn notar hér Moggann sinn til að gefa Steingrími drag í afturendann, svona rétt eins og hinir hugumstóru hægri bloggarar. Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn yfirhöfuð gera í stóru málum þjóðarinnar, annað en það að vernda Geir og Árna Matt fyrir Landsdómi? Mörgum finnst málflutningur flokksins einkennast af skotgrafahernaði og karpi, en afar fáum lausnamiðuðum tillögum.

Innan flokksins gætir þeirra sjónarmiða einnig.

"Það er ekki nóg að gagnrýna SJS fyrir málæðið - það er hans aðalsmerki - Það sem Ólöf og hennar fólk þarf að gera er að leggja fram raunhæfa valkosti - gefa fólki færi á að sjá stefnu Sjálfstæðisflokksins út úr þessum málum.

Það þýðir ekkert fyrir andstæðinga flokksins að öskra hrun hrun hrun - Bankahrunið var ekki búið til hér - en það þýðir heldur ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn að segja - vont vont og vitlaust en leggja ekki fram raunhæfar tillögur til úrbóta.

Flokkurinn vill Icesave fyrir dóm - gott - gera það - en hvað með öll hin málin? Skattahækkanir - verðhækkanir - kjaraskerðingarnar - hvaða tillögur er Sjálfstæðisflokkurinn með í þeim þáttum?"

Skrifar Ólafur Ingi Hrólfsson á blogg sitt í tilefni af þessari frétt. Hann hefur átt verri blogg en þetta blessaður karlinn!

Góður gestur á minni síðu heitir Sveinn Pálsson. Hann sendi mér þessi orð vegna viðtalsins við Steingrím í hollenska blaðinu:

"Líklega er Steingrímur með upplýsingar frá þrotabúi Landsbanka sem enn hafa ekki komið fram. Ég gæti trúað að heimtur í búið séu komnar upp í forgangskröfur, þannig að við þurfum aðeins að greiða vexti. Það þarf að ná sem hagstæðustum samningum um þessa vexti, helst 0%."

Gott ef satt reynist. Steingrímur veit nokk hvað hann syngur og hann er slíkur yfirburðamaður í pólitíkinni nú að þar er engin samkeppni.

Nú er runninn upp sá tími að stjórnmálamenn hér heima snúi bökum saman og leysi þetta Icesave mál og fari að snúa sér að framtíðarmálum.

Hinu nýja Íslandi.


mbl.is Óvarlegt að tala svona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Amen...

hilmar jónsson, 18.9.2010 kl. 17:57

2 identicon

Sæll Björn.

Þú skrifar pistla þína yfirleitt af skynsamlegu viti. Þessi er ágætt dæmi um það. Mig langar þó að skjóta því inn að uppgjörið við fortíðina er afar nauðsynlegt. Ekki fyrst og fremst til að hengja neinn, heldur til að læra af reynslunni.

Hitt er hárrétt að það er framtíðin sem skiptir máli. Fortíðin er búin og henni verður ekki breytt. En til að ná árangri í framtíðinni, þurfum við að hafa fortíðina í huga.

Og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þingmenn (og reyndar þjóðin öll) fáist samtímis við þessi tvö mikilvægu viðfangsefni.

Jón Daníelsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 18:28

3 identicon

Legg til að þú kynnir þér þjoðarrétt en hann fjallar til dæmis um það; að það sem ráðherra segir má nota í réttarhaldi og ef þér fynnst það gáfulegt af ráðherra að halda með Hollendingum fyrir rétti en ekki okkur verður þú að eiga það við sjálfan þig.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 18:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Daníelsson, gráskeggur úr Hrútafirði, þakka þér vingjarnlegt innlitið!

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 18:38

5 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Ingi skrifar: " ....ef þér finnst það gáfulegt af ráðherra að halda með Hollendingum fyrir rétti en ekki okkur verður þú að eiga það við sjálfan þig."

Ég sé ekkert gáfulegt í þessum orðum. Fyrir mér er þetta óttalegt blaður.

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 18:42

6 identicon

Það liggur við að hver einasti þingmaður íhaldsins sé flæktur í glæpamál. Enginn þeirra gengst þó við neinu. Nú er þetta allt að fyrnast og liðið verður eins og hvítþvegnir englar á eftir.

Man einhver eftir mútumálinu, þar sem Landsbanki og FL group höfðu greitt 55 millur til sjálfstæðisflokks? Af hverju er það ekki rannsakað? Geir Haarde og Guðlaugur Þór voru flæktir í það. Erlendis væri þetta stórmál.

Og nú er Þorgerður Katrín að koma aftur á þing. Búin að fá kúlulánið afskrifað en meðan almenningur þarf að borga sitt í topp.

Það er með ólíkindum að nokkur skuli styðja þennan flokk.

Doddi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 19:48

7 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Ef það er þitt mat að lög um þjóðarrétt séu blaður er það þitt mál en ekki mitt, var bara að benda á lög sem eru öllum aðgengileg á Alþingi.is og fjalla meðal annars um að gæta tungu sinnar en þau eru sennilega bara blaður finnst þú ert ekki sammála þeim. Svo ég segi þetta einu sinni enn Steingrímur bindur okkur lagaleg með sínu bulli opinberlega samkvæmt lögum sem eru notuð í samskiptum þjóða.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.9.2010 kl. 19:50

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Sveinn: Nú er málið: Ætlar fólk að láta það yfir sig ganga að fá Þorgerði aftur á þing ?

Ef svo verður, þá erum við einfaldlega haldin sadomasískum hneigðum..

hilmar jónsson, 18.9.2010 kl. 20:32

9 identicon

Vaknaðu Hilmar, Þorgerður er komin til baka.

axel (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 20:42

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Þá er að særa hana út aftur axel..

hilmar jónsson, 18.9.2010 kl. 20:49

11 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Björn .  Þú ert hissa á orðum Ólafar  Norðdal , en ég er ekkert hissa á þvælunni í S.J.Steingrímssyni  sem þú dýrkar eins og guð.  Karl flónið veit ekki að umboðið í þessu svonefnda Icesave máli var tekið af honum og ríkisstjórninni í kosningum með 90% atkvæða.   Veikleiki Íslenska stjórnkerfisins er að verða okkur ljós, því að þrátt fyrir að 60% þjóðarinnar segði nei þá er ekki hægt að stoppa andskotans  þvaðrið í manninum.

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 21:12

12 Smámynd: Axel Guðmundsson

Takk fyrir þetta innlegg Hrólfur.

Axel Guðmundsson, 18.9.2010 kl. 21:18

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Lögin um þjóðarrétt sem hér eru í umræðu hafa varla breyst frá því að Árni Mathiesen afhenti Steingrími samninginn við Hollendinga og Breta?

Eru hér einhverjir á rölti sem "dýrka kommúnistana Geir Haaaaarða. Árna M og ýmsa fleiri ráðherra hrunstjórnarinnar eins og guði?"

Eru bara engin takmörk fyrir - svona einhverju sem ég kann ekki við að nefna þegar flokkspólitísk álitamál eru orðin erfið? 

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 21:23

14 Smámynd: Björn Birgisson

Árni, áttu kannski við orðin hræsni, óheilindi og heimsku?

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 21:35

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég velti fyrir mér.

Hvað átti formaður Sjálfstæðisflokksins við í ræðu um þetta grábölvaða mál núna nýlega þegar hann sagðist hafa boðið Steingrími. oftnefndum hér- að "aðstoða hann við að leysa" þessa deilu við Hollendinga og Breta um greiðslu á Icesave kröfunni?

Er hugsanlegt að Bjarni kalli það að leysa málið þegar kröfu er hafnað.

Þekkir einhver Bjarna svo vel að hann vilji spyrja hann fyrir mig hvað hann meinti?

Ætli þau þekkist eitthvað þessi.....hérna ...Ólöf Nordal.....heitir hún það ekki konan þarna ....og hann Bjarni?

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 21:41

16 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur minn, þú ert líklega að vitna til heimskulegustu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram hefur farið í heiminum. 50-60-70-80-90 eða 100% atkvæðabærra manna geta greitt atkvæði um allan fjandann. Rigninguna eða veðrið almennt. Það sem gildir hins vegar er meirihlutavilji Alþingis á hverjum tíma.

Ekki dýrka ég SJS sem guð. Hann bara ber af þeim sem nú sitja á Alþingi. Viltu nefna mér 2-4 sem taka honum fram?

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 21:45

17 identicon

SJS ber vissulega af í lygum á Alþingi.  Engin mun nokkurntíma ná honum í þeim efnum.

 Varðandi þjóðaratkvæðagreiðsluna, þá var síður en svo heimskuleg.. Hún var algerlega nauðsynleg, og hrein skömm að ríkisstjónin hafi ekki hundskast frá völdum í kjölfjar ósigurs hennar þar.  Og ójú.. hún var sannarlega taparinn í því dæmi, lögum frá ríkisstjórnini var hafnað með yfir 90% atkvæða.  það er það sem máli skiptir.

 Og það þýðir ekkert að tala um meirihluta á Alþingi, hann hangir saman á hatrinu á sjálfsstæðisflokknum, ekki málefnum eða stefnumálum.  Enda á þessi hroðalega ríkisstjórn aldrei vísan meirihluta.. í neinu máli.  OG það er krisaltært að bæði í icesave málinu og í umsókninni um ESB var EKKI þingmeirihluti fyrir hvorugu málinu.  hann var fengin fram með ofbeldi.

Steingrímur er hrotti

stebbi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 22:39

18 Smámynd: Björn Birgisson

stebbi, svona hefðir þú líklega seint skrifað ef Sjálfstæðisflokkurinn væri í stjórn að reyna að taka til eftir sig. Steingrímur er enginn hrotti. Þín skrif hins vegar eru hrottaleg, óvægin, ósanngjörn og einkennast af dularfullu hatri, eins og all títt er um skrif hægri manna um þessar mundir. 

Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 22:47

19 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Björn og þakka þér fyrir óvenju þægilegt viðmót.   En þetta með heimskulegustu þjóðaratkvæðagreiðslu sem framhefur farið í heiminum samkvæmt þínum orðum, þá verður þú að skýra mál þitt aðeins betur. 

Það var nefnilega þannig ef ég man rétt að ekki var verið að greiða atkvæði um rigningu, heldur þjóðarvilja í ákveðnu máli. 

Manst þú hvað það var? og veist þú tilhvers alþingi og ríkistjórn er?  Eða heldur þú að við, þú og ég, séum bara smíðaðir handa alþyngi og ríkistjórn að leika með?

 

Hrólfur Þ Hraundal, 18.9.2010 kl. 23:26

20 identicon

Nei.. reyndar er ég fullviss að það væri engin þörf á því.

Annars vil ég gera stóra athugasemd við orðalagið "að taka til eftir" ....  Ef það er markmiðið og ef það er hlutverk núverandi ríkisstjórnar.. að taka til eftir einhvern, þá er ekki von á neinum bata næstu árin.   Ríkisstjórnin á að horfa til framtíðar og byggja upp til framtíðar, enda verður hún dæmd að verkum sínum ( sem eru tja... engin ).

 En ríkisstjórn sem upplifir sig ( eða flaggar amk ) að hún sé að fullu að "taka til eftir" einhvern annan gerir ekki neitt, enda er ríkisstjórnin ekki að ná árangri á neinum sviðum.  Og það verður einfaldlega að segja alveg eins og er að þetta er að vera full þreytt afsökun á aðgerðarleysi þessarar verklausu ´( og umboðslausu ) ríkisstjórnar.

Að lokum vil ég segja að ég hata Steingrím Joð ekki, en ég get þó ekki neitað að það styttist í það.  þessi maður virðist í einu og öllu ganga gegn íslenkum hagsmunum á nánast öllum sviðum.  Óskiljanlegt að hann sé við völd ennþá.

Stebbi (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 23:39

21 Smámynd: Björn Birgisson

Stebbi, ég þakka þér þetta innlit. Ég er þér að flestu leyti ósammála og vil endilega benda þér á eitt orð sem mörgum manninum hefur orðið til framdráttar þegar hart er deilt um menn og málefni. Orðið er andstæðan við þröngsýni. Það er víðsýni.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 00:26

22 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur Hraundal, alltaf gaman að fá þig í heimsókn. Þú kaust að svara ekki spurningum mínum um hverjir hugsanlega taki Steingrími fram á þingi nú. Tankurinn tómur hjá þínum mönnum?

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 00:31

23 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er spurning Björn, í hverju á þetta fólk að taka honum fram.

Er það í mældum hávaða eða er það í mældum ærlegheitum eða er það í opnum drengskap við þjóðina eða er það í drengskap við Breta? 

Ærleg heit verða aldrei mæld í kílóum, en nokkuð viss er ég um að þú myndir nota þá mælieiningu til að gera Steingrím stórann ef gagnaðist. 

Látum vera um metinginn en Steingrímur laug að þjóðinni fyrir kosningar.  Er það sæmandi þínum guði.  

Hrólfur Þ Hraundal, 19.9.2010 kl. 01:40

24 Smámynd: Björn Birgisson

Hrólfur Hraundal, ég endurtek þessi orð mín:

"Þú kaust að svara ekki spurningum mínum um hverjir hugsanlega taki Steingrími fram á þingi nú. Tankurinn tómur hjá þínum mönnum?"

Þú hefur ekki svarað því, en svarar bara út í hött!

Hvers vegna nefnir þú ekki Bjarna Benediktsson, Guðlaug Þór, Sigmund Davíð, Þór Saari eða Þorgerði Katrínu, eða annað fólk? Áttu ekkert svar? Skammastu þín fyrir fulltrúa flokksins þíns?

Er þér einhver sú bugða á tungu, minn kæri, sem gerir þér illt að mæla með eigin fólki?

Ég hef aldrei kosið VG, svo það sé alveg á hreinu.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 02:01

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Orð Ólafar Nordal eru markleysa því hún passar sig á því að segja í rauninni ekki neitt. Hún er að ég held í raun og veru skynsöm kona og alls ekki ein af einangrunarsinnunum. Hún veit alveg að við þurfum, munum og ætlum að borga. En hún ætlar að vera "stikkfrí" frá því eins og aðrir Sjálfstæðismenn.

Skeggi Skaftason, 19.9.2010 kl. 10:26

26 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Skeggi, á hún þá ekki að taka mark á almenningi, sem kaus um málið. Björn þú hefur alltaf lag á því að koma þér undan með spurningu sem enginn vill avara. En nú spyr ég hver er betri en Steingrímur J, getur þú svarað því ? svo menn séu ekki að velkjast í neinum vafa um það.!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 19.9.2010 kl. 17:49

27 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, Steingrímur ber bæði höfuð og hreðjar yfir aðra starfandi stjórnmálamenn í landinu um þessar mundir. Er þetta svar nógu skýrt fyrir þig?

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 18:07

28 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já eins skýrt og ég bjóst við, hann hefur svikið allt sem hann lofaði í stefnuskrá sinni fyrir kostningar, að því leytinu hefur hann höfuð og hreðjar ifyr aðra stjórnmálamenn, ég þakka þér fyrir hreynskilnina Björn.

Eyjólfur G Svavarsson, 19.9.2010 kl. 22:15

29 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, stefnuskrá, stefnuskrá. Það þýðir nú lítið að vitna til slíkra plagga, þegar ekkert annað er framundan en björgunarstörf. Drukknandi fólk semur ekki stefnuskrár. Það reynir að bjarga sér og þjóðinni sinni á land. Ég held að íhaldið í heild ætti að hugleiða þessi orð og læra að skammast sín.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 22:25

30 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég hef aldrey heyrt það að druknandi fólk láti bera á sig klyfjar, en sitt sýnist hverjum.Og svo má Íhaldið skammast sýn mín vegna, ættli ég hafi nokkuð kosið frekar en þú, Björn minn góður!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 19.9.2010 kl. 22:38

31 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur minn, vonandi ekki, þín vegna. Þetta með klyfjarnar nenni ég ekki að ræða nú, en veit þó að fleiri bera klyfjar en klárar.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband