Sígaunavakt við Alþingi Íslendinga

"Á morgun mun Íslandsdeild Amnesty International efna til mótmæla klukkan 9:10, fyrir framan Alþingi, vegna mannréttindabrota gegn Róma-börnum í Slóvakíu. Þá mun forseti Slóvakíu eiga fund með íslenskum þingmönnum."

"Róma-fólk (stundum kallað sígaunar) sætir gríðarlegri mismunun víða í Evrópu varðandi húsnæði, vinnu, heilsugæslu og menntun. Það er oft neytt til að yfirgefa hús sín og má þola rasisma og lögregluofbeldi.

Róma-fólk býr við einhver verstu kjör í Evrópu. Í sumum löndum er því meinað um ríkisborgararétt og skilríki sem þörf er á til að njóta félagslegrar aðstoðar, heilsugæslu og annarrar þjónustu.

Börn Róma-fólks er oft sett í „sérskóla“ án nokkurrar gildrar ástæðu. Námskrá í þeim skólum er efnisminni en í öðrum skólum sem takmarkar möguleika þeirra til framtíðar litið." segir Amnesty á Íslandi.

Ég verð því miður að tilkynna að ég sé mér ekki fært að mæta á morgun.

Engan sígauna þekki ég, en hef alltaf heyrt að þeir væru húðlatir og alls ófærir til vinnu og borgi því aldrei skatta til samfélagsins. Þjófóttir og lygnir með afbrigðum, latari en allt sem latt er og svona yfirhöfuð fólk sem enginn vill hafa nálægt sér.

Gæti það nokkuð skýrt vinsældir þeirra í Slóvakíu og öðrum löndum?


mbl.is Íslensk stjórnvöld hvött til að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að lýsa Roma fólki eða suðurnesjabúum?

Bjarni (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:23

2 Smámynd: Björn Birgisson

"Sígaunar eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaunar búa í Austur-Evrópu. Sjálfir nefna sígaunar sig Rom eða Romani, sem er komið úr sanskrít og merkir 'maður' eða 'eiginmaður'.

Sígaunar eiga rætur að rekja til Indlands en á miðöldum höfðu þeir flust búferlum og sest víða að í Evrópu, flestir líklega í suðausturhluta Evrópu. Fyrst fóru þeir til Persíu um árið 1000 og þaðan til Grikklands snemma á 14. öld. Frá Grikklandi fluttust þeir til Balkanlandanna og síðan vestur á bóginn, alla leið til Englands. Í Evrópu unnu þeir fyrir sér, til dæmis við járnsmíðar eða sem skemmtikraftar. Þannig gátu þeir séð sér farborða án þess að gerast ánauðugir bændur.

Í Englandi á 16. öld ofsótti Hinrik VIII þá sígauna sem ekki vildu gerast bændur og í Rúmeníu voru sígaunar hnepptir í þrældóm af landeigendum og seldir á uppboðum allt til ársins 1856. Á tímum helfararinnar voru allt að 400.000 sígaunar teknir af lífi.

Enginn hefur getað skýrt fyllilega af hverju sígaunar tóku sig til og fluttu búferlum frá Indlandi. Forn persnesk fræði geta þess að um árið 1000 hafi shahinn í Persíu boðið allt að 12.000 sígaunum til ríkis síns til að skemmta þegnum sínum með hljóðfæraslætti. Eftir söng og hljóðfæraslátt um árabil í ríki Persa áttu sígaunarnir síðan að hafa haldið för sinni áfram vestur á bóginn.

Tónlist sígauna er jafn fjölbreytileg og löndin sem þeir búa í og skilin á milli sígaunatónlistar og annarra tónlistarhefða eru oft mjög óljós. Lítil sátt er um það hvernig beri að skilgreina hugtakið sígaunatónlist. Sumir telja að tónlist sígauna sé eingöngu sú sem sígaunar leika fyrir sjálfa sig á eigin tungumáli, á meðan aðrir segja að í raun sé ekki til hrein sígaunatónlist, vegna þess að hún hafi ætíð lagað sig að tónlistarhefð þess lands sem sígaunarnir bjuggu í hverju sinni.

Þeir sígaunar sem höfðu lifibrauð sitt af hljóðfæraslætti (og nefndust lautari) þurftu að geta leikið þá tónlist sem áheyrendur vildu hlýða á. Þeir reyndu þess vegna að læra tónlist ´innfæddra´ til þess að tryggja sér sem mesta atvinnu. Þar sem algengt var að sígaunar helguðu sig hljóðfæraleik fóru ýmsir að kalla alla tónlistarmenn sígauna, þótt þeir væru alls ekki komnir af sígaunum. Í sumum tungumálum er eitt og sama orðið notað yfir tónlistarmann og sígauna.

Færa má fyrir því rök að tónlist sígauna hafi breyst og þróast eftir því sem þeir fluttu sig frá einu landi til annars. Líklegt er að sígaunar hafi tekið upp einkenni þeirrar tónlistar sem fyrir var, hvar sem þeir fóru, og blandað eigin tónlistarhefð og einnig varð tónlist 'innfæddra' fyrir áhrifum af tónlist sígauna. Margt í sígaunatónlist Ungverjalands minnir á ungverska þjóðlagatónlist, og sígaunatónlist á Spáni hefur spænskan flamenco-hljóm. Klassísk tónskáld, eins og til dæmis Liszt, Dvorák, Rachmaninov og ekki síst Bartók urðu fyrir miklum áhrifum af sígaunatónlist. Gítarleikarinn og goðsagnapersónan Django Reinhardt, sem var af sígaunaættum, blandaði saman á áhrifaríkan hátt sígaunatónlist og amerískri djasstónlist.

Hvað sem þessum kenningum líður, er þó hægt að greina nokkur atriði sem einkenna alla sígaunatónlist. Tónaröð sem tónlist sígauna byggir á, skalinn c-d-es-fís-g-as-b-c, er frábrugðinn hinum hefðbundnu dúr og moll tóntegundum sem vestræn tónlist byggir á. Einnig ber mikið á krómatík, eða hálftónsbilum, og notkun svonefndra míkrótóna í tónlistinni, það er að segja minni tónbilum en notuð eru í vestrænum tónstiga. Eins er spuni mjög mikilvægur þáttur í tónlistinni, en allt rennir þetta stoðum undir þá kenningu að tónlist sígauna eigi rætur að rekja til tónlistar Miðausturlanda eða indverskrar tónlistar. Þessir þættir eru þó ekki einsdæmi í tónlist sígaunanna, þá er einnig finna í annarri tónlist.

Tónlist sígauna er iðulega sungin, og þá af karlmanni. Stúlkubörn eru að vísu hvött til að syngja og dansa en samt helga flestar konur sig hlutverki eiginkvenna og mæðra þegar þær komast á fullorðinsaldur. Raddbeitingin er sérstök, en sígaunar nota svokallaða brjóströdd í stað höfuðraddar; það gefur tónlist þeirra hrárri hljóm. Hljóðfæraval sígauna er mismunandi eftir svæðum, en segja má að þeir hafi í gegnum tíðina notast við það sem hendi var næst. Oft var það einfaldlega eitthvað sem hægt var að slá takt með, eins og til dæmis skeiðar, en annars fer söngurinn mikið fram við undirleik fiðlu og cymbaloms.

Tónlistarmaðurinn beitir ýmsum brögðum til að hreyfa við hlustandanum og tilfinningum hans. Leikræn tilþrif í tilfinningaþrunginni tónlistinni eru mikil, og notar flytjandinn óspart ævintýralegar hraðabreytingar, skreytinótur og skyndilegar áherslur, til að toga tónlistina - og tilfinningar áheyrandans - til og frá. Hávaðasamar brass-sveitir sem spila á tryllingslegum ofsahraða eru önnur tegund sígaunatónlistar og bera því glöggt vitni hve fjölbreytt sígaunatónlist er." segir visindavefurinn

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 21:28

3 identicon

Anthropologists identify the forced integration of children of minority populations into the dominant school systems as a major destabilizing factor in the minority populations cultural continuity. So what Amnesty International is saying here is that they want more integration, which is not just 100% a good thing.

Lissy (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 21:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Bjarni, ég var að segja frá því sem ég hef heyrt af þessu fólki alla mína tíð. Kannski þekkir þú annan flöt á málinu. Deildu honum þá með okkur.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 21:30

5 identicon

Fátt er viðbjóðslegra en kynþáttahatur og því er sorglegt að sjá á íslensku skrifað af þvílíkum fordómum um fólk af tilteknum uppruna.

Úr þínum texta:

"Engan sígauna þekki ég, en hef alltaf heyrt að þeir væru húðlatir og alls ófærir til vinnu og borgi því aldrei skatta til samfélagsins. Þjófóttir og lygnir með afbrigðum, latari en allt sem latt er og svona yfirhöfuð dæmigerðar druslur sem enginn vill hafa nálægt sér."

Þessi rakalausi þvættingur myndi hljóma kunnuglegar á þýsku, enda var það einmitt með þessum hætti sem nasistar lýstu gyðingum og notuðu til að rökstyðja aðskilnaðarstefnu sína og síðar tilraunir til útrýmingar þeim kynþætti.

Þínu mannorði væri því fyrir bestu að þú héldir ekki lengra á þeirri braut að draga fólk í dilka eftir uppruna þess og reyna að réttlæta kynþáttahatur í garð þess.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 22:03

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbeinn, þínu mannorði væri fyrir bestu að koma fram undir fullu nafni hér sem annars staðar. Nafnlausar leyniskyttur eru yfirleitt ekki svaraverðar.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 22:08

7 Smámynd: Björn Birgisson

"Margir sígaunar búa enn í húsvögnum og lifa flökkulífinu sem þeir eru frægastir fyrir en einnig er algengt að þeir setjist að í yfirgefnum húsum og búi þar við afar slæmar aðstæður - atvinnuleysi og mikla fátækt. Um hálf milljón sígauna býr í Ungverjalandi og líkt og algengt er með þá sem kjósa að lifa á jaðri samfélagsins þá mæta sígaunarnir oft tortryggni og fordómum samborgara sinna, eru illa liðnir, taldir þjófóttir og hysknir til vinnu og eins að þeir kjósi helst að leggjast upp á samfélagið sé þeim það mögulegt. Því miður þá voru sígaunarnir sem búa í Nikla engin undantekning hvað þetta viðhorf varðar." Úr Morgunblaðinu 19. júní 2005. Eggert Jóhannesson. eggert@mbl.is

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 22:10

8 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbeinn, þar sem þú virðist eiga við einhvern athyglisbrest að stríða, þá hófst setning mín svona: "Engan sígauna þekki ég, en hef alltaf heyrt að ..............."

Ekkert frá mínu eigin brjósti, aðeins það sem ég hef margoft heyrt og lesið, meðal annars hér í Mogganum eins og #7 ber með sér.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 22:17

9 Smámynd: Björn Birgisson

Úr greininni Sígaunarnir í Timisoara. Sem er í Rúmeníu. 

"Ímynd sígauna er oft sú að þeir séu göldróttir, þjófóttir og músíkalskir en um leið hinir eilífu utangarðsmenn og uppreisnargjarnir Vesturlandabúar þykjast gjarna sjá sjálfa sig í þeim. En þegar í sígaunaþorp sem þetta er komið sér ferðalangur fyrst og fremst fátæktina og hún er of nöturleg til þess að rómantíkin þvælist mikið fyrir. Þorpið er í raun eitt moldarflag með illa einöngruðum húsum á strjáli og rusl má sjá út um allt - en þó ber að geta að fyrir íbúana er þetta ekki endilega allt rusl heldur oft hráefni sem má vinna til þess að selja upphaflegum eigendum þess aftur.

Rómantíkin er þó vissulega til staðar þó það sé djúpt á henni. Fá börn eru glaðlyndari en sígaunabörn og hinir fullorðnu hafa sumir sömu lífsgleðina þó ansi margir hafi látið erfiða lífsbaráttuna buga sig. Atvinnuleysi er gríðarlegt og fyrir kemur að atvinnuauglýsingar taka fram að sígaunar þurfi ekki að sækja um. Sú vinna sem stendur til boða er sjaldnast hátt launuð og fólk skrimtir á bótum, harki og betli." Morgunblaðið 19. febrúar 2006. Texti Ásgeir H. Ingólfsson.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 23:14

10 identicon

ég þekki til sígauna mikið og það sem ég get sagt er meiri hlutin af þeim letingjar og þjófar þótt þetta hljómi eins og rasismi þá mana ég eitthvern til að geta sagt mér góða reynslu sína með sígauna. ég hef næstum mist auga verið lamin og rændur frá því ég var litill því ég bjó í sígauna hverfi þeir leifa ekki krökkunum sínum að fara í skóla því þeim fynst það tilgangslaust, gefa allt frá 12 ára dætur sínar fyrir pening eignast eins mörg börn og þau geta til að fá barnabætur kanski í kringum 10% af þessum sígaunum í allri evrópu gera eitthvað í lifinu borga skatta eða leigu og misnota ekki kerfið. ástæða fyrir því að sígauna krakkar eru í sérstökum skólum er líka það að þau læra sitt túngumál og það er ekki hægt að segja fólki í slóvakiu,tékkladi,pólandi að fara læra þeirra túngumál heldur frekar að hafa þau saman í skóla þar sem þau lenda ekki í einellti eða leggja aðra í einelti.

þetta er ekki lyggi þetta er mín reynsla og vill biðja íslendinga að ekki mæta í þessi mótmæli því þið hvort sem er vitið ekkert!!! hvað er að gerast í alvöru.

arnar ingi (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 23:25

11 identicon

Björn: Þegar alhæft er yfir heilan kynþátt er það til marks um fordóma. Sígunar eru jafn misjafnir eins og þeir eru margir og að trúa málflutningi sem lýsir heilum kynþætti eftir stöðluðum rógburði er slæmt mál. Sérstaklega þegar menn hafa slíkan fordómafullan málflutning eftir öðrum. Gagnrýni Kolbeins á því rétt á sér. Ég vona að þú lítir aðeins gagnrýnari augum næst þegar þú lest lýsingu á kynþætti sem elur á fordómum, eða að minsta kosti að kynþáttahatrið skíni ekki í gegnum þín skrif líka.

með virðingu

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 23:30

12 Smámynd: Björn Birgisson

Arnar Ingi, þakka þér innlitið. Mér er ekki par vel við að vera hér kallaður kynþáttahatari, fyrir það eitt að vitna til orða annarra um sígaunana. Ég hef leitað mikið að jákvæðum ummælum um þá en ekkert fundið. Ég efast ekkert um orð þín. Þau eru samhljóma flestu því sem ég hef heyrt. 

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 23:33

13 identicon

Og ég vona að allir sjái í gegnum viðurstyggilega kynþáttahatrið hjá Arnari Inga.

Arnar Ingi: Fólk verður ekki vont því það tilheyrir einhverjum kynþætti. Ég hef verið laminn af hvítum manni, eru þá allir hvítir menn vondir? Ég hef heyrt sögur af hvítum mönnum sem jafnvel meina heilu borgunum í fátæku löndunum að fá hreint drykkjarvatn. Djöfulsins meinskeppna er þessi hvíti maður, ekki satt? Nei þetta er alhæfing og fordómar. Það að mótmæla mótmælum sem reyna að hvetja til mannréttinda er það sama og að lýsa stuðningi við mannréttindabrotin. Þó svo að þú hafir slæma reynslu af sígunum þá eru líka til sígunar sem hafa slæma reynslu af slóvönskum stjórnvöldum

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 23:36

14 Smámynd: Björn Birgisson

Rúnar Berg, ef þú getur komið hér með jákvæða umfjöllun eða lýsingu á þessu fólki og lifnaðarháttum þess, þá er þér það meira en velkomið. Ég hef hér ekki sagt stakt orð frá eigin brjósti um þetta fólk, aðeins vitnað til þess sem ég hef heyrt og lesið í gegn um árin. Fátt af því er fallegt. Lestu færslu Arnars Inga #8.

Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 23:42

15 identicon

ég skal þá alveg kallast rasisti en bara lángar að vita ef þú værir í mínum sporum eða allavega lesið þig um sígauna(cigan) hvort þú mundir vita afhverju þeir eru hataðir í evrópu þar sem foreldrar þessara barna kenna þeim eða jafnvel láta þau stela. þessi þjóð hefur gert þetta í mörg hundruð ár og þetta er vandamál fyrir þjóðir og þau vita ekkert hvernig þau geta barist á móti þessu þannig fólk á ekki að vera mótmæla heldur að reyna hjálpa að finna lausn og með lausn er ég ekki að tala um útrimingu heldur lausn á því hvernig er hægt að breita þjóð þjófa í venjulega borgara.

arnar ingi thors (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 23:58

16 identicon

Ég þekki jafnlítið um síguna og þú Björn. En ég hef hinsvegar tamið mér gagnrýna hugsun og reyni því ekki að láta fordómafulla texta hafa skoðanamyndandi áhrif á mig. Ég þarf ekki að koma með jákvæða frásögn af sígunum, ég læt það vera að dæma heilan kynþátt og dæmi bara hvern einstakling þegar að því kemur að ég hitti hann. Það hvernig ég dæmi einn einstakling hefur ekkert með það að gera hvaða skoðanir ég hef af næsta einstakling sem ég hitti af sama kynþætti og þess vegna ætla ég ekki að koma með neina sígunasögu, hvorki góða né slæma. Að lýsa heilum kynþætti er bull og vitleysa og bara til að ala á fordómum á þeim sem hlustar á. Það var nú einu sinni allt vitlaust þegar Grindvíkingum var lýst sem þorpsbúum þar sem lífið snýst bara um fisk og fótbolta.

Það sem ég er að segja er að það eru nákvæmlega lýsingar og sögur eins og blaðagreinarnar sem þú vísar í og færsla Arnars Inga hér að ofan sem er kveikjan að og viðheldur fordómum. Það er nú þannig að mannshugurinn leitast alltaf við að staðfesta þá trú sem hann hefur, hvort sem hún sé sönn eða ekki. Og auk þess þá eru sígunnar ekkert það auðþekkjanlegir. Hver veit nema að sumir sígunnar hafa rifið sig úr fátæktinni og eru núna fyrirmyndar þegnar sem stoppa alltaf fyrir puttaferðalöngum, en út af þeirri skömm sem fylgir því að vera síguni þá mynnast þeir aldrei á það og þess vegna heyrir maður aldrei jákvæðar sögur af sígunum

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 00:04

17 Smámynd: Björn Birgisson

Rúnar Berg, þakka þér þetta góða innlit. Greinilegt af þínum orðum að þú vilt ástunda víðsýni fremur en þröngsýni, sem er ákaflega virðingarvert hjá ungum og upprennandi manni. Auðvitað er alltaf skynsamlegra að dæma einstaklinga en þjóðir, þurfi yfirleitt að dæma.

Ég get bara ekki betur séð en að þeirri ágætu kenningu þinni sé hvarvetna snúið á hvolf þegar Sígaunar eiga í hlut. Af hverju?

Mér skilst að nú byggi Evrópu um 835 milljónir manna. Þar af eru Sígaunar taldir vera allt að 8 milljónir, en erfitt reynist að telja þá vegna flökkulífs þeirra.

Það er stórmerkileg staðreynd að hvergi eru þeir velkomnir. Alls staðar illa séðir og alls staðar lenda þeir á jaðri þess samfélags sem hýsir þá hverju sinni.

Af hverju? Ekki veit ég það svo gjörla en grunar margt.

Björn Birgisson, 20.9.2010 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband