Roma fólkið til Reykjavíkur?

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, var meðal mótmælenda við Alþingishúsið í morgun.

Sígaunar eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaunar búa í Austur-Evrópu. Sjálfir nefna sígaunar sig Rom eða Romani, sem er komið úr sanskrít og merkir maður eða eiginmaður.

Aðstæður Sígauna eru víða bágbornar og skýrast væntanlega að hluta til með því að gagnkvæm ást og virðing er sjaldnast til staðar milli þeirra og yfirvalda á þeim stöðum sem þeir búa. Hverju sem er um að kenna.

Ef einhver hugur fylgir máli með mótmælastöðu Jóns Gnarr borgarstjóra, sem er all nokkuð ólíkindatól, þá ætti næsti leikur hans í stöðunni að vera nokkuð borðliggjandi.

Hann gæti boðið þeim börnum og fjölskyldum, sem mismunað er í Slóvakíu, til Reykjavíkur til varanlegrar dvalar og betra lífs. Nægt er landrýmið og er ekki Reykjavík yfirfull af hálfbyggðum húsum sem iðnaðarmenn myndu fagna mjög að fá að klára?

Hversu mikill hugur fylgir máli hjá borgarstjóranum?

Myndi hingaðkoma Roma fólksins ekki bara lífga upp á mannlífið í borginni?

 


mbl.is Mótmælt við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi

Æi ég veit ekki!! Skil ekki allveg hvað menn eru að ofvernda þetta lið...Ég hef bara heyrt slæmt um sígauna af þeim sem ég þekki sem búa í löndum með sígaunum eins og Slóvakíu og Tékkland því þetta nennir engan veginn að vinna og er bara rænandi og rupplandi úr íbúðum og verslunum ásamt því að fjölga sér út í öfga og eiga endalaus börn án þess að eiga nokkuð til að bjóða börnunum..Svo er mér sagt að þetta fólk misnoti allt kerfi eins og þau geta...En það fyndna sem mér var sagt og ég tók eftir t.d í Tékklandi var að þetta fólk var alltaf á eðal drossíum eða rándýrum bíllum hvernig sem það átti efni á því! 

Ingi, 20.9.2010 kl. 11:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þeir sem aðhyllast svokallað fjölmenningarsamfélag með skilyrðislausum og óheftum innflutningi fólks til landsins af ólíkum menningarlegum uppruna ættu að íhuga hvernig stendur á því öfga- og rasistaflokkum víðsvegar um Evrópu vex stöðugt fiskur um hrygg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2010 kl. 11:44

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þeir eru dálítið eins og íslendingar, haga sér eins og þeim sýnist. Ferðast 7 saman í bíl sem hefur bara leyfi fyrir fjóra. Ef hlutirnir eru ekki afdráttarlaust bannaðir þá líta þeir svo á að þeir séu leyfðir. Tel því að þeir myndu falla vel inn í hópinn hér.

Jón gnarr hefur hinsvegar ekkert leyfi til að bjóða þeim hingað til uppihalds nema fyrir sína prívat peninga. Í landinu gilda lög um hlutverk sveitarfélaga ( að vísu margbrotin ) og ráðstöfun skatttekna. Reykjavíkurborg hundsar ennþá lög um framfærsluskyldu sveitarfélaga og ég er viss um að Roma fólkið myndi seint sætta sig við að treysta á hjálparstofnanir til framfærslu og ekki er að treysta hér á betligjafir. Hinsvegar ef þeir flyttust hingað og stofnuðu íþóttafélag ( ríkisborgararéttur háður samþykkt Alþingis ) þá fengju þeir góða styrki úr borgarsjóði. Þá sæju þeir örugglega möguleika í því að taka yfir rekstur Faxaflóahafna hf.

Einar Guðjónsson, 20.9.2010 kl. 11:54

4 Smámynd: Durtur

Úff... ekki er sama fólkið að taka undir þetta sem vill banna Islam á Íslandi?

Durtur, 20.9.2010 kl. 13:03

5 Smámynd: Ingi

haha...Nei ekki ég allavega,mér er nokk sama hvað trúarbrögð menn iðka hér á landi Islam,Kristni,Kaðólskt,Gyðingatrú,búdda og eflaust er ég að gleyma einhverju...Bara svo lengi sem menn hagi sér og fari eftir röð og reglu!

Ingi, 20.9.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband