21.9.2010 | 11:00
Ráðherraraunir
Ráðherrarnir fóru á rall,
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.
Níu litlir ráðherrar
fóru seint að hátta
einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta
Átta litlir ráðherrar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geyspum
en þá voru eftir sjö.
Sjö litlir ráðherrar
sátu og átu kex
einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.
Sex litlir ráðherrar
sungu dimmalimm
einn þeirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.
Fimm litlir ráðherrar
héldu að þeir væru stórir
einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.
Fjórir litlir ráðherrar
fóru að reka kýr
ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.
Þrír litlir ráðherrar
þorðu nú ekki meir
einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.
Tveir litlir ráðherrar
þögðu nú eins og steinn
annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn
Einn lítill ráðherra
sá hvar gekk ein dama
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama
Sjallastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó
ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.
Ósammála í grundvallaratriðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.