Vill bera beinin hjá kindunum sínum

"Síðasti sauðfjárbóndinn við norðanverðan Arnarfjörð er að bregða búi. Hann vill láta jarða sig við hliðina á uppáhaldskindunum sínum í sérstökum grafreit, sem hann er búinn að láta gera í virðingarskyni við kindurnar. Þetta kemur fram í viðtali Kristjáns Más Unnarssonar fréttastjóra við Þorbjörn Pétursson, bónda á Ósi í Mosdal, sem sýnt verður í kvöld í þættinum Ísland í dag á Stöð 2." segir visir.is

Þetta finnst mér einkar falleg frétt. Hér er um að ræða ákaflega sterkt samspil mannsins, dýranna hans og náttúrunnar sem hann elskar og er alinn upp í, þótt óblíð hafi verið á stundum.

Nokkuð viss er ég um eitt. Að þessum þessum sómamanni gengnum verður honum holað í "vígða mold", fjarri kindunum sem hann vill bera sín bein hjá og hefur átt samleið með um áraraðir.

Ég þekki ekki reglurnar til neinnar hlítar, en grunar þó að varla megi dreifa ösku brenndra sómamanna hvar sem er, hvað þá að grafa máttvana líkama þeirra á víðavangi.

Til þess sjá kerfið og þjóðkirkjan.

Fari ég hér villur vegar, þætti mér vænt um að kurs minn yrði leiðréttur af sérfróðum um hvar látnir mega hvíla, hverjar svo sem óskir þeirra eru á meðan örendið er enn í brjóstum þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki má jarða menn utan kirkjugarða. En um öskudreifingu gilda heldur rýmri reglur:

http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/203-2003

Þar sem Auðkúluhreppur er nú í eyði og telst því ekki til byggðs bóls, gæti bóndanum e.t.v. orðið að ósk sinni.

(Meira má svo lesa á island.is)

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 19:33

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, takk fyrir þetta. Held þó að bóndinn hljóti aldrei legstað hjá kindunum sínum, en kannski er þetta bara óttalega kindarlegt sjónarmið hjá mér!

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 20:14

3 identicon

Heill og sæll Björn; æfinlega - sem og aðrir gestir þínir !

Jah; það væri eftir öðru, fengju hempuklæddu Þjóðkirkju flónin því ráðið, hvar Þorbjörn fengi sinn hinsta hvílustað, svo sem.

Sem fyrr; lít ég á Þjóðkirkjuna, sem sama andstyggðar fyrirbrigðið, og það Alþingis óartar dæmi, sem við eigum nú helzt við að etja, Björn minn.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 20:37

4 Smámynd: Björn Birgisson

Óskar Helgi, takk fyrir innlitið, alltaf jafn gaman að að sjá framan í þig, svona tölvulega séð. Þegar ég las fréttina um Þorbjörn og kindurnar hans varð mér hugsað til þeirrar frábæru kvikmyndar: Börn nátturunnar. Það skýrir sig sjálft.

Með kveðju, Björn

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 20:45

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhver Altúnga upplýsti mig nýlega um að sjórinn væri eini staðurinn sem mætti taka við ösku okkar ef við viljum hafna því að vera holað niður með yfirsöng í helguðum reitum á vegum ríkiskirkju vorrar.

Árni Gunnarsson, 21.9.2010 kl. 20:47

6 Smámynd: Björn Birgisson

REGLUGERÐ
um dreifingu ösku utan kirkjugarðs.

Almennt ákvæði.
1. gr.
Sækja má um leyfi til dreifingar á ösku látinna einstaklinga til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.


Umsóknir.
2. gr.
Umsókn um leyfi til að dreifa ösku skal vera skrifleg á þar til gerðu eyðublaði sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið leggur til. Í umsókninni skal koma fram:
1.Fullt nafn, kennitala og lögheimili þess sem sækir um leyfi til að dreifa ösku.
2.Fullt nafn, kennitala og dánardagur hins látna.
3.Heiti og/eða lýsing á þeim stað sem dreifa á öskunni á.
4.Skrifleg beiðni eða samþykki hins látna, ef fyrir liggur.
5.Ef ekki liggur fyrir skrifleg beiðni skv. lið 4, er nægilegt að lögð sé fram skrifleg staðfesting nánustu aðstandenda um að það hafi verið vilji hins látna að ösku hans yrði dreift.


Skilyrði fyrir leyfisveitingu.
3. gr.
Þess er krafist að fyrir liggi skrifleg beiðni eða samþykki hins látna fyrir dreifingu öskunnar eða a.m.k. skrifleg staðfesting aðstandenda um að það hafi verið vilji hins látna að ösku hans yrði dreift.


4. gr.
Aðeins er heimilt að dreifa ösku látinna manna yfir haf og óbyggðir. Með þessu er verið að koma í veg fyrir að ösku látinna manna sé dreift yfir byggð, væntanlega byggð eða stöðuvötn.

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband