Fellur ríkisstjórnin fyrir jól? - Ný könnun

"Magnús Orri sagði að af þeim ástæðum hafi fyrrverandi viðskiptaráðherra ekki haft sömu vitund um hættuna og aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni."

Það sjónarspil sem agndofa þjóðinni er nú boðið upp á af Alþingi er sögulegt, einkum fyrir þær sakir að aldrei í lýðveldissögunni hefur önnur eins lágkúra birst þjóðinni frá Stórasviðinu við Austurvöll.

Enn eru menn þar að karpa um atkvæðagreiðslur um ákærur á hendur fyrrum ráðherrum. Þær atkvæðagreiðslur munu aldrei fara fram. Hvort þær ættu að fara fram er önnur saga.

Samfylking og Sjálfstæðisflokkur munu koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Til að spara tímann væri réttast að henda þessum þingsályktunartillögum í ruslafötuna.

Stóra spurningin er þessi.

Er ríkisstjórnin að falla á þessu skítamáli?

Um það spyr ég í nýrri könnun hér til vinstri á síðunni.

Taktu þátt ef þú þorir!


mbl.is Hafnar sérstakri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn: Ég ætla að gera grein fyrir mínu atkvæði í þessari skoðannakönnun þinni.

Ef Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ætla ( eins og allt lítur út fyrir ) að koma í veg fyrir atkvæðagreiðluna. Þá segja VG skilið við samstarfið á næstu dögum.

Að öðru leyti, og eins og SF er meira og meira að opinbera sína eðlislægu kratísku gamal dags flokks hugsun, þá lafir þetta í mesta lagi fram yfir jól.

En ef ég á að vera alveg hreinskilinn, þá held ég að samstarfið sé nú þegar kapút, þingmenn eiga bara eftir að melta það.

hilmar jónsson, 21.9.2010 kl. 21:22

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar Jónsson og mínar kannanir. Gaman að þú skildir gera grein fyrir atkvæði þínu og að mestu get ég tekið undir með þér. Get ég treyst þér, svona tæknilega séð?  

Björn Birgisson, 21.9.2010 kl. 21:29

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Að sjálfsögðu Björn.

hilmar jónsson, 21.9.2010 kl. 21:35

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er með könnun á mínu bloggi, svipaðs eðlis. Þar er gert ráð fyrir þeim möguleika að jólunum verði jafnvel flýtt um tvo mánuði. Ég óttast að Sjálfstæðisflokkurinn verði kominn í stjórnarráðið fyrir jól, þó þeim verði flýtt. Ég geri ekki grein fyrir mínu atkvæði það þarfnast ekki útskýringa.  

En komi til kosninga er mér vandi á höndum, veit ekki hvað ég á að kjósa, en veit hvað ég kýs ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.9.2010 kl. 22:10

5 identicon

Hvers vegna á Björgvin, bankamálaráðherran sjálfur, ekki að hafa vitað neitt.  Jú hann var ekki hafður með á fundum vegna þess að hvorki samfylkingin né sjálfsstæðisflokkurinn treysti manninum til þess að halda sér saman um mál á viðkvæmu stigi.

Stebbi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 15:41

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ljótt að heyra!

Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband