21.9.2010 | 22:17
Hvað hefur Orðunefndin að fela?
Slæmar fréttir af afleitu hátterni fáeinna kirkjunnar manna í kynferðismálum tröllríða umræðunni nokkuð reglulega. Hér í fámenninu og einnig út í hinum stóra heimi. í framhaldi af viðtali Þórhalls Gunnarssonar við séra Halldór Gunnarsson í Holti á RÚV í kvöld ætla ég að endurbirta nokkurra vikna gamla færslu mína með smávægilegum viðbótum.
Herra Ólafur Skúlason, fyrrum biskup á Íslandi, hefur aldeilis verið í fréttum og þá miklu heldur sem skúrkur en boðberi friðar, góðs siðgæðis og góðra siða. Eftir all nokkrar ásakanir ýmissa kvenna má segja að dóttir hans hafi innsiglað rökstuddan grun um afleitt framferði hans, með eins konar biskupsdóttur innsigli. Henni trúa allir.
Einhverja rekur eflaust minni til þess að ég lofaði að grennslast fyrir um hvað varð þess valdandi að biskupinn sá fékk fjórar Fálkaorður. Ég vildi vita hverjir hefðu mælt með því við Orðunefndina.
Ég sendi ritara Orðunefndar, Örnólfi Thorssyni, fyrirspurn um þetta í tölvupósti og hef ítrekað fyrirspurn mína.
Svar hef ég ekkert fengið. Ekki eitt orð. Ekki eitt einasta orð og ég furða mig á því.
Ég þekki ekki vinnureglur Orðunefndar. Kannski má ekki veita umbeðnar upplýsingar. Kannski þarf pukrið að þjóna lund sinni. Hvern er Orðunefndin að vernda? Hef mínar hugmyndir um það.
Engu að síður er lágmarks kurteisi hjá fólki, sem þjóðin elur, að svara erindum sem því berast frá launagreiðendum sínum. Annað er rakalaus dónaskapur.
Er kannski leynd Orðunefndar eitthvað í ætt við bankaleyndina?
Hvað hefur hún að fela fyrir þegnum þessa lands varðandi orðuveitingar til Herra Ólafs Skúlasonar?
Ég mun fylgja þessu máli eftir, en hvet alla þá sem þetta lesa að leita til Orðunefndar eftir þessum upplýsingum.
Við skulum byggja upp nýtt Ísland og víkja spillingunni og pukrinu til hliðar!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Vi´skum halda áfram að tátla hrosshárið okkar lambið mitt."
Phsykopat, var minnir mig nafnið sem sr. Halldór í Holti kallaði Herra Ólaf Skúlason margvígðan og lögfestan fulltrúa Almættisins og staðgengil Drottins í söfnuðum þjóðkirkjunnar á Íslandi.
Árni Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.