22.9.2010 | 15:07
Góð tillaga en kostnaðarsöm
"Tillagan gerir ráð fyrir að skilið verði betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, m.a. með því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi."
Þetta er ágæt tillaga, en menn þurfa að hafa í huga að hún kostar fullt af peningum. Séu ráðherrar 10 til tólf talsins, allt kjörnir þingmenn, þarf að kalla inn jafn marga varamenn. Við það bætast 10-12 alþingismenn á launaskrá Alþingis og yrðu þá 73-75. Einnig kæmi örugglega fram krafa um einhverjar aukasporslur til stjórnarandstöðu vegna aukins vægis meirihlutans, þar sem ráðherrarnir héldu málfrelsi og tillögurétti í þinginu, þótt þeir misstu þar atkvæðisréttinn.
Mín ágiskun er að þessi tilhögun auki launagreiðslur og kostnað Alþingis um 100 til 150 milljónir á ári.
Ráðherrar verði ekki þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Birgir. Ég mundi telja að þessi breyting þyrfti ekki að verða svo kostnaðarsöm. Nú hafa allir ráðherrar aðstoðarmenn, til að aðstoða þá við hið tvöfalda starf, þingmans og ráðherrar. Þegar þeir hafa einungis ráðherrastarfi að gegna, eiga þeir ekki að þurfa sérstakan pólitískan aðstoðarmann, þar sem ráðherrastarf er í eðli sínu ekki flokkspólitískt.
Líklega eru aðstoðarmenn ráðherra á svipuðum launum og þingmenn, þannig að kostnaðarmunur ætti ekki að þurfa að verða svo mikill.
Guðbjörn Jónsson, 22.9.2010 kl. 18:14
Guðbjörn, þetta er góður punktur hjá þér. Verði þessi breyting ofan á, hef ég enga trú á að aðstoðarmennirnir detti út. Því miður. Tíminn einn mun leiða það í ljós. Þakka þér innlitið.
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 18:18
Ef ráðherrarnir missa þingfararkaupið og halda aðeins ráðherrahluta heildarlauna sinna gæti þetta sloppið á jöfnu. En þetta eru sennilega draumórar í mér...!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 19:16
Ybbar gogg, fékkstu ekkert brauð í dag? ...... missa þingfararkaupið? Já, já, og vera bara með 300-400 þúsund á mánuði sem ráðherrar! Synd með alla þessa hækkun á hveitinu. Myllan búin að hækka brauðið um 8,1%. Hvernig fer fyrir sumum?
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 19:30
Held ég skelli mér á eina samloku á Skyndi-barnum í Keflavík! Ég er greinilega með óráði!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 19:35
Keflavík? Ertu þar?
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 19:47
Þurfti að bregða mér suður með sjó um stundarsakir. Held mig annars nærri andarpollinum í höfuðborginni...
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 20:27
Ertu að eltast við önd?
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 20:34
Heh, heh, nei! Kominn yfir eltingaraldurinn. En á yngri árum fannst alltaf gaman í kolluskoðun suðurfrá!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 20:47
Fuglavík, nærri Sandgerði?
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 21:10
Segjum það, velsæmisins vegna!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:26
Hvaða velsæmis? Viltu að ég sendi Rannsóknarnefnd Alþingis á þig? Steggir frá Reykjavík eru ekkert sérstaklega vinsælir nú um stundir á Reykjanesi. Höfuðsteggurinn er gjörsamlega ofalinn af brauði, sem tekið er frá svöngum munnum barnanna, sem gráta hörmungar fortíðarinnar og sjá enga framtíð, frekar en sandsílin og lundinn í Vestmannaeyjum. Ekki þarf mikla andagift til að hafa verulegar áhyggjur af því!
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.