22.9.2010 | 17:39
Björgvin G. Sigurðsson axlaði einn ábyrgð
Einn af bestu bloggurum hér á Moggabloggi, Árni Gunnarsson, skrifaði snjallan pistil hér fyrr í dag. Þar gat meðal annars að líta þessi orð:
"Einn þekktasti skylmingaþræll Sjálfstæðisflokksins minnti á að nafngreindir ráðherrar hrunstjórnarinnar hefðu axlað sína ábyrgð með því að hverfa af vettvangi stjórnmála."
Lýkur Árni svo pistlinum með þessari spurningu:
"Hvernig axlar maður ábyrgð á ógæfu sem hann neitar að hafa valdið"?
Þetta er fjári góð spurning. "Skylmingaþrællinn" verður að svara henni.
* Eftir því sem ég best veit hætti Geir Haarde í stjórnmálum vegna veikinda.
* Eftir því sem ég best veit hætti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í stjórnmálum vegna veikinda.
* Eftir því sem ég best veit hætti Árni Mathiesen í stjórnmálum þegar það rann upp fyrir honum að hann hafði lítinn stuðning flokksfélaga fyrir síðustu kosningar og kaus að taka ekki vonlítinn slaginn.
* Eftir því sem ég best veit axlaði Björgvin G. Sigurðsson, einn fjórmenninganna, ábyrgð með því að hverfa af þingi, á meðan Atlanefndin og þingið fjölluðu um gerðir hans og pólitísk örlög.
Það er líklega réttast að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Bíða niðurstöðu þingmannanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann er bara í leyfi, ekki satt? Dúkkar svo upp aftur, hvítþveginn, væntanlega...
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 19:20
Hann sýndi kjark og þor og dró sig í hlé. Verði hann engum sökum borinn má hann dúkka upp aftur mín vegna.
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 19:27
Allt rétt og satt nema með Björgvin. Björgvin axlaði enga ábyrgð. Hann sagði af sér degi fyrir stjórnarslit, sótsvartur upp fyrir haus og vissi hvað var í aðsigi..
hilmar jónsson, 22.9.2010 kl. 19:42
Hilmar, fljótt fennir í sporin. Hann sagði af sér sem ráðherra korteri fyrir fall stjórnar Geirs Haarde. Ekki sem þingmaður. Eða hvað?
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 19:46
25. janúar 2009:
"Björgvin G. Sigurðsson, sendi Geir H. Haarde forsætisráðherra sérstakt bréf í morgun þar sem hann óskaði eftir að láta af embætti viðskiptaráðherra. Á blaðamannafundi í morgun las Björgvin upp bréfiið en aðspurður sagði hann að nauðsynlegt væri að menn öxluðu ábyrgð á hruni bankakerfinu og þar væri Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn í forgrunni. Björgvin sagði að hann hefði alla tíð gert sér grein fyrir að hann bæri hluta af pólitísku ábyrgð vegna ástandsins. Ekki var þrýst á hann að segja af sér. Björgvin mun halda áfram þingmennsku og freista þess að ná endurkjöri í komandi kosningum."
12. apríl 2010:
"Björgvin G. Sigurðsson, einn þeirra sem skammir fá í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fyrir vanrækslu, hyggst segja af sér embætti formanns þingflokks Samfylkingar en halda áfram sem hefðbundinn þingmaður."
15. apríl 2010:
"Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af Alþingi.
Í yfirlýsingu sem Björgvin sendi frá sér nú síðdegis segir hann að þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu Alþingis þurfi nú að fjalla um ábyrgð ráðherra. Mikilvægt sé að til þeirrar vinnu sé vandað og ekkert megi verða til þess að draga úr trúverðugleika þeirrar vinnu."
Hafa aðrir axlað meiri ábyrgð, eða sýnt meira drenglyndi í þessum erfiðu málum. Ef svo er vil ég fá nöfnin þeirra.
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 20:09
Samkvæmt því ritúali sannleikans sem fljótlega eftir bankahrunið og stjórnarskiptin stýrði rökheldum viðrögðum varnarliðs Sjálfstæðisflokksins þegar vitnað var til ummæla fyrir hrun þá muntu eiga von á því að vera sakaður um að hafa slitið þessar yfirlýsigar Björgvins G. úr samhengi!
Jafnvel þegar Lára Hanna birti hljóðsettar myndbandsupptökur úr fréttum af ýmsum óþægilegum ummælum Davíðs Oddssonar - allan þáttinn frá upphafi til enda var hún sökuð um þessi óvönduðu vinnubrögð sem greinilega áttu að sögn upptök sinn í heift.
Að því ógleymdu að allir sem svikust undan þeirri sjáfsögðu skyldu að lofsyngja Foringjann voru sagðir vera komnir með hann á heilann.
Þakka ábendinguna um þennan magnaða bloggara!
Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 22:24
Árni minn Gunnarsson, þakka þér þetta ágæta innlit. Á stundum, hafandi skrifað eitthvað þokkalegt, að mínu mati, finnst mér sem ég sé hrópandinn í eyðimörkinni, sem allir heyri til, en enginn vilji svara, þótt rétt handan sandöldunnar séu.
Góðar undantekningar eru frá því, sem betur fer.
Líklega best að svelta helvítið í hel, svo það þagni!
Þetta Moggablogg var frábært þegar ég kynntist því fyrst.
Nú er hún Snorrabúð stekkur.
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.