22.9.2010 | 22:14
Glotta nú saklausir fjölmiðla skrifarar?
Þetta mál verður ekki útkljáð eftir samvisku hvers og eins þingmanns eins og alltaf er látið í veðri vaka. Það verður útkljáð eftir pólitískum flokkslínum. Með öðrum orðum: það verður enginn sendur á sakamannabekk Landsdómsins.
Afstaða Framsóknarflokksins er umhugsunarverð. Hvernig ætli hún væri ef Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir væru á meðal þeirra sem Atlanefndin vill ákæra?
VG og Hreyfingin hrópa á réttlæti og virðast sjá því fullnægt með því að kæra fjórmenningana.
Ég set stórt spurningarmerki við þess konar réttlæti, á sama tíma og ranglætið hrópar á fólk í ljósi þess hve margir sleppa. Fólk sem tengist atburðarásinni jafnvel meira en fjórmenningarnir.
Fólk sem nú glottir út í annað og jafnvel dundar sér við að skrifa um afdrif fjórmenninganna.
Skilar áliti á laugardag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég myndi svara því til að þeir myndu taka því með jafnaðargeði - án gríns.
Ég þekki til innan Framsóknar í dag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.9.2010 kl. 02:20
Þegar Alþingi lögfesti Landsdóm hefur sá skilningur ríkt að ævinlega væri það tryggt að þar ætti sæti fullorðið fólk. Nú er það orðið staðreynd að þroski alþingismanna fer þverrandi með hverri viku sem seta þeirra lengist um.
Verði niðurstaða Alþingis sú að stefna engum fyrir Landsdóm þá verður það mér og fjölmörgum öðrum glögg vísbending um að stjórnmálamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hér sé ekki nein þörf á að bæta stjórnsýsluna.
Staðreyndin er nefnilega sú að heimurinn er ekki eins góður og hann ætti að vera. Og af því leiðir að ef engin viðurlög, engin refsing bíður þeirra valdhafa sem misfara með ábyrgð á verkum sínum þá mun spilling aukast í stað þess að minnka.
Árni Gunnarsson, 23.9.2010 kl. 08:27
Miðað við það hvernig kæruliðar hafa brugðist við gagnrýni á niðurstöðu meirihluta Atlanefndar, bendir margt til þess að nefndin hafi ekki gætt þess að leyta af sér allan grun, um að niðurstaða Landsdóms, verði sú sama og kæruliðar, beinlínis æpa á. Kæruliðar segja að þingheimur verði að hafa kjark og þor, til þess að ákæra þessa fyrrum ráðherra. Kæruliðar segja aldrei að þingheimur verði að hafa kjark og þor, til þess að vega og meta málsgögn og gera athugasemdir við þau, þyki upp á þau vanta. Kjarkurinn og þorið sem að Alþingismönnum ber að hafa, er að geta og þora að óska eftir gögnum og gagnrýna það sem þeim þykir miður hafa farið.
Það benda allt eins líkur til þess, að þau mál sem landsdómur muni hafa í höndunum, loks er til hans kemur, að lögmönnum ráðherrana fyrrverandi, muni ekki reynast það erfitt að fá málin niðurfelld, eða umbjóðendur sína sýknaða. Þá verður ekki spurt um kjark og þor þingmanna. Þá ættu spurningar almennings að snúast um, hvort að meintur kjarkur og þor meirihluta þingmanna, hafi í rauninni ekki verið kjarkleysi þeirra, að láta undan dómstóli götunnar? Mun þá dómstóll götunnar dæma þessa þingmenn, eða mun dómstóll götunnar dæma landsdóm sem dæmir menn til sýknu samkvæmt lögum, eða vísar málinu frá vegna fúsks þeirra hugrökku?
Kristinn Karl Brynjarsson, 23.9.2010 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.