22.9.2010 | 20:27
Ef fleiri hefðu brugðist við eins og Björgvin G. Sigurðsson væri heiðarleiki fyrrum forráðamanna þjóðarinnar ekki í ruslflokki
Í skýrslu Rannsóknarnefndar kemur fram að 147 einstaklingar hafi alfarið neitað að vera á nokkurn hátt sekir um aðild að hruninu, beint eða óbeint. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og eitt og annað komið fram, meðal annars hjá Atlanefndinni. Hún vill ákæra Björgvin G. Sigurðsson fyrir afglöp og vanrækslu, ásamt þremur öðrum fyrrum ráðherrum. Lítum aðeins á feril Björgvins í þessu máli. Öðrum til viðvörunar og eftirbreytni, eins og skilja má að sé tilgangur ákæranna frá Atlanefnd.
25. janúar 2009:
"Björgvin G. Sigurðsson, sendi Geir H. Haarde forsætisráðherra sérstakt bréf í morgun þar sem hann óskaði eftir að láta af embætti viðskiptaráðherra. Á blaðamannafundi í morgun las Björgvin upp bréfiið en aðspurður sagði hann að nauðsynlegt væri að menn öxluðu ábyrgð á hruni bankakerfisins og þar væri Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn í forgrunni. Björgvin sagði að hann hefði alla tíð gert sér grein fyrir að hann bæri hluta af hinni pólitísku ábyrgð vegna ástandsins. Ekki var þrýst á hann að segja af sér. Björgvin mun halda áfram þingmennsku og freista þess að ná endurkjöri í komandi kosningum."
12. apríl 2010:
"Björgvin G. Sigurðsson, einn þeirra sem skammir fá í skýrslu rannsóknarnefndarinnar fyrir vanrækslu, hyggst segja af sér embætti formanns þingflokks Samfylkingar en halda áfram sem hefðbundinn þingmaður."
15. apríl 2010:
"Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af Alþingi. Í yfirlýsingu sem Björgvin sendi frá sér nú síðdegis segir hann að þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu Alþingis þurfi nú að fjalla um ábyrgð ráðherra. Mikilvægt sé að til þeirrar vinnu sé vandað og ekkert megi verða til þess að draga úr trúverðugleika þeirrar vinnu."
Hafa aðrir axlað meiri ábyrgð, eða sýnt meira drenglyndi í þessum erfiðu málum?
Ef svo er vil ég fá nöfnin þeirra.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú vekur hér athygli á eftirtektarverðum punkti sem hefur örugglega farið framhjá mörgum. Við værum á hraðri leið upp úr skotgröfunum, ef til vill komin þaðan, ef allir hefðu gert eins og Bjrögvin einn gerði. Þess í stað virðumst við sífellt grafa okkur dýpri gröf.
Hoppandi (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 21:26
Hoppandi, ég þakka þér þitt góða innlit. Hvernig sem allt veltist og velkjist skal tvennt ávallt vera í fyrirrúmi. Annað er að saklaus er hver einstaklingur fram að sakfellingu. Hitt er að heiður ber þeim sem heiður ber.
Vissulega dýpkar gröfin, líklega fyrsta fjöldagröf á Íslandi.
Björn Birgisson, 22.9.2010 kl. 21:42
Frásagnir af hópgreftri eru til og tengjast Svartadauða.
---------------------------------------
...Engin plága kom áður meiri
en svo kom önnur
og síðan fleiri,
ein drap sauðfé
önnur hesta,
en síðasta plágan
er plágan versta.
----------------------------
Hún berst um landið
með blaðagreinum
og veldur alls konar
innanmeinum.
menn sýkjast jafnvel
af sjúkra orðum
svo plágan fer hraðar
en pestin forðum...... hrafl úr ljóðinu Plágan eftir Davíð Stefánsson.
Kemur mér oft í hug síðustu missirin.
Árni Gunnarsson, 22.9.2010 kl. 23:41
Árni, hvað skal segja eftir svona innlegg? Ég þekki verk Davíðs nokkuð vel, hann er reyndar á náttborðinu mína núna, við hlið Steins Steinarrs. Ég segi bara takk fyrir. Þú ert góður maður.
Björn Birgisson, 23.9.2010 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.