25.9.2010 | 16:43
Fyrri og seinni umferð bornar saman. Á þeim er mikill munur.
Sendi Blikum bestu hamingjuóskir. Þetta var langþráður titill og Blikar eru vel að honum komnir.
Mig langar að bregða aðeins á leik og skoða árangur liðanna í fyrri og seinni umferð mótsins.
Ef Íslandsmótinu, Pepsídeildinni, væri skipt upp í tvö mót, það er fyrri og seinni umferð gerðar að sér mótum, kemur það svona út:
Fyrra mót | Stig | Seinna mót | Stig | |||
1. | Breiðablik | 23 | 1. | FH | 26 | |
2. | ÍBV | 23 | 2. | KR | 23 | |
3. | Keflavík | 19 | 3. | Breiðablik | 21 | |
4. | FH | 18 | 4. | ÍBV | 19 | |
5. | Valur | 17 | 5. | Fram | 15 | |
6. | Fram | 17 | 6. | Grindavík | 14 | |
7. | KR | 15 | 7. | Haukar | 14 | |
8. | Stjarnan | 13 | 8. | Sjarnan | 12 | |
9. | Fylkir | 12 | 9. | Fylkir | 12 | |
10. | Selfoss | 8 | 10. | Valur | 11 | |
11. | Grindavík | 7 | 11. | Keflavík | 11 | |
12. | Haukar | 6 | 12. | Selfoss | 9 |
Haukar og Grindavík hefðu þá fallið í fyrra mótinu, en Keflavík og Selfoss í því síðara. Kannski Valur reyndar.
Árangur FH og KR í seinni umferð er einkar athyglisverður. Slæm byrjun varð þeim að falli ef svo má segja.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemtilega sett upp hjá þér Björn, og ég hlýt sem verslunarmaður í Kópavogi að fagna titlinum með þeim Breiðabliksmönnum, þeir eiga það svo sannarlega skilið, eru mestmegnis með unga uppalda stráka og enga útlendinga eins og mörg hin liðin, láta þessa gutta njóta sín til hins ítrasta , frábært
Guðmundur Júlíusson, 25.9.2010 kl. 17:11
Takk fyrir þetta, Guðmundur. Fyrir nokkrum árum voru Blikar jafnt á kafi í útlendingadekri eins og önnur lið. Botninn datt úr buddunni. Þess vegna eru ungu guttarnir að fá sín tækifæri nú og hafa þakkað pent fyrir sig.
Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 17:17
UBK hefur löngum átt efnileg ungmennalið. Þetta hefur nú skilað sér í fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í meistaraflokki karla. Til hamingju Blikar!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 17:28
Kampakátar konur hringdu í Sigga Hlö og sungu hástöfum: Við erum Blikar, við erum Blikar, trall lall lall a lall ...................
Ybbar gogg, voru þetta ekki kollur? Hvað er að gerast hjá ykkur?
Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 17:39
Góður, Björn!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 19:28
O, jæja!
Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.