25.9.2010 | 13:31
Í kvöld verður gott að búa í Kópavogi
"Selfoss og Grindavík eigast við í lokaumferð úrvalsdeildar karla, Pepsí-deildinni, og hefst leikurinn kl. 14.00."
Í seinni umferðinni hafa Grindvíkingar fengið 14 stig, en lið Selfoss aðeins 6 stig. Grindvíkingar verða því að teljast sigurstranglegri þótt þeir leiki á útivelli í dag.
Annars skiptir þessi leikur nánast engu máli. Grindvíkingar eru pikkfastir í 10. sætinu og lið Selfoss er fallið. Hvorugt mun breytast í dag.
Liðin ættu bara að semja um jafntefli og gefa leikmönnunum frí til að fylgjast með baráttunni á toppnum. Þar verður allt fjörið!
Ég spái því að Blikarnir verði Íslandsmeistarar með sigri í dag. Keflavík vinnur svo Eyjamenn og FH leggur Fram.
Lokastaðan á toppnum verður samkvæmt þessu svona:
Breiðablik 46 stig
FH 44 stig
ÍBV 42 stig
Selfoss kvaddi úrvalsdeildina með stórsigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blikar hafa oft verið mjög nálægt því að vinna Íslandsmótið, en misst góða forystu niður í lokin. Núna sýnist mér þeir vera komnir með mikla sigurhefð, meiri stöðugleika og sjálfstraust og munu ekki misstíga sig í lokaumferðinni.
Þess vegna tek ég undir spána hjá þér, allavega um að Breiðablik vinni sinn leik og þar með mótið.
Theódór Norðkvist, 25.9.2010 kl. 13:54
Ég vona að Blikar taki þetta, en mótmæli harðlega öllum hrakspám um að Fram tapi fyrir FH.
Hoppandi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 14:23
Fótboltinn er eins og pólitíkin, skilar engu nema deilum og úlfúð á milli fylgjenda liðana. Leggja hann niður takk!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2010 kl. 14:31
2:0 - Boltinn barst út úr vítateignum á Sævar sem hamraði hann fyrir utan teig með vinstri fótnum. Glæsilegt hjá fyrirliðanum. mbl.is klikkar aldrei!
Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 14:43
Marteinn Mosdal vildi hafa jafntefli í öllum leikjum. Kannski bara ágætis hugmynd eftir allt saman?
Hoppandi (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 15:37
Frammistaða Grindavíkur í sumar er til skammar, 3 þjálfarar og ekkert gengur, og þeir í raun heppnir að falla ekki, þeir hanga upp á markamun sem er lítill klassi yfir.
Skarfurinn, 25.9.2010 kl. 15:43
Marteinn Mosdal vildi hafa eitt ríkislið sem keppir við sjálft sig á sunnudögum klukkan tvö, tapar aldrei, vinnur aldrei, alltaf jafntefli.
En tæpt var það hjá Blikum, óska Kópavogsbúum til hamingju. Jafntefli dugði þeim á betri markatölu en FH.
Theódór Norðkvist, 25.9.2010 kl. 15:57
Skarfur, Grindavík hangir ekki uppi á markamun.
Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.