Göngin góðu og forseti Íslands

"Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók þátt í hátíðarhöldunum með Bolvíkingum og öðrum Vestfirðingum í dag."

Á yngri árum lá leið mín oft um Óshlíðina, sumar, vetur, vor og haust. Í glannalegum galsaskap æskumannsins var beignum alltaf ýtt til hliðar, en alltaf gerðist maður alvarlegur um stund þegar ekið var fram hjá krossinum.

Þessi göng eru stórkostleg samgöngubót og ég vil óska allri þjóðinni til hamingju með þau, á sama tíma og ég læt þá ósk í ljósi að þau verði á engan hátt til að draga úr ómældum kjarki og þori vestfirskra víkinga á sínum ferðalögum.

Gaman að sjá forsetann viðstaddan og einnig fyrrum samgöngumálaráðherra. Mjög við hæfi að þeir menn hafi fengið tækifæri á að gleðjast með Vestfirðingum.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stendur traustum fótum í sinni vestfirsku arfleifð og ræktar hana vel. Hann var við það að mælast undir núllinu í vinsældum eftir hrunið, vegna dekurs hans við útrásarvíkingana, sem voru engir víkingar.

Nú hefur hann snúið svo rækilega við blaðinu að engir elska hann meira en Sjálfstæðismenn, sem í sjálfu sér er verðugt rannsóknarefni.

Vitandi af allri þessari ofurást íhaldsins á forseta vorum, verð ég að viðurkenna að á stundum verð ég pínulítið skotinn í honum, sérstaklega þegar hann fer um heiminn til að tala málstað okkar föllnu þjóðar. Það gerir enginn betur en hann.

Heiður þeim sem heiður ber.

Skárra væri það nú!

 


mbl.is „Stór stund fyrir okkur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er gleðidagur fyrir Vestfirðinga og raunar þjóðina alla, þessi samgöngubót var löngu tímabær, Óshlíðin var þjóðinni dýr.

Auðvitað er forsetinn flottur!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.9.2010 kl. 21:15

2 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, takk fyrir þetta.

Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 21:18

3 identicon

Það líður ekki á löngu þar til að þú verðir einnig skotinn í íhaldinu kæri Björn minn

því ekki getur vont batnað

Guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 21:23

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur Júlíusson, auðvitað getur vont batnað! Gunnar Nelsson fór létt með bretann. Vissir þú það? "Hengdi" hann í standandi stöðu, sem mun vera fátítt í þessu sporti. Þakka þér innlitið, minn kæri.

Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 21:31

5 identicon

Hvar fréttir þú það? ég hef verið að reyna að ná fréttum að þessu en ekki tekist, frábært hjá stráknum !!

Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 21:44

6 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, þessi síða er alltaf fyrst með fréttirnar, vissir þú það ekki?

Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 22:06

7 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

í alvöru,  hvar sástu þessa frétt?

Guðmundur Júlíusson, 25.9.2010 kl. 22:14

8 Smámynd: Björn Birgisson

Bardagakappinn Gunnar Nelson barðist sinn stærsta bardaga í kvöld í blönduðum bardagalistum eða MMA. Hann mætti þá Bretanum Eugene Fadiora, ósigruðum bardagakappa sem er talinn sá efnilegasti í Bretlandi. Gunnar hengdi Fadiora standandi sem gerist ekki á hverjum degi.

"Það tók Gunnar ekki nema fjórar mínútur í fyrstu lotu að afgreiða Fadiora en það gerði hann með ,,rear naked choke", tak sem er í raun eins og gamla góða hálstakið. Það sem var sérstakt við sigurinn í kvöld er að Gunnar náði að klara Fadiora með þessu taki standandi en slíkt þekkist varla í þessum fræðum.

Gunnar er því enn ósigraður í blönduðum bardagalistum, MMA, og er talinn eitt mesta efni heims í íþróttinni."

Björn Birgisson, 25.9.2010 kl. 23:19

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þó að ég hafi löngum verið sjálfstæðismaður Björn Byrgisson, þá hef ég aldrei haf sérstaka ást á Ó. Grímssyni og þó heldur skömm ef það mæti verða þér til frekari upplýsinga.   

Það beitir samt ekki því að hann gerði  rétt er hann hafnaði  heimild Jóhönnu og Steingríms til handa Bretum að nauðga okkur íslendingum um ókomna tíð og það ber að virða.

Þó að Ó. Grímsson þvaðri á stundum ótæpilega þá ber að þakka það að hann er sá eini sem hefur þor og málsnilld til að segja það sem stjórnvöld Íslensk ættu að vera búin að segja fyrir löngu við Breta Hollendinga og Evrópusambandið, sem eru nú í dag höfuð óvinnir okkar.  

Rolur eru ekki til velfarnaðar og sérlega er það ekki heppilegt þegar yfirhershöfðinginn veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið og ráðgjafinn er fláráður sín sjúkur heigull.      

Hrólfur Þ Hraundal, 25.9.2010 kl. 23:29

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sameinuð stöndum við og sundruð föllum við.

Ef við hættum að hugsa um trúar og flokks-hagsmuna-stefnur eigum við okkur viðreisnar von í þessari hörðu veröld!!!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2010 kl. 23:32

11 identicon

Takk Björn fyrir þetta, þú segir mér greinilega ekki hver uppspretta visku þinnar er?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 25.9.2010 kl. 23:39

12 Smámynd: Björn Birgisson

DV

Björn Birgisson, 26.9.2010 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband