Er lífsvon eftir öll lætin?

Borgarahreyfingin stóð sig ágætlega í síðustu kosningum og fékk fjóra þingmenn kjörna. Á undra skömmum tíma var svo málum Borgarahreyfingarinnar klúðrað þannig að flokkurinn átti engan þingmann! Sú þróun mála hlýtur að vera einhvers konar met, þótt hvergi sé það skráð.

Fréttin af þessu formannskjöri kom mér á óvart. Ég hélt að þessi flokkur væri steindauður og rúinn öllu trausti eftir allt braukið og bramlið sem þjóðin fylgdist furðu lostin með.

Einhver lífsandi virðist þó leynast í flokknum og ekki ástæða til annars en að óska nýju stjórninni velfarnaðar í störfum sínum.


mbl.is Nýr formaður Borgarahreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Við erum þarna ennþá - hvað sem verður. Hinir flokkarnir eru og verða ekki valkostur í mínum huga.  

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.9.2010 kl. 15:37

2 Smámynd: Björn Birgisson

Svo koma líklega önnur öfl fram á sjónarsviðið. Hvað með Besta flokkinn?

Björn Birgisson, 26.9.2010 kl. 15:40

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tja hugsanlega munu einhver framboð sameinast og af hverju ekki þá besti og borgarahreyfingin.

-Sameinuð stöndum vér og sundruð föllum vér- er eitthvað sem við ættum að fara taka alvarlega ef við ætlum okkur að byggja hér mannsæmandi samfélag.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.9.2010 kl. 16:05

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það sjálfsagt hjálpar Borgarahreyfingunni að draga andann að hún fær greitt úr Ríkissjóði, það framlag er fjögurra manna þingflokki ber. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.9.2010 kl. 17:22

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Góð athugasemd Kristinn Karl. Ég leyfi mér að vænta þess að ný stjórn horfi til breiðari samstöðu og þá með fulltrúum Hreyfingarinnar, Frjálslynda flokksins, Íslandshreyfingar Ómars Ragnarssonar og síðast en ekki síst þeim óþægu úr V.g.

Það gæti tekið tíma að sameina þessa hópa en tilreyndin er mikillar orku verð.

Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 17:28

6 Smámynd: Björn Birgisson

Er það ekki all nokkur kattasmölun?

Björn Birgisson, 26.9.2010 kl. 17:37

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nú skortir á mína þekkingu varðandi innlegg #4, er það svo að Borgarahreyfingin fær greitt úr ríkssjóði en ekki Hreyfingin og VG sem þingmennirnir tiheyra núna? Það er eitthvað sem passar ekki í þessu, ef menn skiptir um flokk,  verður þá framlag ríkisins eftir í gamla flokknum en þingsætið og atkvæðið fer í annan flokk? Fyrirgefið fávisku mína.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2010 kl. 17:39

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt ályktað Axel Jóhann. Ekki ákaflega geðslegt svo sem en ekki hefur þótt ástæða til að endurskoða þetta undarlega ákvæði sem reyndar hefur nú ekki fyrr orðið svo þverstætt í framkvæmd.

Árni Gunnarsson, 26.9.2010 kl. 17:44

9 Smámynd: Björn Birgisson

Ef þessar greiðslur eru eðlilegar yfir höfuð, þá á flokkurinn að fá þær. Hins vegar er mjög óeðlilegt að hann tapi fulltrúum sínum kjósi þeir að fara í fýlu við flokkinn sinn. Þá eiga þeir einfaldlega að víkja og kalla inn varamenn sína.

Björn Birgisson, 26.9.2010 kl. 17:49

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri eðlilegast Björn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2010 kl. 18:01

11 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Svo er eitt sem kannski flækir málin enn frekar.  Það er það að Borgarahreyfingin, samdi við Samfylkingu á sínum tíma um stuðning við ESBumsóknina, gegn setu í nokkrum þingnefndum.    Við þann samning stóðu þáverandi (núverandi) þingmenn Borgarahreyfingarinnar ekki við, eftir að nefndarkosningum var lokið, að Þráni Bertelsyni undanskyldum.  Upp frá þeim atburði gerðist Þráinn óháður og hin þrjú afmáðu Borgara úr nafni þeirrar Hreyfingar sem þau segjast sitja á þingi fyrir.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.9.2010 kl. 18:06

12 Smámynd: Einar Guðjónsson

Fjórmenningarnir voru kosnir af lista O til þings. O listinn kostaði baráttuna og þá lá ljóst fyrir að segðu þingmennirnir sig af listanum þá þýddi það ekki að peningar Borgarahreyfingarinnar fylgdu. Mér finnst það líka mjög eðlilegt þannig náði t.d. Íslandshreyfingin ákveðnum fjölda kjósenda og fékk því fjárveitingu úr Ríkissjóði á kjörtímabilinu 2007 til 2009 og sú fjárveiting fór í að greiða skuldir Íslandshreyfingarinnar vegna framboðsins. Íslandshreyfingin fékk hins vegar engan mann kjörinn á þing. Á framboðslistum er fjöldinn allur af fólki og Borgarahreyfingin hefði aldrei fengið fjóra kjörna nema fyrir það að hún náði að bjóða fram lista í öllum kjördæmum. Það var tilviljun að þessi fjögur  voru í efstu sætum og þá kannski segja að það hafi verið af því þau voru áköfust í að vera fremst. Sum þeirra báru fyrir sig að hafa svo mikinn tíma og gætu vel eytt honum í kosningabaráttu. Svo yfirgáfu þessi þrjú Borgarahreyfinguna í fýlu yfir því að lög hennar væru ekki eins og þau vildu hafa þau. Margt hafa þau gert vel á þingi en þau eru þar bara sem sólóistar en  tala oft fyrir ágætum hagsmunum. Þau fá sem þingmenn fjárveitingu til að kosta kaup á ráðgjöf og Alþingi greiðir kaup framkvæmdastjóra þeirra þannig að þau eru ekkert illa sett. Peningar Borgarahreyfingarinnar hafa farið t.d. í að reka n.k. Alþýðuhús í túnunum og til að styrkja mannúðarsamtök og fleira. Eitthvað sem er alveg í anda þess sem Borgarahreyfingin fékk atkvæði sín út á. Þráinn hefur einnig að mestu leyti fylgt þeirri stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar sem hann var kosinn út af.

Einar Guðjónsson, 27.9.2010 kl. 00:12

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

 Ég vil til að byrja með óska Borgarahreyfingunni til hamingju með nýja stjórn og góðann landsfund og óska þeim alls góðs í framtíðinni.

Þeir sem vilja tjá sig svona mikið um hlutina ættu að kynna sér þá, eitt dæmi að þó svo að BH hafi fengið allann þann pening sem þau fá fyrir að hafa komið ákveðið mörgum mönnum á þing þá hafa þau gert marga mjög góða hluti og ber þar hæst Húsið sem þau reka og þið viðtið sjálfsagt allt um og ef ekki ættuð þið að kynna ykkur það, en einmitt það að þinghópurinn hélt sætum sínum varð til þess að ég skipti um skoðun, ég var á þeirri skoðun að flokkurinn ætti atkvæðin en svo er auðvitað ekki og það var einmitt það sem varð til þess að þau fóru það átti einmitt að stýra þeim á einhverskonar flokksræðinótum og við sem viljum kjósa einstaklinga á þing sjáum þetta þannig að þá er ekki einhverskonar flokkseigendafélag sem er að stjórna þeim.

Kristinn Karl:

Það er alrangt að einhverjir slíkir samningar hafi verið gerðir við Samfylkinguna, þetta er beinlínis rangt og Kristinn Karl kyntu þér  það sem þú ert að segja á heimasíðu Hreyfingarinnar http://hreyfingin.is/  þinghópurinn hefur unnið margt skoðiði það og berið svo saman við hvað SF og VG höfðu gert þegar þau komust loks í ríkisstjórn og þið munuð verða fyrir vonbryggðum og athugið annað að þau eru bara þrjú og breyta ekki heiminum á einum vetri með allt þingið á móti sér og samherjana líka í byrjun, Hreyfingin starfar algerlega eftir upphaflegri stefnuskrá BH og hefur gengið mjög vel.

Þið getið kynnt ykkur allt sem þið viljið um Hreyfingun ef þið bara nenntuð því.

Einar, þið eruð algerlega að rugla saman ESB umræðu og svo öllu hinu, það er alrangt að Þráinn hafi að mestu unnið eftir stefnuskrá BH aftur þvert á móti hefur þinghópurinn alfarið unnið eftir stefnuskrá BH enda er það líka stefnuskrá Hreyfingarinnar enda var aldrei málefnalegur ágreiningur.

Varðandi greiðslur úr sjóðum almennings til uppihalds félagsheimila pólitískra flokka þá er Hreyfingin búin að reyna töluvert til þess að fá þeirri aðferðarfræði breytt sem nú er notuð, en sem fyrri daginn verndar fjórflokkurinn það mál sem mörg önnur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.9.2010 kl. 09:27

14 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hér er lesefni fyrir ykkur fróðleiksfúsum menn, það fer ekki á milli mála að margir hafa áhuga á að tjá sig en aftur mun minni á að vita um hvað þeir eru að tjá sig.

http://www.svipan.is/?p=11725

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.9.2010 kl. 11:59

15 Smámynd: Einar Guðjónsson

Eftir tillögum þeirra þriggja þá eiga þau bara að vera í lausu lofti en Borgarahreyfingin átti að vera félag en ekki með neina félagaskrá ( sic ) en átti samt að vera með stjórn. Um greiðslur úr almannasjóðum þá er ekkert vit í því að 3 úr 240 manna frambjóðendahópi fái ríkisframlag merkt framboðslistanum. Framboð er listinn og ekki er fullnægjandi skv. lögum um kosningar til Alþingis að aðeins einn einstaklingur sé á framboðslista eða heldur Högni að O-listi hefði fengið einhver atkvæði ef slíkt hefði verið leyfilegt og framboðslistar O hefðu litið svona út

Reykjavík- Norður

1.sæti Birgitta Jónsdóttir vefhönnuður

2.sæti engin

3.sæti engin

Reykjavík- Suður

1. sæti, Þráinn Bertelsson rithöfundur

2.sæti, enginn

Suðurkjördæmi

1. sæti, Margrét Tryggvadóttir, Bókmenntafræðingur

2.sæti til 20 sæti engin í þeim sætum

Suðvesturkjördæmi

1.sæti, Þór Saari, Hagfræðingur

Slíkur listi hefði aldrei fengið nema 68 atkvæði samtals og engan þingmann og ekkert framlag úr ríkissjóði. Framlagið úr Ríkissjóði er m.a. til að gera fátækum framboðum kleift að bjóða fram án þess að frambjóðendur fari á hausinn við það.

Einar Guðjónsson, 27.9.2010 kl. 12:54

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Einar, nú veður þú villu, en ég er, eins og margir aðrir á þeirri skoðun að kjósa eigi einstaklinga þvert á flokka, en við síðustu kosningar var það ekki leyft það er alveg hárrétt hjá þér og um þessar fullyrðingar hjá þér er bara ekkert hægt að gera annað en að fabulera því að ekki á ég von á að fjórflokkurinn hefði boðið Fram samkvæmt því kerfi sem notað er og hefur verið notað en að BH hefði svo eingöngu boðið Fram einstaklinga.

Einar þú svarar ekki því sem ég var að segja heldur ferðu að þvæla umræðunni út um víðann völl  ,,þið eruð algerlega að rugla saman ESB umræðu og svo öllu hinu, það er alrangt að Þráinn hafi að mestu unnið eftir stefnuskrá BH aftur þvert á móti hefur þinghópurinn alfarið unnið eftir stefnuskrá BH enda er það líka stefnuskrá Hreyfingarinnar enda var aldrei málefnalegur ágreiningur."

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.9.2010 kl. 15:35

17 Smámynd: Einar Guðjónsson

Högni, sé ekki að nokkur hér fyrir ofan sé að ræða ESB. Það er ekki að sjá nein stefnumál í viðtalinu við Margréti. Henni finnst gaman að taka slaginn.. Hún nefnir þó að leiðrétta skuldir heimilanna og lýðræðisumbætur ( á stefnuskrá O-listans ) og auðlindamál ( opið í stefnuskrá O- listans  í kosningunum 2009 ). Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður komst þó að þeirri niðurstöðu að Þráinn á síðasta þingi hefði í einu og öllu greitt atkvæði skv. stefnuskrá O-listans. Þá var hann sá eini af O- lista sem greiddi atkvæði með aðilarumsókn og þjóðaratkvæði. Hann var ekkert að svíkja sína kjósendur þó Margrét hefði misboðið honum í kjánaskap.

Einar Guðjónsson, 27.9.2010 kl. 16:49

18 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það hefur viljað brenna við Einar að fólk hefur einmitt haft skoðannir eftir því sem einhverjir aðrir hafa sagt, það er rangt að Þráinn sé sá eini sem hefur unnið eftir stefnuskrá BH og það er oftar en ekki að þeir sem blanda þessu saman þinghópi Hreyfingarinnar og einhverjum vanefndum þeirra eru ESB sinnar og blanda því saman stefnuskrá BH og Hreyfingarinnar soldið við stefnuskrá Samfylkingarinnar og þess vegna er það komið frá mér að þú sért að blanda saman stefnuskrám þegar þú segir að Þráinn sé sá eini sem starfaði eftir stefnuskrá BH en svo ertu eftir allt bara að mynda þér skoðun og færa Fram atriði eftir öðrum, ESB er hvergi í stefnuskrá BH eða Hreyfingarinnar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.9.2010 kl. 18:03

19 Smámynd: Einar Guðjónsson

Þremenningarnir voru ekki komin með neina Hreyfingarfíkn þegar þau greiddu gegn umsókn um aðild að ESB ( á stefnuskrá O-lista að styðja umsókn þ.e. þeirra sjálfra í kosningum 2009 ). Það var á stefnuskrá þeirra að sækja um aðild EN svo ætti þjóðin að greiða atkvæði um aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu en þær voru líka á stefnuskránni ( lýðræðisumbætur ? ). Ég er einn af þeim sem kaus Borgarahreyfinguna og var þar á lista og hef ekki orðið var við annað en að Þráinn hafi iðulega staðið við kosningaloforð O a.m.k með atkvæði sínu. Skv. heimasíðu Hreyfingarinnar er þó tilgangur hennar að  berjast fyrir stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar. Þá er boðað að styðja við grasrótina með mánaðarlegum fundum. Skv. heimasíðunni hefur  Hreyfingin ( 3 þingmenn ) haldið 1 grasrótarfund á líftíma sýnum og einn '' Blandsfund''. Þú hélst því upphaflega fram að það væri alrangt að Þráinn hefði unnið eftir stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar '' heldur þvert á móti. Þú nefndir þó engin dæmi um það og um það snerist málið '' að hafa heldur það er sannara reynist ''.

Einar Guðjónsson, 27.9.2010 kl. 18:52

20 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

 Einar sú tíð er liðin að fólk var að kasta skít eitthvað út í loftið og við höfum öll snúið okkur að vinnu bæði á sinn hátt og svo ekki síður eigum oft mjög gott samstarf, þú ert upplýsingalaus einhverstaðar úti á kannti.

Það stendur ekki orð um ESB í stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar.  Aftur á móti sögðust frambjóðendur vilja sækja um og láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram um niðurstöðuna.  Til að vekja athygli á tengingunni á milli Icesave og ESB ákváðu þingmennirnir að kjósa ekki með umsókninni.  Á þeim tíma sóru menn fyrir öll tengsl.  Síðar kom í ljós að þau höfðu rétt fyrir sér í þessu máli eins og mörgum öðrum.

Það er ekki rétt að Þráinn hafi ekki hvikað frá stefnuskrá Borgarahreyfingar/Hreyfingar:

Þráinn samþykkti Icesave.  Í stefnuskrá XO segir:
,, ICESAVE reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands og m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar innlagnir á reikningana, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir persónulega ábyrgir fyrir því sem vantar upp á. Samið verður um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar.”

Þráinn greiddi atkvæði gegn þjóðaratkvæðagreiðslu í sambandi við Icesave málið.  Í stefnuskrá XO segir:
,,Þjóðaratkvæðagreiðsla skal fara fram um mál er varða þjóðarhag óski tiltekinn minnihluti þjóðarinnar þess.”

Þráinn greiddi atkvæði með lögum um fjármál stjórnmálasamtaka þrátt fyrir að frumvarpið gerði ráð fyrir því að flokkar taki áfram við peningum frá fyrirtækjum og að ekki verði gætt jafnræðis við úthlutun opinberra fjármuna.  Í stefnuskrá XO segir:
,,Rofin verði óeðlileg hagsmunatengsl milli viðskiptaheims og þingheims. … Ný framboð fái sama tíma í fjölmiðlum og sama stuðning og aðrir stjórnmálaflokkar”.

Hreyfingin hefur haldið mun fleyri grasrótarfundi en þá grunar sem ekki nenna að kynna sér staðreyndir og einn slíkur skilaði sér á endanum í samþykt þingsályktunartillögu um IMMA verkefnið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 28.9.2010 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband