26.9.2010 | 17:34
Mörkin sjö
Hafnfirðingar eru um 26 þúsund talsins og höfðu ærna ástæðu til þess að vera nokkuð fúlir í gær. FH rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum og Haukarnir húrruðu endanlega niður í fyrstu deild, reyndar eftir frábæran endasprett.
Í dag fóru svo kvennalið beggja félaganna niður um deild.
Kópavogsbúar eru öllu glaðari. Þeir eru rúmlega 30 þúsund talsins. Stóra liðið þeirra er Íslandsmeistari, eftir að hafa verið spáð þriðja sætinu af spekingum í vor.
Hafnfirðingur heimsótti frænda sinn í Kópavogi í dag og spurði hann ítarlega um málefni bæjarfélagsins. Að lokum kom þessi spurning:
Hver heldur þú að sé aðalmunurinn á að búa í þessum bæjarfélögum? Kópavogsbúinn svaraði um hæl og var snöggur að því:
Svona 7 mörk!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Haukum gengur betur í handboltanum en ekki er hægt að segja það sama um FH. Annars var í fréttum að Kristján Arason væri farinn að þjálfa FH í handboltanum. Héðan af munu leikkerfin öll heita 7 hægri og liðið mun gera sjö mörk úr hægra horninu í hverjum leik eða úr skyttustöðunni hægra megin.
Theódór Norðkvist, 26.9.2010 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.