Ákært eftir flokkslínum, ný tegund af ranglæti og heimurinn mun hlæja að okkur

"Meirihluti þeirra, sem tóku þátt í könnun Gallup fyrir Ríkisútvarpið vilja að fjórir fyrrum ráðherrar verði ákærðir fyrir landsdómi."

Þingmenn standa frammi fyrir mjög erfiðu vali þegar atkvæði verða greidd um hvort höfða eigi mál á hendur fyrrverandi ráðherrum.

Þeim ber að fylgja samvisku sinni en ekki flokkslínum. Það munu þeir ekki gera.

Líf og fjör á Íslandi. Alltaf skulu Íslendingar vera bestir og fremstir í öllu. Nú á að innleiða nýja tegund af ákæruvaldi sem er alfarið byggt á flokkslínum án nokkurs tillits til hugsanlegrar sektar eða sýknu!

Þessi nýjung mun væntanlega vekja mikla athygli umheimsins, en ólíklegt er að hún verði tekin upp í mörgum löndum sem vilja kenna sig við lýðræði og réttlæti.

Bakkabræðrafjölskyldan telur 63 meðlimi í dag.


mbl.is Meirihluti vill ákæra ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þingið endurspeglar þjóðina.  Flóknara er það nú ekki.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 19:59

2 identicon

Síðast þegar ég leit á þingið sá ég hvergi mína spegilmynd, bara spegilmyndir þingmannanna sjálfra.

Hoppandi (IP-tala skráð) 26.9.2010 kl. 20:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Allir vita að blóðsugur koma ekki fram í spegli og ég held að nátttröllin á Alþingi geti ekki heldur speglað sig nema þá í frægðarljóma eigin fávisku.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2010 kl. 20:27

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Vá hvað þetta var djúpt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.9.2010 kl. 20:28

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Sama hvað eða hverja þingið endurspeglar, þá þarf þessi könnun svosem ekki að þýða neitt, nema að 65% af úrtakinu, hafði skoðun á því eða vildi að ráðherranir, færu fyrir landsdóm. 

 Þingmannanna 63ja bíður hins vegar að taka ákvörðun, sem á sem minnst að hafa  með vilja þeirra að gera, nema að því leytinu að einhverjir þeirra hljóta að hafa vilja til að gera rétt.   

Stór hluti þjóðarinnar vildi að einhverjir ráðherrar færu fyrir landsdóm, jafnvel áður en að skýrsla RNA kom út.  Ég ætla að vona að ákvörðun þingsins byggi á einhverju öðru því að þeir verði að gera það sem þjóðin vill.  Mér segir samt hugur að glettilega margir þingmenn, hafi mörgum vikum fyrir skil Atlanefndar verið búnir að gera upp hug sinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 26.9.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband