28.9.2010 | 17:45
Sótsvartur dagur á Alþingi Íslendinga
Tillaga um að ákæra Geir Hilmar Haarde fyrir Landsdómi var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 30 á Stóra sviðinu við Austurvöll í dag.
Ég átti satt best að segja von á því að enginn fjórmenninganna þyrfti að feta þá slóð og verð að viðurkenna að það bullsauð í mér reiðin þegar þingmenn Framsóknar kölluðu sín "Já" í þingsalnum, rétt eins og samviska þeirra flokks væri engilhrein í hrunmálunum.
Afstaða VG fólksins og Hreyfingarinnar lá alltaf fyrir og kom því ekki á óvart.
Samfylkingin og Framsókn koma verst frá þessum degi og þar innanbúðar mega margir skammast sín og búa sig undir verulegt atkvæðatap. Skjaldborg Samfylkingarinnar lét loksins sjá sig, en á kolröngum stað og náði aðallega til samherjanna. Þvílík skömm og eins gott að þetta fólk gangi með hauspoka á næstunni.
Sjálfstæðismenn höfðu í hendi sér að draga hina þrjá ráðherrana fyrir Landsdóminn með sínum 16 atkvæðum eftir að ljóst varð um örlög Geirs í fyrstu umferðinni. Það hvarflaði ekki að nokkrum þeirra.
Þetta var sótsvartur dagur á Alþingi Íslendinga.
Ég dauðskammast mín fyrir þessa niðurstöðu.
Mál höfðað gegn Geir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta er ömurlegt. En ég er virkilega ánægður með sjallana. það hefði verið mjög auðvelt og alveg í takt við druslurnar í samfylkingu að sjallar hefðu allir sem einn kúgvent og ákært sollu og Bjögga.
En auðvtað átti engan að kæra. það er ekki boðlegt að kæra fólk fyrir að gera ekki "eitthvað".
Stebbi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 17:48
Hvað finnst þér þá um endalausa viðsnúninga Samfylkingarþingmannanna ?? Þvílíkur farsi og þinginu til endalausrar skammar !!!
Sigurður Sigurðsson, 28.9.2010 kl. 17:55
samfylkingin fylgdi bara eigin eðli.
Stebbi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 17:57
Nú er ljóst að í næstu kosningum kýs ég Heimasetuflokkinn, við eldhússborðið mitt og set atkvæðið í ruslafötuna.
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 18:01
Svei mér þá ef þetta beina lýðræði sem Ástþór nokkur Magnússon vildi að yrði ætti hreinlega ekki bara að taka up eftir þessa endaleysu. En í næstu kosningum þá ætla ég að búa til auglýsinga skilti fyrir samfylkinguna hún verður einhvernvegin svona. X-S fyrir samtryggingu eða samtrygginginn sér um sig og sína. En svona er þetta allt að koma betur og betur í ljós hverslags viðrini Samtryggingin er og glætan að þetta hjálpi þeim eitthvað meir.
Elís Már Kjartansson, 28.9.2010 kl. 18:13
Björn fyrir hönd þeirra sem teljast til lausafylgis, þ.e. ákveða að kjósa það sem best er hverju sinni óháð flokkum, vottum þér samúð okkar. Einn vinur minn og skoðanabróðir þinn, var í bíl með mér þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Hann hafði orð á því manngildi sem Sjálfstæðismenn sýndu í þessu máli, en hefur annars ýmislegt við suma þingmenn þess flokks að athuga. Samfylkinguna kallaði hann aumingjaflokkinn, og ætlar að segja sig úr honum fyrir hádegi á morgun.
Þessir aumingjar ætluðu að slá skjaldborg um heimili landsmanna, en eru að keyra heimilin í þrot. Þeir ætluðu að hafa allt upp á borðum, opið og lýðræðislegt en þeir hegða ser eins og vesti kommúnistaflokkur. Aumingjaflokkur.
Kannski breytir flokkurinn um nafn á morgun.
Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 18:18
Nú er ég sammála þér nágranni..Dauðskammast mín!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 28.9.2010 kl. 18:37
Sigurður minn, ég þarf ekki á þinni samúð að halda og þú hefur ekki grænan grun um hvað ég hef kosið í gegn um tíðina. Ég einn veit það. En ljótur var þessi dagur, hreint viðbjóðslegur, í boði Samfylkingar og Framsóknar.
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 18:44
Ég skammast mín fyrir þá staðreynd að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar mátu sekt fjórmenningana mismunandi eftir pólitík, það er skítlegt eðli. Það yfirgnæfir þá staðreynd að helmingur þingmanna féllu á prófinu og brugðust skyldu sinni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2010 kl. 19:25
Eins og þið ýið að öll þá er ekki hægt annað en að skammast sín fyrir ellsta leikskóla landsins. Það gengur bara ekki upp að eyða öllum þessum peningum i svona bull, Geir verður dreginn fyrir dóm það er eitt sem vist er eftir það sem kom fram á leikskólanum(ALÞINGI) í dag, en han verður alldrei dæmdur sekur. Það er svo mikið sem vantar til að hann hafi verið viðriðinn einhvert glæpsamlegt athæfi. Þetta er skrípaleikur aldarinnar og almenningur þarf að standa fyrir brúsanum í vonlausu máli, ef... ég meina stórt EF,,,, han skyldi verða dæmdur eftir ára langt málatóf þá fer þetta síðan fyrir manréttindardómstólinn, svo þetta er prosess uppá 7-10 ár. Sem sagt pólitískur loddaraskapur. Þetta er eingöngu samþykkt til að halda saman littlu Gunnu og litla Jón= Hönnu og Steina. Ég er ekki Geirs maður en hann á þetta ekki skilið að axla ábyrð á allri græðgisvæðingunni. Vonandi hefur hann nógu breitt bak fyrir allan þennan skrýpaleik.
Ingolf (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:18
Já, Ingolf, þetta er ljótur leikur. Skuggalega ljótur leikur.
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 22:20
Björn, bara til þess að svara þér, ég hef mjög grænan grunn. Undirlægja við hvaða stjórnmálaflokk sem er hugnast mér seint. Afgreiðslan í dag er niðurlæging við Samfylkinguna. Ég vil gjarnan að stjórnmálamenn beri ábyrg. Geir Haarde, Ingibjörg Sólrún, Árni Matthísen og Björgvin Sigurðsson. Einnig Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín og Guðlaugur Þór.
...Svo þurfa þau að ber ábyrgðSteingrímur Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir vegna þeirra þátttöku í Ícesave og einkavæðingu bankanna.
Björn nú vil ég gjarnan heyra skoðanir þínar!!!
Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 22:55
Sigurður, skoðanir mínar eru bara fyrir mig! Boltinn hefur verið gefinn upp. Ætli næsta Landsdómsmálið verði ekki um Icesave. Hvernig ríkisstjórn Geirs Haarde og Sollu tókst ekki að koma því í skjól í Bretlandi og Hollandi. Og hvernig núverandi stjórn hélt á þeim málum. Þér til upprifjunar þá var ég fyrsti maðurinn hér á blogginu til að gagnrýna af hörku gönuhlaup Svavarsnefndarinnar. Að leita ekki fyrst eftir samstöðu um málið hér heima, gerði þá för að sannkallaðri feigðarför. Málið er ekki búið, en verður auðvitað sakamál framtíðarinnar. Í tvennum skilningi. Bankaskilningi og pólitískum.
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 23:06
Björn skoðanir þínar eru alls ekki aðeins fyrir þig. Þegar þú setur þær fram fyrir alþjóð, hér á netinu ert þú að gefa kost á skoðanaskipum . Ég geri sannarlega ekki lítið úr því. Allnokkrir bloggarar þola ekki skoðanaskipti. Sagt er að þegar við höfum 60% rétt fyrir okkur þá séum við mikilmenni. Lýðræðisleg skoðanaskipti þar sem við fjöllum um mál með gagnrýnni hugsun er því afar mikilvæg. Við erum sammá um gönuhlaup Svavars í samningaviðræðum um Icesave. Lengi vel leituðust stjórnvöld til þess að réttlæta þau mál. Sagan hefur þegar fellt sinn dóm.
Ég er sammála þér um að ekki hefi átt að leggja til að kæra neinn ráðherrana. Það þýðir ekki að ég telji að þeir hafi ekki að þeir hafi get mistök. Það þýðir að ég tel að orkunni, sem er takmörkuð, eigi að verja til uppbyggingar. Sérstök rannsóknarnefnd um frammistöðu stjórnvalda gæti ég fyllilega stutt.
Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 23:56
Sigurður, ég ætti kannski að loka fyrir athugasemdir eins og nafni minn Bjarrnason (og margir fleiri reyndar) gerir til þess að hafa mínar skoðanir í friði!
Nei, nei á meðan ég blogga er alltaf opið hús hjá mér. Heitt á könnunni líka!
En nú kunna að styttast þær stundirnar.
Þakka þér kærlega innlitið.
Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 00:10
Var það ekki Þórunn Sveinbarnardóttir sem benti á æði mörg atriði sem hröktu þá fullyrðingu að stjórn Geirs hefði ekki aðhafst neitt - nefndi m.a. að stjórnin gekk í það að minnka bankakerfið ( mig minnir um 10% -sem var í áttina en fjarri því nóg ) hún nefndi líka að stjórnin kom í veg fyrir bankakaup KB erlendis sem hefðu gert fallið enn hrikalegra - hún nefndi vörnin gegn áhlaupi á krónuna - o.fl.
Það er búið að opna Pandóruboxið - næstu Landsdómsréttarhöldin verða yfir Jóhönnu - Steingrími og fleirum.
Einn punktur - ráðherrar eru ráðandi hver á sínu sviði - ef forsætisráðherra situr svo uppi sem sá sem ber einn ábyrgð verður að auka hans vald gífurlega og allir aðrir ráðherrar að hlaupa eftir hans fyrirmælum - annars er ekki glóra í því fyrir nokkurn mann að taka að sér það embætti.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.