28.9.2010 | 20:55
Alþingi er að lama Hæstarétt Íslands
"Í Landsdómi sitja 15 manns, þ. á m. fimm reynslumestu hæstaréttardómararnir. Á meðan þeir sitja réttarhöld í Landsdómi geta þeir ekki sinnt öðrum málum og því blasir við að störf réttarins munu eitthvað tefjast."
Maður situr eins og lamaður eftir þennan dag. Rétt eins og þegar það rann upp fyrir manni að Besti flokkurinn væri að taka til sín sex borgarfulltrúa í Reykjavík.
Nokkur undur hafa litið dagsins ljós á þessu ári í pólitíkinni.
1. Stórsigur Besta flokksins í Reykjavík.
2. Jón Gnarr varð borgarstjóri! Ææææææææ.....hahahaha!
3. Fortíðarskrímslið Landsdómur vakinn upp af löngum dvala.
4. Eini Íslendingurinn sem hefur verið fjármálaráðherra, utanríkisráðherra og forsætisráðherra verður dreginn fyrir Landsdóm fyrstur manna.
5. Alþingi lamar Hæstarétt Íslands með því að taka frá honum 5 reyndustu dómarana í mál sem aldrei vinnst á meðan stóru alvöru málin hlaðast upp.
6. Samfylkingin og Framsókn gera svo þokkalega í buxurnar að fnykurinn mun fæla þúsundir atkvæða í burtu.
7. Nenni ekki að telja upp fleira. Þú bætir kannski einhverju spennandi við lesandi góður!
Er ekki af nógu að taka?
Fimmtán manna landsdómur kallaður saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn minn góður ! 6. Þú átt við Samtrygging og Framapotarar - ekki satt ?
Ójújú - nóg er af skítnum enn , til að moka út , þ.e. í haughúsinu er stendur við Austurvöll - ert þú klár í moksturinn ?
5. Það er þó huggun harmi gegn að það dregst þá , kannske , að dæma níu menningana , þessa sem ákærðir voru fyrir að ætla að hjálpa skítnum að standa upp úr stólunum "sínum" í Þjóðarleikhúsinu .
2. Þótt ýmislegt misgott megi segja um Bjarnfreðarson sem borgarstjóra , þá hefur hann farið framm úr mínum björtustu vonum , þ.e. sem borgarstjóri .
Hörður B Hjartarson, 28.9.2010 kl. 21:18
Hörður minn, gott að þú ert ánægður með Gnarrinn, en hefur hann gert nokkuð merkilegt sem borgarstjóri?
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 21:30
Gamanið er rétta að byrja.
http://www.visir.is/article/20100928/FRETTIR01/13641356
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 22:00
Sá þetta Jón Óskarsson, verð með stutt blogg um stuttbuxnadeildina á eftir. Hún er ekki alslæm.
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 22:15
Ég vona bara að fólk vakni nú og ákveði að kjósa ekki fjórflokkinn næst. Við þurfum algjöra uppstokkun í pólitíkinni.
Hoppandi (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:21
Hoppandi, hvað ætlar þú að kjósa næst? Flokkinn minn kannski? BB Flokkinn?
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.