28.9.2010 | 22:23
Heimdallur eða Heimskudallur?
"Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur gefið út ákæru á hendur Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, vegna framgöngu hans í Icesave-málinu."
Allir flokkarnir eru með ungliðasveitir. Sem er auðvitað ágætt. Heimdallur er ungliðasveit Sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Það verður að segjast alveg eins og er að uppátæki Heimdellinga eru mörg hver þess eðlis að ekki er annað hægt en að brosa að þeim. Eitthvað gott flýtur með auðvitað, en margt sem frá þeim kemur vekur upp þá hugsun hvort félagið ætti ekki frekar að heita Heimskudallur.
Heimdallur heldur sig enn við ultra frjálshyggju og sér ekkert athugavert við hana.
Það er ég handviss um að Heimdellingar fæla fleira fólk frá Sjálfstæðisflokknum, en þeir laða að þeim sama flokki. Heimskupör þeirra eru slík.
Sem er ekkert slæmt.
Heimdallur ákærir fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er verst að Steingrímur Sigfússon er að norðan en ekki frá Ástralíu. Þá mundi hann fara varlega með græjur sem hegða sér eins og boomerang!
Flosi Kristjánsson, 28.9.2010 kl. 22:34
Flosi minn, boomerang er stórhættulegt verkfæri í höndun allra sem ekki kunna með það að fara. Hins vegar er skoðanaboomerang svo sem ekkert hættulegt, nema hugsanlega gagnvart kjósendum, en þeir eru hvort eð er allir með gullfiskaminni og eftir viku eða svo verða atburðir dagsins og undanfarinna mánaða gleymdir og hefðbundnar umræður um haustlægðirnar taka öll völd.
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 22:44
Björn ég ákæri líka Steingrím Sigfússon, en ég óska eftir því að til þess að skera úr því dæmi verði skipuð sérstök rannsóknarnefnd. I núverandi yfirkomulegi, fyrnast mál á 3 árum, og ef þessi ríkisstjórn heldur velli þá fyrnis mál þeirra. Ég vænti þess að þú styður breytingu á þeirri skipan. Yfirleitt hugnast mér ekki tillögur ungliðahreyfinga flokkana. Vil hins vegar að til sé dómstóll,eða matsnefnd sem fari yfir það sem ríkisstjórnir aðhæfðast hverju sinni. Þá fengju sjálfsagt, Geir, Ingibjörg, Björgvin, Árni, Jóhanna og Björgvin, og reyndar öll ríkisstjórn þeirra tíma á baukinn. , en einnig núverandi Jóhanna og Steingrímur og......
Sigurður Þorsteinsson, 28.9.2010 kl. 23:17
Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að þetta sem Heimdallur er að gera er grín? Þetta er gert til að vekja athygli á þeim skrípaleik sem átt hefur sér stað á Alþingi undanfarna daga.
Rafn (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 23:17
Grínið lendir þá þokkalega í smettinu á þeim aftur Rafn....Já talandi um boomerang..
hilmar jónsson, 28.9.2010 kl. 23:34
Grín er ágætt, en það þarf að hitta í mark, svo einhver brosi!
Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 23:56
Svona til að leggja til sögunnar þá má ykkur Birni og Hilmari vera það ljóst að ykkar ástkæra lið, undir forystu Jóhönnu og Steingríms er handónítt og ekki einu sinni á hauga gefandi .
Ekkert veit ég um Heimdall en veit þó að Heimdallur sá gamli hafði góð skinfæri og þess vænti ég að þeir ungir er kenna sig við hann hafi svo og.
En þar sem þið eruð ekki af því sauða húsinu sem til forystu duga , þá vænti ég ykkur samt als velfarnaðar við að finna fótum ykkar forráð og helst líka tungum.
þess óska ég og að þið hafið ráð fyrir börnum og raðið orðum ykkar sæmilega
Hrólfur Þ Hraundal, 29.9.2010 kl. 00:05
Hrólfur Hraundal, ég þakka þér innlitið. Ég vil biðja þig að lesa þitt eigið innlit vandlega yfir (kannski í fyrramálið) og segja mé síðan hvort þú botnar eitthvað í því! Ég geri það ekki, minn kæri! Þakka góðar óskir!
Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 00:27
Boomerang ?, Steingrímur var heilt ár skiptinemi í Ástralí þegar , hann var ungur , kannski að hann hafi lært grípa þar, en þetta er sennilega þyngra og stærra verkfæri , kannski frekar eins og stjórnlaus jarðýta.
Bjössi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 00:33
Hvernig hegðar stjórnlaus jarðýta sér? Það sem ég er sáttur við að vera svo vitgrannur sem ég er!
Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 00:42
Björn,
Það væri miklu nær að telja að miðjusókn Sjálfstæðisflokksins hafi fælt frá fylgi, t.d. kusu margir Sjallar VG í seinustu kosningum því þeir héldu að þar væri að finna hörðustu ESB-andstæðingana. Héldu það samt ranglega eins og síðar kom í ljós.
Frjálshyggjan mun frelsa oss, frá ríkisábyrgðum á áhættufjárfestingum einstaklinga og fyrirtækja.
Geir Ágústsson, 29.9.2010 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.