Samkvæmt Alþingi kristallast hin pólitíska ábyrgð í einum manni

Maður er enn sem hálflamaður eftir atburði gærdagsins. Nú liggur fyrir að einn maður verður leiddur fyrir eitthvert fornaldarfyrirbrigði sem heitir Landsdómur.

Einn maður.

Af pólitískum sjónarhóli séð þá kristallast hin pólitíska ábyrgð á bankahruninu í einum manni samkvæmt niðurstöðu Alþingis í gær.

Einum manni.

Nú á að binda fimm hæstaréttardómara yfir þessu eina máli og þessum eina manni svo mánuðum og jafnvel árum skiptir, auk þess sem tíu aðrir verða kallaðir til. Alþingi er að lama Hæstarétt Íslands á versta tíma. Út af einum manni.

Einum manni.

Hvað heldur fólk svo að þessi skrípaleikur allur muni kosta? Fyrir utan ótal glataðar stundir sakbornings, dómara og annarra sem að þessu munu koma, mun kostnaðurinn hlaupa á tugum ef ekki hundruðum milljóna gangi þessi vitleysa alla leið.

Niðurstaðan verður aldrei önnur en sú sem nú þegar er á allra vitorði.

Það hefði mátt gera ýmislegt betur.

Ekki bara þessi eini maður, heldur fjöldinn allur af fólki.

Er ekki hægt að koma í veg fyrir þennan Landsdóms skrípaleik með einhverjum ráðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður vertu, þetta dagar uppi á einn eða annan hátt. Eftir tvo mánuði mun enginn einu sinni muna eftir þessu máli.

Hoppandi (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Björn Birgisson

Betur að svo færi.

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 12:53

3 identicon

Lílja Mós var að lofa okkur kosningum í gærkveldi, alla vega nýrri ríkisstjórn því ljóst er að ekki verður farið að hennar vilja í einu og öllu við fjárlagagerðna.

Við fáum alveg nóg til að gleyma og svo verður gærdagurinn fallin í gleymsku eftir þrjá mánuði hvort eð er.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband