29.9.2010 | 14:26
Valdstjórnin berst við brjóstahöld
"Konan er ákærð fyrir að hafa ráðist á valdstjórnina með brjóstahaldara sínum."
Þetta mál er heldur óskemmtilegt fyrir blessaða konuna. Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að þetta sé miklu frekar einhver leiðinda uppákoma en sakamál sem þarf að velkjast á milli dómstiga.
Konan er ákærð fyrir að hafa ráðist á valdstjórnina með brjóstahaldara sínum.
Ekkert veit ég um skálastærðina, en varla getur konan hafa talist þungvopnuð og hættuleg og nokkuð ljóst af fréttinni að ekki bar hún önnur vopn innan klæða. Þessi tilvitnaða setning verður að teljast algjör gullmoli, þótt tilefnið sé auðvitað hálf raunalegt.
Það eina sem vantar í þessa frétt er hvort lögreglumennirnir hugumstóru hafi ekki örugglega fengið áfallahjálp eftir barsmíðar brjóstahaldarans.
Myndband sýnt fyrir luktum dyrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er undarlegt að konan skuli ekki líka vera kærð fyrir blygðunarbrot þar sem það var nakið og óhamið, á meðan á árásinni stóð, sem höldurunum var ætlað hylja og hemja.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 16:29
Aumingja lögreglan að þurfa að takast á við konur þungvopnaðar brjóstahöldum!
Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 20:08
Svona, svona drengir. Þetta er alvarlegt mál!
Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.