Varaformaðurinn útilokar Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnarþátttöku

"Dettur nokkrum manni til hugar að hægt sé að vinna með þessu fólki í einhverju máli? Hefur þetta fólk ekki sýnt að það er ekki traustsins vert? Þarf frekari vitnanna við?" spyr Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Jæja, þá vitum við það. Ólöf Nordal vill kosningar og er þá væntanlega farin að leggja nauðsynleg drög að hreinsun innan eigin flokks, en eins og allir vita eru þar innanborðs all nokkrir þingmenn sem aldrei kæmust í gegn um nálaraugu prófkjöranna. Hálfgerð lík í lestinni, lifandi þó.

Svona í ljósi tilvitnuðu orðanna efst í færslunni má spyrja:

Með hverjum ætla Sjálfstæðismenn að vinna að loknum kosningum?

Þessi kjaftháttur varaformannsins gerir bara eitt.

Hann útilokar Sjálfstæðisflokkinn frá ríkisstjórnarsamstarfi.

Nema varaformanninn dreymi um hreinan meirihluta Sjálfstæðismanna!


mbl.is Vill boða til kosninga strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu Björn...

Það er kannski ekki svo fjarlægur veruleiki.

Ef þessi ríkistjórn heldur svona áfram þá þurkast fylgið út og margir fara aftur til X-D

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 17:05

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

x-d hreinan meirihluta - hversvegna ekki  

Óðinn Þórisson, 29.9.2010 kl. 17:14

3 Smámynd: Björn Birgisson

16 þingmenn nú og 32 eftir næstu kosningar? Er nokkur hætta á að þjóðin sé svo vitlaus?

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 17:19

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er ýmislegt að gerjast -  Björn - 16 þingmenn eftir mesta hrun flokksins sem var gerður að blóraböggli fyrir heimskreppu og stórþjófnuðum bankarænngja -

32 þingmenn + þegar þjóðin er farin að átta sig á staðreyndum + sú pólitíska aðför sem endaði með því að draga Geir H Harrde fyrir landsdóm talar sínu máli - meirihluti þingmanna leit svo á að sá einn hafi verið hæfur - Geir einn sé það heill að hann geti svarað fyrir öll hin - eðlilega - Sf taldi sitt fólk ekki sakhæft - kanski er það rétt og Árni slapp á 1 atkvæði -

Geir getur borið höfuðið hátt - He is the man - Sf in - ósakhæf. Að eigin áliti.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 29.9.2010 kl. 17:28

5 Smámynd: Björn Birgisson

Er engin fær leið til að bakka með þetta Landsdómskjaftæði?

Ég skal éta sixpensarann minn ef XD fær hreinan meirihluta í næstu kosningum, sem ég held reyndar að nokkuð langt sé í, hvað sem líður mjálminu í Ólöfu Nordal og Þór Saari!

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 17:33

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég skal glaður éta helminginn á móti þér Björn. Hvaða sósa hentar best með sixpensara?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 18:12

7 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, ég ætlaði nú bara að skola honum niður með einhverjum viðbjóðsdrykk, sem væri við hæfi á slíkri sorgarstundu!

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 18:23

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Versta slys Alþingis af mörgum vondum var afgreiðslan á Landsdómskærunni.

Ofan á allt það skelfilega ástand sem vanburðir leiðtoganna geirs og ingibjargar (með litlum upphafs. af skiljanlegum ástæðum) leiddu yfir saklaust fólk - og jafnvel erlendis sem hér þá náðist að leiða einn- aðeins einn! af þeim sem meiri hluti þingmannanefndarinnar taldi að hefðu gert sig seka um vítaverða vanrækslu.

Hvar sjást átakanlegri dæmi um afneitun og meðvirkni en í þessari skammarlegu atkvæðagreiðslu?

Vonandi hvergi í þokkalega frjálsu og upplýstu samfélagi á þessari jörð.

Og síðan linnir ekki sýknudómum fólksins hér á bloggsíðunum. Það verður greinilega ekki erfitt fyrir Landsdóm að sýkna geir bjálfann haaaaarde.

Blásaklausan manninn sem lenti í því að vera rangur maður á röngum stað og baðaði sig þar í sólarljómanum á bleiku skýi.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 18:25

9 Smámynd: Björn Birgisson

"Ofan á allt það skelfilega ástand sem vanburðir leiðtoganna geirs og ingibjargar (með litlum upphafs. af skiljanlegum ástæðum) leiddu yfir saklaust fólk - og jafnvel erlendis sem hér þá náðist að leiða einn- aðeins einn! af þeim sem meiri hluti þingmannanefndarinnar taldi að hefðu gert sig seka um vítaverða vanrækslu."

Já, einn, stórmannlegt sem það er.

Af hve mörgum sem stórlega hafa slugsað við störfin sín síðasta áratuginn eða svo?

Einum fórnað.

Svei. 

Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband