Í gráðugu gini mafíufjölskyldunnar

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, ætlar að taka sæti á Alþingi að nýju eftir nokkurt hlé, sem hann ákvað sjálfur að taka sér.

Hann er hugaður strákurinn, það má hann eiga. Mig langar pínulítið til að vera ósmekklegur að þessu tilefni gefnu. Mig langar að líkja meirihlutanum, sem að ríkisstjórninni stendur við dæmigerða 35 manna Mafíufjölskyldu suður á Sikiley.

Endurkomu Björgvins verður fagnað á yfirborðinu. Hann verður faðmaður og kysstur og boðinn velkominn úr útlegðinni. Tappar munu fljúga úr flöskum og borð svigna undan lostætum veitingum. En hverjir munu vera heilir í fagnaðarlátunum?

15 meðlimir fjölskyldunnar vildu senda hann lóðbeint á eina ígildi höggstokks sem fyrirfinnst í landinu og voru þeir býsna samdóma um það. Það voru hinir fjarskyldari í fjölskyldunni.

Á meðal hinna nánari leynast nokkrir Júdasar sem aðeins bíða eftir skjóðunni með silfurpeningunum 30 fyrir svik sín við ráðherrann unga og fyrrverandi.

Björgvin G. Sigurðsson er góður drengur.

Nú ætlar hann sjálfviljugur að ganga beint í gin ljónsins.

Því miður fyrir hann er hann enginn Gladiator til að berjast við grimmustu ljónin.

Mafían sér alltaf um sína og ákvarðar um líf og dauða.

Líka í pólitíkinni.

 

 


mbl.is Björgvin kemur aftur inn á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég kaupi þetta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 21:58

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kostar 30!

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Silfur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2010 kl. 22:26

4 Smámynd: Björn Birgisson

Si

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 22:26

5 identicon

G-ið í nafni hans varð Stefáni Pálssyni efni í pistil...

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 22:26

6 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, í guðanna bænun vertu ekki að sóa dýrmætum tíma mínum með svona aulalegum tilvísunum. Þú átt hér inni að jarða mig á táknrænan hátt, vegna færslu minnar, eða hefja mig til flugs með þér á næsta andarpoll og upphefja ástardansinn. Ég á brauð! 

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 22:34

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Til í að versla líka.

Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 22:49

8 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, ertu með tilboð?

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 22:54

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já legg fram vinnu mína frítt við að moka skít út úr alþingi þegar haustþing verður sett.

Sigurður Haraldsson, 29.9.2010 kl. 23:36

10 Smámynd: Björn Birgisson

Ekki samþykkt.

Björn Birgisson, 29.9.2010 kl. 23:37

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bíddu við ertu sáttur við að hafa hann þarna inni?

Sigurður Haraldsson, 30.9.2010 kl. 00:09

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað kemur það þínu tilboði við?

Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 00:16

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega rétt hjá þér Björn að Björgvin er ónýtur í hlutverki Gladiatorsins. Ég held að hann sé góður drengur, góður fjölskyldufaðir og vonandi líka góður hestamaður. Það hefur komið fyrir alla hestamenn, góða sem klaufska að detta af baki óviðbúnir við bölvaðar aðstæður.

Árni Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband